Gamaldags byrjandaverk Ingo Hansen skrifar 27. ágúst 2012 20:00 Ingólfur Páll Matthíasson er 22 ára Akureyringur sem kallar sig Ingo Hansen. Ingólfur Páll Matthíasson er 22 ára Akureyringur sem kallar sig Ingo Hansen. Hann gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Walking Up The Wall. Öll lög og textar á plötunni eru eftir Ingó sjálfan, en það var Kristján Edelstein sem sá um útsetningar, upptökur og hljóðblöndun. Lögin hans Ingós sækja fast í rokkhefðina og uppstillingarnar af honum á plötuumslaginu vísa líka í stórvirki úr rokksögunni (Born to Run á bakhliðinni!) Það má segja að Ingó sé gamaldags bæði í tónlist og textum. Hann er efnilegur lagasmiður og það er greinilegt að hann gefur sig allan í verkefnið. Hann mætti samt alveg leggja meira í textana, þeir eru ekki upp á marga fiska. Útsetningar Kristjáns eru ágætar og það sama má segja um flutninginn. Þetta er ekki frumleg plata á nokkurn hátt, en hún er heiðarleg. Ingo Hansen er efnilegur höfundur og flytjandi. Hann á eflaust eftir að gera miklu betri plötu seinna á ferlinum. Trausti Júlíusson Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Ingólfur Páll Matthíasson er 22 ára Akureyringur sem kallar sig Ingo Hansen. Hann gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Walking Up The Wall. Öll lög og textar á plötunni eru eftir Ingó sjálfan, en það var Kristján Edelstein sem sá um útsetningar, upptökur og hljóðblöndun. Lögin hans Ingós sækja fast í rokkhefðina og uppstillingarnar af honum á plötuumslaginu vísa líka í stórvirki úr rokksögunni (Born to Run á bakhliðinni!) Það má segja að Ingó sé gamaldags bæði í tónlist og textum. Hann er efnilegur lagasmiður og það er greinilegt að hann gefur sig allan í verkefnið. Hann mætti samt alveg leggja meira í textana, þeir eru ekki upp á marga fiska. Útsetningar Kristjáns eru ágætar og það sama má segja um flutninginn. Þetta er ekki frumleg plata á nokkurn hátt, en hún er heiðarleg. Ingo Hansen er efnilegur höfundur og flytjandi. Hann á eflaust eftir að gera miklu betri plötu seinna á ferlinum. Trausti Júlíusson
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira