Handbolti

Róbert: Fengum marga möguleika til að vinna leikinn

Guðmundur og Guðjón Valur eðlilega hundsvekktir í leikslok.
Guðmundur og Guðjón Valur eðlilega hundsvekktir í leikslok. Mynd/Valli
Róbert Gunnarsson átti erfitt með að svara spurningum að loknu tapinu gegn Ungverjum í dag. „Það er voðalítið hægt að segja," sagði línumaðurinn vonsvikinn.

„Við erum rosalega svekktir með þetta. Leikurinn var að klárast og við töpuðum með einu marki eftir tvær framlengingar," sagði Róbert svekktur.

Endurtekið klóruðu Íslendingar í Ungverjana sem höfðu frumkvæðið lengst af. Þeim tókst að jafna, ná eins marks forystu en Ungverjar gáfust ekki svo auðveldlega upp.

„Því miður náðum við ekki að hrista þá af okkur," sagði Róbert sem vill ekki meina að slæm byrjun liðsins í leiknum hafi skipt máli.

„Við fengum marga möguleika til að vinna leikinn. Við vorum óheppnir. Boltinn fór stöngin út en ekki stöngin út. Ungverjar eru með fínt lið en það er leiðinlegt að að fyrsta sætið í riðlinum nýttist ekki betur," sagði Róbert.


Tengdar fréttir

Ingimundur: Þetta eru gífurleg vonbrigði

Ingimundur Ingimundarson var nánast orðlaus framan af spjalli sínu við Eirík Stefán Ásgeirsson að loknu dramatísku tapi gegn Ungverjum í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×