Viðskipti erlent

Loksins íslenskt lyklaborð á Apple græjunum

BBI skrifar
Nýja stýrikerfið iOS 6 frá Apple skartar mörgum nýjungum. Ein þeirra er alvörunni íslenskt lyklaborð með stafina Æ, Þ, Ð og Ö sýnilega.

Hingað til hefur verið hægt að skrifa stafina á iPhone og iPad en til þess hefur þurft að halda niðri öðrum stöfum. Þannig hefur t.d. Ð ekki birst nema maður haldi niðri D. Nú eru allir stafirnir sýnilegir öllum stundum á lyklaborðunum.

„Hvort þessi viðbót selji marga iPhone 5 síma er erfitt að spá en þetta eru mikil framför, sérstaklega á iPad," segir á tækniblogginu Símon.is en þar eru einnig nánari upplýsingar um hvernig maður virkjar íslenska lyklaborðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×