Handbolti

Mikkel Hansen fær 77 milljónir á ári

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hansen ásamt krónprins Dana á Ólympíuleikunum í London.
Hansen ásamt krónprins Dana á Ólympíuleikunum í London. Nordic Photos / AFP
Einn besti handboltamaður heims, Mikkel Hansen, er ekki á neinum sultarlaunum hjá nýríka félaginu Paris Handball.

Félagið er fjármagnað af auðugum Köturum og hefur fengið til liðs við sig marga öfluga handboltamenn í sumar. Meðal þeirra má nefna Didier Dinart, Marko Kopljar, Mladen Bojinovic og Samuel Honrubia, Ásgeir Örn Hallgrímson og Róbert Gunnarsson.

Félagið er sagt fá 1,2 milljarð króna á ári til að reka félagið og að Hansen fái 77 milljónir í árslaun samkvæmt fjögurra ára samningi sem hann skrifaði undir í sumar.

Orðrómur hefur verið á kreiki að eigendur félagsins verði fljótir að gefast upp ef illa gengur í upphafi.

„Katararnir hafa gert það alveg ljóst að þeir líta á þetta sem langtímaverkefni. Besta sönnun þess er að Hansen skrifaði undir fjögurra ára samning."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×