Franska ekkjan, sæljónið og kreppubarðir Íslendingar Skarphéðinn Guðmundsson skrifar 28. september 2012 09:47 Anna á tvo drengi sem hún elur upp sjálf. Hún vill hins vegar fara frá Íslandi því henni finnst of kalt og ekki nógu mikil sól hérna. En til þess að geta farið þarf hún hins vegar að selja fyrirtækið sitt. Nokkrar sögur fléttast svo saman. Sólveig Anspach hefur á farsælum og fjölbreyttum ferli sýnt að hún hefur gott lag á ljúfsáru, tilfinningasömu og gráglettnu gríni. Frásagnarháttur hennar er oftar en ekki frjálslegur, sveimkenndur og absúrdískur á köflum. Karakterar óútreiknanlegir og uppátækjasamir en alltaf uppteknir af því að lifa lífinu og njóta þess sem það hefur upp á að bjóða, hversu fábrotið sem það kann stundum að vera. Þetta er bóhemísk og hippaleg sýn og býsna hressandi sem slík. Þessi voru einkenni "íslensku" myndar hennar Skrapp út og hér má segja að hún haldi áfram sem frá var horfið, því ljóðskáldið Anna (Didda) er aftur mætt til leiks, nú komin til Frakklands. Ólíkindatólið sem hún er þá er Anna að sjálfsögðu búin að koma sér í bobba, er strandaglópur ásamt Úlfi syni sínum (Úlfur) því íslenska flugfélagið er farið á hausinn og kreppan í algleymingi heima á Íslandi. Hún hittir fyrir unga syrgjandi ekkju og sníkir hjá henni gistingu. Takast með þeim góð kynni og kemur á daginn að þessir skrautlegu Íslendingar, nágrannarnir og lítið krúttlegt sæljón, voru nákvæmlega það sem ekkjan þurfti á að halda til að vinna úr sorginni og koma lífi sínu aftur í rétt horf. Það leynir sér ekki hversu gaman Sólveig hefur hér að því að leika með og bera saman ólík þjóðareinkenni Frakka og Íslendinga og kryfja kannski um leið sinn eigin persónuleika, verandi íslenskur Parísarbúi. Þótt myndin sé á köflum æði hæggeng og sundurleit þá er hún alltaf þægileg áhorfs og áreynslulaus, með velvilja og jákvæða strauma að leiðarljósi. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Anna á tvo drengi sem hún elur upp sjálf. Hún vill hins vegar fara frá Íslandi því henni finnst of kalt og ekki nógu mikil sól hérna. En til þess að geta farið þarf hún hins vegar að selja fyrirtækið sitt. Nokkrar sögur fléttast svo saman. Sólveig Anspach hefur á farsælum og fjölbreyttum ferli sýnt að hún hefur gott lag á ljúfsáru, tilfinningasömu og gráglettnu gríni. Frásagnarháttur hennar er oftar en ekki frjálslegur, sveimkenndur og absúrdískur á köflum. Karakterar óútreiknanlegir og uppátækjasamir en alltaf uppteknir af því að lifa lífinu og njóta þess sem það hefur upp á að bjóða, hversu fábrotið sem það kann stundum að vera. Þetta er bóhemísk og hippaleg sýn og býsna hressandi sem slík. Þessi voru einkenni "íslensku" myndar hennar Skrapp út og hér má segja að hún haldi áfram sem frá var horfið, því ljóðskáldið Anna (Didda) er aftur mætt til leiks, nú komin til Frakklands. Ólíkindatólið sem hún er þá er Anna að sjálfsögðu búin að koma sér í bobba, er strandaglópur ásamt Úlfi syni sínum (Úlfur) því íslenska flugfélagið er farið á hausinn og kreppan í algleymingi heima á Íslandi. Hún hittir fyrir unga syrgjandi ekkju og sníkir hjá henni gistingu. Takast með þeim góð kynni og kemur á daginn að þessir skrautlegu Íslendingar, nágrannarnir og lítið krúttlegt sæljón, voru nákvæmlega það sem ekkjan þurfti á að halda til að vinna úr sorginni og koma lífi sínu aftur í rétt horf. Það leynir sér ekki hversu gaman Sólveig hefur hér að því að leika með og bera saman ólík þjóðareinkenni Frakka og Íslendinga og kryfja kannski um leið sinn eigin persónuleika, verandi íslenskur Parísarbúi. Þótt myndin sé á köflum æði hæggeng og sundurleit þá er hún alltaf þægileg áhorfs og áreynslulaus, með velvilja og jákvæða strauma að leiðarljósi.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira