Handbolti

Fullt hús stiga eftir sigur á Bretum | Myndasyrpa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslenska landsliðið í handknattleik lagði Breta með sautján marka mun í lokaleik sínum í riðlakeppni handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í dag.

Eftir rólegan fyrri hálfleik þar sem Bretar héldu í við Strákana okkar settu okkar menn í annan gír í síðari hálfleik. Hreiðar Levý Guðmundsson lokaði markinu og íslensku strákarnir gátu gengið sáttir frá leiknum.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði átta mörk í leiknum og er markahæsti leikmaður mótsins að lokinni riðlakeppninni með 36 mörk.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var að sjálfsögðu á svæðinu og tók þessar myndir.

Aron Pálmarsson brosti út að eyrum á bekknum í síðari hálfleiknum þegar Íslendingar sigldu fram úr.Mynd/Valli

Tengdar fréttir

Guðmundur: Vandræðalegt í fyrri hálfleik

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki skemmt í fyrri hálfleik gegn Bretum í kvöld. Gestgjafarnir hér í London reyndust strákunum okkar erfiðari viðureignar en búist var við en þeir kláruðu þó verkefnið almennilega í seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×