Fótbolti

Lagerbäck: Enginn njósnari á æfingu Norðmanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, gaf lítið fyrir spurningar norskra blaðamanna í morgun sem vildu vita hvort að hann ætlaði reyna að afla sér upplýsinga um æfingar norska liðsins.

KSÍ hélt blaðamannafund fyrir íslenska og norska fjölmiðlamenn á skrifstofu KSÍ í Laugardal í morgun en að honum loknum var norska landsliðið mætt á æfingu á Laugardalsvellinum.

„Ég hef ekki fengið nein fyrirmæli um að ég megi ekki fylgjast með æfingum norska liðsins," sagði Lagerbäck við spurningu norsks fjölmiðlamanns.

Frægt er þegar að norskir fjölmiðlar mynduðu Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, í stúkunni á Laugardalsvelli þegar að norska liðið æfði fyrir mikilvægan landsleik fyrir nokkrum árum siðan. Töldu þeir að Rúnar hefði verið að njósna fyrir íslenska landsliðið.

„Það verður enginn frá mér, svo ég viti, að fylgjast með æfingunni. Sjálfsagt komast starfsmenn KSÍ ekki hjá því að vera hér en ég mun ekki fá neinar upplýsingar frá æfingunni. Mér finnst þær hvort eð er óáhugaverðar. Drillo [Egil Olsen, þjálfari Noregs] mun ekki gefa upp neitt sérstakt um sína taktík á æfingunni, býst ég við."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×