Er voðalega íslensk í mér 22. ágúst 2012 21:00 Sækir innblástur í íslensk ljóð á vænlegri plötu sinni. Tónlistarkonan Elíza Newman leggur þessa dagana lokahönd á sína þriðju sólóplötu sem kemur út á Íslandi í haust. Elíza syngur á íslensku á plötunni en það er í fyrsta sinn síðan hún var í Kolrössu krókríðandi sem hún gefur út plötu með íslenskum textum. Heimþrá til Íslands var kveikjan að því að hún fór að syngja á íslensku á nýjan leik. "Ég komst ekki heim til Íslands í fyrra og fékk mikla heimþrá. Til að svala henni fór ég að lesa Laxness og íslensk ljóð. Daginn sem ég fór að blaða í Íslensku ljóðasafni sem ég erfði eftir móður mína samdi ég tíu lög held ég við ljóð íslenskra skálda og raunar munu þrjú þeirra rata á plötuna," segir Elíza sem meðal annars flutti lag sitt við ljóðið Heimþrá eftir Jóhann Sigurjónsson á tónleikum á Eyrarbakka síðustu helgi við góðar undirtektir. "Ljóðin komu mér af stað í því að syngja á íslensku aftur og í kjölfarið fór ég að semja á íslensku í fyrsta sinn í mörg ár, fann tungumálið aftur ef svo má segja." Fyrsta lagið af plötunni er þegar komið í spilun, það heitir Stjörnuryk og hefur notið töluverðra vinsælda í sumar. Þess má svo geta að Elíza stefnir á að ensk útgáfa plötunnar komi út í byrjun næsta árs. Elíza er búsett í London, en hún flutti þangað árið 2009. "Ég bjó líka í London á árunum 1999 til 2006. Þá kom ég heim og fór í kennaranám í Listaháskólanum. Ég flutti svo aftur út og fór í meistaranám í kennslufræðum tónlistar með sálfræðiívafi. Síðan ég lauk því þá hef ég unnið sem tónlistarkennari í skóla fyrir unglinga sem hafa lent í útistöðum í lífinu." Samhliða kennslu vinnur Elíza við lagasmíðar fyrir aðra en hún skrifaði nýverið undir höfundarréttarsamning við Wixen music og má þess geta að lag hennar I Wonder mun hljóma í ástralska þættinum Winners and Losers. Spurð hvort hún stefni á að flytja aftur heim til Íslands segir Elíza að hún væri mjög til í það. "Ég er voðalega íslensk í mér og væri mjög til í að flytja heim ef ég fengi tækifæri til þess." Elíza leikur lög af plötunni á Melodica Acoustic Festival-hátíðinni sem haldin verður í Reykjavík næstu helgi. "Það er mjög gott að leika lögin fyrir aðra þegar platan er svona langt komin í vinnslu, það myndast viss orka þegar leikið er fyrir áheyrendur sem hjálpar mér að taka lokaákvarðanir um útgáfur laganna sem ég held að ég ætli að halda sem einföldustum." Gísli Kristjánsson tónlistarmaður og upptökustjóri leikur með henni en upplýsingar um tónleikatíma má fá á síðunni Melodicafestival.org.sigridur@frettabladid.is Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarkonan Elíza Newman leggur þessa dagana lokahönd á sína þriðju sólóplötu sem kemur út á Íslandi í haust. Elíza syngur á íslensku á plötunni en það er í fyrsta sinn síðan hún var í Kolrössu krókríðandi sem hún gefur út plötu með íslenskum textum. Heimþrá til Íslands var kveikjan að því að hún fór að syngja á íslensku á nýjan leik. "Ég komst ekki heim til Íslands í fyrra og fékk mikla heimþrá. Til að svala henni fór ég að lesa Laxness og íslensk ljóð. Daginn sem ég fór að blaða í Íslensku ljóðasafni sem ég erfði eftir móður mína samdi ég tíu lög held ég við ljóð íslenskra skálda og raunar munu þrjú þeirra rata á plötuna," segir Elíza sem meðal annars flutti lag sitt við ljóðið Heimþrá eftir Jóhann Sigurjónsson á tónleikum á Eyrarbakka síðustu helgi við góðar undirtektir. "Ljóðin komu mér af stað í því að syngja á íslensku aftur og í kjölfarið fór ég að semja á íslensku í fyrsta sinn í mörg ár, fann tungumálið aftur ef svo má segja." Fyrsta lagið af plötunni er þegar komið í spilun, það heitir Stjörnuryk og hefur notið töluverðra vinsælda í sumar. Þess má svo geta að Elíza stefnir á að ensk útgáfa plötunnar komi út í byrjun næsta árs. Elíza er búsett í London, en hún flutti þangað árið 2009. "Ég bjó líka í London á árunum 1999 til 2006. Þá kom ég heim og fór í kennaranám í Listaháskólanum. Ég flutti svo aftur út og fór í meistaranám í kennslufræðum tónlistar með sálfræðiívafi. Síðan ég lauk því þá hef ég unnið sem tónlistarkennari í skóla fyrir unglinga sem hafa lent í útistöðum í lífinu." Samhliða kennslu vinnur Elíza við lagasmíðar fyrir aðra en hún skrifaði nýverið undir höfundarréttarsamning við Wixen music og má þess geta að lag hennar I Wonder mun hljóma í ástralska þættinum Winners and Losers. Spurð hvort hún stefni á að flytja aftur heim til Íslands segir Elíza að hún væri mjög til í það. "Ég er voðalega íslensk í mér og væri mjög til í að flytja heim ef ég fengi tækifæri til þess." Elíza leikur lög af plötunni á Melodica Acoustic Festival-hátíðinni sem haldin verður í Reykjavík næstu helgi. "Það er mjög gott að leika lögin fyrir aðra þegar platan er svona langt komin í vinnslu, það myndast viss orka þegar leikið er fyrir áheyrendur sem hjálpar mér að taka lokaákvarðanir um útgáfur laganna sem ég held að ég ætli að halda sem einföldustum." Gísli Kristjánsson tónlistarmaður og upptökustjóri leikur með henni en upplýsingar um tónleikatíma má fá á síðunni Melodicafestival.org.sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira