ÍR með þrettán stiga forskot á FH eftir fyrri daginn í bikarkeppni FRÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2012 21:11 Einar Daði Lárusson og félagar í ÍR brosa eftir fyrri daginn. Mynd/Stefano Begnis ÍR leiðir bæði stigakeppni karla og kvenna eftir fyrri dag í Bikarkeppni FRÍ, sem fram fer á Akureyri nú um helgina. Í karlaflokki er ÍR með 52 stig eða níu stigum meira en FH sem er í öðru sæti. Í kvennakeppninni er minni munur á efstu liðum en þar er forskot ÍR-inga fjögur stig, 43 stig á móti39 stigum FH-inga. Eftir fyrri keppnisdag Bikarkeppninnar er ÍR samanlagt með 95 stig, eða 13 stiga forskot á FH sem hefur 82 stig. Norðlendingar eru í þriðja sæti eftir fyrri dag með 73,5 stig, HSK í því fjórða með 66,5 og Breiðablik með 59 stig. Mikil og spennandi keppni var í langstökki karla milli þeirra Kristins Torfasonar FH, Einars Daða Lárussonar ÍR og Þorsteins Ingvarsson sem keppir fyrir Norðurland. Lengsta stökk Kristins var 7,29 cm, eða 2 cm lengra en besta stökk Einars Daða, en Þorsteinn var þarna skammt á eftir með 7,20 m og munaði því ekki nema um 9 cm á milli þeirra þriggja. Nokkrir keppendur hafa látið til sín taka í bikarnum fyrir sín lið og hafa keppt í tveimur til þremur greinum í dag. Aníta Hinriksdóttir ÍR hljóp bæði 400 m grindarhlaup og 400 m hlaup í dag og náði samtals sjö stigum fyrir sitt félag í þessum greinum. Fjóla Signý Hannesdóttir HSK vann 400 m grindarhlaupið, tók þriðja sætið í þrístökki því sem næst á sama tíma og annað sætið í hástökki. Trausti Stefánsson FH hljóp bæði 100 og 400 m hlaup fyrir FH auk þess sem hann tók einn sprettinn í 4x100m boðhlaupi, en hann er nýstiginn upp úr veikindum. Ásamt því að sigra í hástökki keppti Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH í þrístökki og kúluvarpi þar sem hún sigraði einnig. Einar Daði tók þátt í langstökki en hann var einnig í sigursveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi og sigraði í stangarstökki, svo nokkur dæmi séu nefnd um kempur dagsins. Nokkur óheppni hefur gert það að verkum að FH-ingar hafa misst nokkuð mörg stig, sérstaklega í karlakeppninni, t.d. fengu þeir engin stig í stangarstökki karla, en keppandi þeirra felldi byrjunarhæð sína. Þá féll keppandi þeirra um síðustu grindina í 400 m grindarhlaupi og missti a.m.k. 3 stig til viðbótar þar. Þeir voru ekki þeir einu sem urðu fyrir skakkaföllum, því keppandi Norðlendinga var dæmdur úr leik í 100 m hlaupi karla fyrir að hafa brugðist of skjótt við. Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Sjá meira
ÍR leiðir bæði stigakeppni karla og kvenna eftir fyrri dag í Bikarkeppni FRÍ, sem fram fer á Akureyri nú um helgina. Í karlaflokki er ÍR með 52 stig eða níu stigum meira en FH sem er í öðru sæti. Í kvennakeppninni er minni munur á efstu liðum en þar er forskot ÍR-inga fjögur stig, 43 stig á móti39 stigum FH-inga. Eftir fyrri keppnisdag Bikarkeppninnar er ÍR samanlagt með 95 stig, eða 13 stiga forskot á FH sem hefur 82 stig. Norðlendingar eru í þriðja sæti eftir fyrri dag með 73,5 stig, HSK í því fjórða með 66,5 og Breiðablik með 59 stig. Mikil og spennandi keppni var í langstökki karla milli þeirra Kristins Torfasonar FH, Einars Daða Lárussonar ÍR og Þorsteins Ingvarsson sem keppir fyrir Norðurland. Lengsta stökk Kristins var 7,29 cm, eða 2 cm lengra en besta stökk Einars Daða, en Þorsteinn var þarna skammt á eftir með 7,20 m og munaði því ekki nema um 9 cm á milli þeirra þriggja. Nokkrir keppendur hafa látið til sín taka í bikarnum fyrir sín lið og hafa keppt í tveimur til þremur greinum í dag. Aníta Hinriksdóttir ÍR hljóp bæði 400 m grindarhlaup og 400 m hlaup í dag og náði samtals sjö stigum fyrir sitt félag í þessum greinum. Fjóla Signý Hannesdóttir HSK vann 400 m grindarhlaupið, tók þriðja sætið í þrístökki því sem næst á sama tíma og annað sætið í hástökki. Trausti Stefánsson FH hljóp bæði 100 og 400 m hlaup fyrir FH auk þess sem hann tók einn sprettinn í 4x100m boðhlaupi, en hann er nýstiginn upp úr veikindum. Ásamt því að sigra í hástökki keppti Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH í þrístökki og kúluvarpi þar sem hún sigraði einnig. Einar Daði tók þátt í langstökki en hann var einnig í sigursveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi og sigraði í stangarstökki, svo nokkur dæmi séu nefnd um kempur dagsins. Nokkur óheppni hefur gert það að verkum að FH-ingar hafa misst nokkuð mörg stig, sérstaklega í karlakeppninni, t.d. fengu þeir engin stig í stangarstökki karla, en keppandi þeirra felldi byrjunarhæð sína. Þá féll keppandi þeirra um síðustu grindina í 400 m grindarhlaupi og missti a.m.k. 3 stig til viðbótar þar. Þeir voru ekki þeir einu sem urðu fyrir skakkaföllum, því keppandi Norðlendinga var dæmdur úr leik í 100 m hlaupi karla fyrir að hafa brugðist of skjótt við.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Sjá meira