Grátleg niðurstaða Birnis og Gísla Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 18:59 Birnir Snær byrjaði fyrir Halmstad í svekkjandi jafntefli í kvöld. @HalmstadsBK Íslendingaslagur og fallslagur var á dagskrá í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Halmstad hafði tapað sex leikjum í röð í deildinni fyrir leik dagsins við Gautaborg og sat í fallsæti með 21 stig, líkt og Kalmar sem var sæti ofar, í umspilssæti um fall. Gautaborg glímir einnig við falldrauginn en liðið var aðeins stigi fyrir ofan Halmstad fyrir leik kvöldsins. Kolbeinn Þórðarson byrjaði á miðju Gautaborgar og Birnir Snær Ingason byrjaði á vinstri kanti Halmstad og Gísli Eyjólfsson á þeim hægri. Markalaust var í hálfleik og var Gísla skipt af velli á 56. mínútu fyrir Fílabeinsstrendinginn Yannick Agnero. Sá kom Halmstad yfir á 78. mínútu leiksins og stefndi allt í langþráðan sigur Halmstad. Ramon Lundqvist kom hins vegar í veg fyrir það með jöfnunarmarki undir lok leiks fyrir heimamenn og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Leikirnir orðnir sjö í röð hjá Halmstad án sigurs en Gautaborg spilað fjóra í röð án þess að fagna sigri. Halmstad fer þó með stiginu upp fyrir Kalmar í umspilssæti um fall, það fjórtánda í deildinni af 16 en Gautaborg er sæti ofar með stigi meira í jafnri sænskri fallbaráttunni. Í sænsku kvennadeildinni kom hin 17 ára gamla Sigdís Eva Bárðardóttir, sem fór frá Víkingi til Norrköping í sumar, inn sem varamaður hjá liðinu gegn Djurgarden. Staðan var 2-1 fyrir Djurgarden þegar Sigdís kom af bekknum á 82. mínútu og með hennar hjálp tókst Norrköping að jafna og 2-2 úrslit leiksins. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 20 leiki, fimm á undan Djurgarden sem er sæti neðar. Sænski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Halmstad hafði tapað sex leikjum í röð í deildinni fyrir leik dagsins við Gautaborg og sat í fallsæti með 21 stig, líkt og Kalmar sem var sæti ofar, í umspilssæti um fall. Gautaborg glímir einnig við falldrauginn en liðið var aðeins stigi fyrir ofan Halmstad fyrir leik kvöldsins. Kolbeinn Þórðarson byrjaði á miðju Gautaborgar og Birnir Snær Ingason byrjaði á vinstri kanti Halmstad og Gísli Eyjólfsson á þeim hægri. Markalaust var í hálfleik og var Gísla skipt af velli á 56. mínútu fyrir Fílabeinsstrendinginn Yannick Agnero. Sá kom Halmstad yfir á 78. mínútu leiksins og stefndi allt í langþráðan sigur Halmstad. Ramon Lundqvist kom hins vegar í veg fyrir það með jöfnunarmarki undir lok leiks fyrir heimamenn og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Leikirnir orðnir sjö í röð hjá Halmstad án sigurs en Gautaborg spilað fjóra í röð án þess að fagna sigri. Halmstad fer þó með stiginu upp fyrir Kalmar í umspilssæti um fall, það fjórtánda í deildinni af 16 en Gautaborg er sæti ofar með stigi meira í jafnri sænskri fallbaráttunni. Í sænsku kvennadeildinni kom hin 17 ára gamla Sigdís Eva Bárðardóttir, sem fór frá Víkingi til Norrköping í sumar, inn sem varamaður hjá liðinu gegn Djurgarden. Staðan var 2-1 fyrir Djurgarden þegar Sigdís kom af bekknum á 82. mínútu og með hennar hjálp tókst Norrköping að jafna og 2-2 úrslit leiksins. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 20 leiki, fimm á undan Djurgarden sem er sæti neðar.
Sænski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira