Pistill: Óskiljanlegar ákvarðanir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2012 17:00 Mynd/Stefán Ólíklegt er að hornamaðurinn Þórir Ólafsson hafi jafnað sig á því að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Íslands í handbolta fyrir Ólympíuleikana í handbolta. Skyldi engan undra. Þegar landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson skar 19 manna æfingahóp niður um fimm leikmenn, svo eftir stóðu fjórtán ólympíufarar Íslands, áttu flestir von á því að eini eiginlegi hægri hornamaðurinn ætti þar víst sæti. Ekki aðeins þar sem hann var einn um stöðuna heldur hefur frammistaða hans í íslenska landsliðsbúningnum sjaldnast valdið vonbrigðum. Guðmundur er þó þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og valdi þrjá línumenn. Auk varnartröllsins Vignis Svavarssonar voru Kári Kristján Kristjánsson og Róbert Gunnarsson á leiðinni til London. „Þeir eru svo ólíkar týpur. Róbert er oft mjög góður gegn framliggjandi vörnum. Snöggur og góður að skjóta sér í eyður. Kári er miklu þyngri línumaður sem nær að halda hindrun lengur og getur nýst enn betur gegn hávaxnari og þyngri varnarmönnum," sagði Guðmundur þegar undirritaður spurði hann út í ákvörðunina að taka tvo sóknarlínumenn til London og engan hægri hornamann. Hægri skytturnar Alexander Petersson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu standa vaktina í hægra horninu og vafalítið gera það með ágætum. Hvorugur þeirra er þó jafnlíklegur til að skora úr þeim þröngu færum sem hornamenn eru vanir og Þórir Ólafsson sem hefur það að atvinnu. Á sjö árum í starfi landsliðsþjálfara hefur ýmislegt vakið athygli við val Guðmundar á lokahópum. Lítið hefur þó verið um gagnrýni að mótunum loknum enda árangurinn oftar en ekki framar vonum. Réttara sagt hefur árangurinn verið einstakur og rétt að bíða og sjá hvort Guðmundur hafi ekki í enn eitt skiptið hitt naglann á höfuðið. Fyrsti leikur íslenska liðsins er í fyrrmálið gegn Argentínu. Flautað verður til leiks klukkan 8:30. Handbolti Pistillinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Ólíklegt er að hornamaðurinn Þórir Ólafsson hafi jafnað sig á því að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Íslands í handbolta fyrir Ólympíuleikana í handbolta. Skyldi engan undra. Þegar landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson skar 19 manna æfingahóp niður um fimm leikmenn, svo eftir stóðu fjórtán ólympíufarar Íslands, áttu flestir von á því að eini eiginlegi hægri hornamaðurinn ætti þar víst sæti. Ekki aðeins þar sem hann var einn um stöðuna heldur hefur frammistaða hans í íslenska landsliðsbúningnum sjaldnast valdið vonbrigðum. Guðmundur er þó þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og valdi þrjá línumenn. Auk varnartröllsins Vignis Svavarssonar voru Kári Kristján Kristjánsson og Róbert Gunnarsson á leiðinni til London. „Þeir eru svo ólíkar týpur. Róbert er oft mjög góður gegn framliggjandi vörnum. Snöggur og góður að skjóta sér í eyður. Kári er miklu þyngri línumaður sem nær að halda hindrun lengur og getur nýst enn betur gegn hávaxnari og þyngri varnarmönnum," sagði Guðmundur þegar undirritaður spurði hann út í ákvörðunina að taka tvo sóknarlínumenn til London og engan hægri hornamann. Hægri skytturnar Alexander Petersson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu standa vaktina í hægra horninu og vafalítið gera það með ágætum. Hvorugur þeirra er þó jafnlíklegur til að skora úr þeim þröngu færum sem hornamenn eru vanir og Þórir Ólafsson sem hefur það að atvinnu. Á sjö árum í starfi landsliðsþjálfara hefur ýmislegt vakið athygli við val Guðmundar á lokahópum. Lítið hefur þó verið um gagnrýni að mótunum loknum enda árangurinn oftar en ekki framar vonum. Réttara sagt hefur árangurinn verið einstakur og rétt að bíða og sjá hvort Guðmundur hafi ekki í enn eitt skiptið hitt naglann á höfuðið. Fyrsti leikur íslenska liðsins er í fyrrmálið gegn Argentínu. Flautað verður til leiks klukkan 8:30.
Handbolti Pistillinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira