"Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. september 2012 10:30 Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, fagnar nýjum varúðarreglum sem Seðlabankinn kynnti í síðustu viku og segir að ef slíkar reglur hefðu verið í gildi hefði þjóðin hugsanlega náð mýkri lendingu í efnahagshruninu. Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í nýjasta þætti Klinksins. Steingrímur fellst á það mat að reglur Seðlabankans sýni það mat bankans að krónan muni aldrei fljóta með sama hætti og áður. Fræðimenn í hagfræði hafa kallað eftir reglum svipuðum þeim sem Seðlabankinn hefur kynnt þegar höftunum verður aflétt, en lagaheimild vegna þeirra rennur út í lok árs 2013. „Mikið vildi ég að sumar þessara reglna hefðu verið við lýði árin fyrir hrunið því þá hefði kannski ekki farið jafn illa. Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist og hversu opnar áhætturnar voru hjá ýmsum aðilum. Það hefur bersýnilega sýnt sig að það er ekki mjög skynsamlegt að innlendir aðilar með tekjur í innlendri mynt skuldsetji sig stórlega í erlendum myntum og séu óvarðir fyrir áhættu í þeim efnum," segir Steingrímur. Í sérritinu Varúðarreglur eftir fjármagnshöft, þar sem Seðlabankinn lýsir þessum reglum, kemur fram að reglurnar eigi að takmarka gjaldeyrisáhættu í fjármálakerfinu og lausafjáráhættu í erlendum gjaldmiðlum, en einnig a samspil þessara reglna í raun takmarka möguleika bankanna til óhóflegs vaxtar. Á vef bankans segir að hefðu þær verið í gildi fyrir hrun „má leiða að því rök að áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu á íslenskt fjármálakerfi hefðu orðið minni." Steingrímur segist sérstaklega fagna þeirri afstöðu Seðlabankans að óska eftir tækjum til að tempra innflæði fjármagns. „Var það ekki það sem gerðist þegar jöklabréfin ruddust inn í hagkerfið og allir voru steinsofandi?" Steingrímur felst ekki á að tala megi um að nýjar varúðarreglur Seðlabankans feli í sér annars konar höft, eða áframhaldandi höft eftir að hinum eiginlegu gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt, en Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, lýsti því viðhorfi í pistli um helgina sem bar fyrisögnina „Höftin fá nýtt nafn." En hvað með regluna um frjálst flæði fjármagns, sem er ein af grunnstoðum EES-samningsins? Steingrímur segir að í ljósi reynslunnar verði Ísland að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að semja um undanþágu frá henni af einhverju tagi. Dóra Sif Tynes hdl. benti hins vegar á það í Klinkinu fyrr í sumar að það hefði verið reynt að semja um viðbætur við EES-samninginn, eða endurbætur á honum, án árangurs. Viðtalið við Steingrím í nýjasta þættinum af Klinkinu má nálgast hér. Á tímaskeiðinu 12:25-18:00 í viðtalinu fer Steingrímur yfir nýjar varúðarreglur Seðlabankans og álitaefni tengd gjaldeyrishöftum. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, fagnar nýjum varúðarreglum sem Seðlabankinn kynnti í síðustu viku og segir að ef slíkar reglur hefðu verið í gildi hefði þjóðin hugsanlega náð mýkri lendingu í efnahagshruninu. Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í nýjasta þætti Klinksins. Steingrímur fellst á það mat að reglur Seðlabankans sýni það mat bankans að krónan muni aldrei fljóta með sama hætti og áður. Fræðimenn í hagfræði hafa kallað eftir reglum svipuðum þeim sem Seðlabankinn hefur kynnt þegar höftunum verður aflétt, en lagaheimild vegna þeirra rennur út í lok árs 2013. „Mikið vildi ég að sumar þessara reglna hefðu verið við lýði árin fyrir hrunið því þá hefði kannski ekki farið jafn illa. Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist og hversu opnar áhætturnar voru hjá ýmsum aðilum. Það hefur bersýnilega sýnt sig að það er ekki mjög skynsamlegt að innlendir aðilar með tekjur í innlendri mynt skuldsetji sig stórlega í erlendum myntum og séu óvarðir fyrir áhættu í þeim efnum," segir Steingrímur. Í sérritinu Varúðarreglur eftir fjármagnshöft, þar sem Seðlabankinn lýsir þessum reglum, kemur fram að reglurnar eigi að takmarka gjaldeyrisáhættu í fjármálakerfinu og lausafjáráhættu í erlendum gjaldmiðlum, en einnig a samspil þessara reglna í raun takmarka möguleika bankanna til óhóflegs vaxtar. Á vef bankans segir að hefðu þær verið í gildi fyrir hrun „má leiða að því rök að áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu á íslenskt fjármálakerfi hefðu orðið minni." Steingrímur segist sérstaklega fagna þeirri afstöðu Seðlabankans að óska eftir tækjum til að tempra innflæði fjármagns. „Var það ekki það sem gerðist þegar jöklabréfin ruddust inn í hagkerfið og allir voru steinsofandi?" Steingrímur felst ekki á að tala megi um að nýjar varúðarreglur Seðlabankans feli í sér annars konar höft, eða áframhaldandi höft eftir að hinum eiginlegu gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt, en Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, lýsti því viðhorfi í pistli um helgina sem bar fyrisögnina „Höftin fá nýtt nafn." En hvað með regluna um frjálst flæði fjármagns, sem er ein af grunnstoðum EES-samningsins? Steingrímur segir að í ljósi reynslunnar verði Ísland að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að semja um undanþágu frá henni af einhverju tagi. Dóra Sif Tynes hdl. benti hins vegar á það í Klinkinu fyrr í sumar að það hefði verið reynt að semja um viðbætur við EES-samninginn, eða endurbætur á honum, án árangurs. Viðtalið við Steingrím í nýjasta þættinum af Klinkinu má nálgast hér. Á tímaskeiðinu 12:25-18:00 í viðtalinu fer Steingrímur yfir nýjar varúðarreglur Seðlabankans og álitaefni tengd gjaldeyrishöftum. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira