Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 93-90 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Grafarvogi skrifar 7. október 2012 19:01 mynd/daníel Fjölnir skellti KR 93-90 í fyrstu umferð Dominos deildar karla í körfubolta í Grafarvogi í kvöld. Mikil barátta og dugnaður lagði grunninn að sigrinum en lið KR virkar ekki í formi og langt í land miðað við leikinn í kvöld. Það var jafnt á öllum tölum framan af leik. KR var þremur stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta 25-22 og Fjölnir var tveimur stigum yfir í hálfleik 49-47. KR mætti mjög ákveðið til leiks í þriðja leikhluta og virtist vera með leikinn í hendi sér þegar aðeins 10 mínútur voru til leikslok. Fjölnir hóf fjórða leikhluta á 15-2 sprett og náði sex stiga forystu KR náði að aldrei að vinna upp og að lokum var sanngjarn þriggja stiga sigur Fjölnis staðreynd. Heimamenn gáfust aldrei, lögðu sig alla fram og uppskáru eftir því á sama tíma og KR gaf eftir í fjórða leikhluta. KR liðið virkaði í lélegu formi en var engu að síður ekki langt frá því að fá eitthvað út úr leiknum. Christopher Matthews fór mikinn hjá Fjölni, skoraði 30 stig auk þess að leiðbeina samherjum sínum þegar á þurfti. Matthews skoraði 30 stig og Árni Ragnarsson 19 auk þess að hirða 13 fráköst. Hjá KR var Brynjar Þór Björnsson stigahæstur með 24 stig, Martin Hermannsson skoraði 21 og Danero Thomas og Finnur Atli Magnússon 15 hvor. Hjalti: Uppskárum það sem við lögðum í þetta„Við lögðum okkur vel fram, þetta var dugnaðar sigur. Menn voru virkilega tilbúnir í þetta. Við vorum búnir að fara vel yfir KR-ingana fyrir leikinn og uppskárum það sem við lögðum í þetta. Við lentum í töluverðum villu vandræðum og menn eins og Árni voru allt í einu komnir í miðherjann," sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Fjölnis. „Það var virkilega gaman að sjá hvað menn eru tilbúnir að leggja á sig. „Menn vilja auðvitað vinna liðið sem er spáð toppsætinu en við vitum að við erum með betra lið en tíunda sætið," sagði Hjalti en Fjölni var spáð tíunda sætinu í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna deildarinnar en KR spáð titlinum. „Ég vissi að Matthews væri mikill leiðtogi. Það er helsta ástæðan fyrir því að ég tók hann. Ég viss að hann væri mikill skorari líka og gæti skotið en ég var lang hrifnastur af því að hann er mikill leiðtogi á velli. Það vantaði í liðið. „Markmiðið fyrir leikinn var að vinna leikinn og markmiðið okkar fyrir tímabilið er ekki tíunda sætið, það er örlítið ofar en það," sagði Hjalti að lokum. Helgi: Vorum bara lélegir„Við vorum mjög slakir, sérstaklega varnarlega. Við náðum bara tveimur æfingaleikjum fyrir mótið og í þeim var mikið um meiðsli og menn fjarverandi af ýmsum ástæðum og það sást í dag, við erum ekki á sömu blaðsíðu," sagði Helgi Már Magnússon þjálfari KR í leikslok. „Þeir voru mjög flottir. Maður veit alveg hvað Árni og þeir geta en þessir ungu strákar hjá Fjölni voru mjög flottir og sprækir og refsuðu okkur hvað eftir annað á loka mínútunum. „Við gerðum fullt af mistökum en aðallega hef ég áhyggjur af vörninni. Þeir skora 93 stig og það er ekki það sem við ætlum okkur í vetur. Við lögum þetta á næstu æfingu, það er ekki flóknara en það. „Við eigum eftir að tapa leikjum í vetur en við ætlum að vera mjög flottir þegar mótið klárast. „Svona er staðan og við þurfum að vinna úr þessu. Við Brynjar og Finnur komum seint úr landsliðinu, Kanamál tóku lengri tíma en við ætluðum svo voru meiðsli hjá mönnum þegar æfingaleikir voru en ég ætla ekki að nota það sem afsökun. Við vorum bara lélegir og Fjölnir var betra," sagði Helgi að lokum. Leik lokið: 93-9040. mínúta: 93-88. Nú duttu vítin niður. 18 sekúndur eftir.40. mínúta: 91-86. 32 sekúndur eftir.40. mínúta: 91-86. 40 sekúndur eftir og Fjölnir með boltann.39. mínúta: 91-85. Fjölnir að fara langt með þetta. Árni Ragnarsson með mikilvægt sniðskot.38. mínúta: 89-85. Þetta verður eitthvað á lokasprettinum. Taugar leikmanna þandar til hins ítrasta.37. mínúta: 87-80. Rosalegur þristur hjá Elvari Sigurðssyni.36. mínúta: 84-78. Heimamenn fljótir að svara og munurinn kominn í sex stig á ný.35. mínúta: 80-78. Tapaðir boltar og auðveldar körfur þýða að KR er komið inn í þetta á augabragði.35. mínúta: 80-74. 15-2. Ætlar Fjölnir að halda þetta út?35. mínúta: 78-74. Jæja, 13-2.34. mínúta: 78-73. Höldum áfram að telja. 13-1.34. mínúta: 76-73. Höfum það 11-1.33. mínúta: 74-73. Ótrúleg byrjun Fjölnis á fjórða leikhluta, 9-1.32. mínúta: 69-73. KR komið á blað í fjórða leikhluta.31. mínúta: 69-72. Fjölnir byrjar fjórða leikhlutann af krafti.Þriðja leikhluta lokið: 65-72. KR í þægilegri stöðu en þurfa að hafa varan á sér því Fjölnir gefst ekki svo glatt upp.29. mínúta: 63-72. Leikurinn fer fram á vítalínunni, þá er það helst KR sem fær slík.28. mínúta: 61-68. Það vill ekki mikið niður þessa stundina.27. mínúta: 61-66. Tæknivilla og fjögur skjót stig hjá Fjölni.27. mínúta: 57-66. KR með góða stöðu en Fjölnismenn eru baráttuglaðir og það heldur þeim inni í leiknum.25. mínúta: 57-64. Fimm "heppnisstig" hjá KR í röð. Það hjálpar að fá góð skopp á körfuhringnum. Brynjar Þór með öll þessi stig.24. mínúta: 54-58. Sóknarleikur KR hefur gegnið vel í upphafi seinni hálfleiks.23. mínúta: 51-56. Höfum það níu stig hjá KR í röð.23. mínúta: 51-54. Sjö KR stig í röð.22. mínúta: 51-51. KR ekki lengi að jafna. Svona á þetta eflaust eftir að vera allan seinni hálfleikinn, líkt og þann fyrri.21. mínúta: 51-47. Fjölnir skorar fyrstu körfu seinni hálfleiks.Hálfleikur: Barátta Fjölnis endurspeglast í því að liðið hefur tekið 23 fráköst gegn 16 fráköstum KR. KR hefur aftur á móti tekið 22 vítaskot gegn 13 vítaskotum FJölnis og munar um minna.Hálfleikur: Brynjar Þór Björnsson hefur skorað 12 stig fyrir KR. Finnur Atli Magnússon hefur skorað 10 stig og tekið fimm fráköst og Danero Thomas hefur skorað 9 stig auk þess aðh hafa tekið fimm fráköst.Hálfleikur: Christopher Matthews stigahæstur Fjölnis í hálfleik með 12 stig. Árni Ragnarsson hefur skoraði 10 og tekið 8 fráköst og Jón Sverrisson hefur skorað 9 stig og tekið 7 fráköst.Hálfleikur: 49-47. Fjölnir tveimur stigum yfir í hálfleik. Heimamenn baráttuglaðir og duglegir og hafa náð að stríða meistaraefnunum í KR svo um munar.20. mínúta: 47-47. Tvær sóknir eftir af fyrri hálfleik.19. mínúta: 45-45. Jafnt sem er viðeigandi miðað við gang leiksins.18. mínúta: 43-44. Liðin skiptast á að taka spretti.18. mínúta: 38-42. KR heldur að taka við sér.17. mínúta: 36-37. Matthews kominn með þrjár villur og sestur á bekkinn.16. mínúta: 36-33. Fjölnir er á undan, öfugt við fyrsta leikhluta.15. mínúta: 33-29. Það er mikið meiri ákefð í leik Fjölnis.14. mínúta: 29-27. Fyrstu stigin í tæplega 2 mínútur.13. mínúta: 27-27. Helgi Már kominn með þrjár villur og sestur á bekkinn.12. mínúta: 27-27. Þetta er jafnt og spennandi sem fyrr.11. mínúta: 24-25. Fjölnir skorar fyrstu stig annars leikhluta.Fyrsta leikhluta lokið: 22-25. Jafn og spennandi leikur en KR hefur verið á undan nánast allan tímann.10. mínúta: 22-23. KR á síðustu sókn fjórðungsins.9. mínúta: 21-23. Fjölnismenn hafa gert vel án Matthews.8. mínúta: 19-23. Frumkvæðið er KR-inga.7. mínúta: 17-20. KR-ingar fljótir að svara fyrir sig.6. mínúta: 15-14. Kanalausir skora Fjölnismenn fimm stig í röð.5. mínúta: 10-14. Matthews kominn með tvær villur. Slæm tíðindi fyrir Fjölni.4. mínúta: 8-10. Sóknarfrákst og karfa, KR komið yfir á ný.4. mínúta: 8-8. Það rignir þristum hér í upphafi. Thomas kominn á blað hjá KR.3. mínúta: 8-5. Matthews og Brynjar skiptast á þristum.2. mínúta: 5-2. Matthews með fimm stig í röð.1. mínúta: 0-2. Finnur Atli með fyrstu körfu leiksins fyrir KR.Fyrir leik: Einhver bið er á að leikurinn hefjist, það er verið að leita að góðum bolta.Fyrir leik: Það eru fimm mínútur til leiks og enn fremur fámennt í húsinu. Vonandi rætist úr mætingunni og fólk hrúgist inn rétt fyrir leik.Fyrir leik: Fjölnir mætir til leiks í nýjum búningum en liðið leikur nú í Henson búningum.Fyrir leik: Spennandi verður að fylgjast með því hvernig Helga Má Magnússyni tekst upp sem spilandi þjálfari KR. Helgi er að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari en honum til halds og trausts er Gunnar Sverrisson.Fyrir leik: Hér mætast lið sem er spáð ólíku gengi. Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna spá KR sigri í vetur en Fjölni er spáð tíunda sæti. Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Fjölnir skellti KR 93-90 í fyrstu umferð Dominos deildar karla í körfubolta í Grafarvogi í kvöld. Mikil barátta og dugnaður lagði grunninn að sigrinum en lið KR virkar ekki í formi og langt í land miðað við leikinn í kvöld. Það var jafnt á öllum tölum framan af leik. KR var þremur stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta 25-22 og Fjölnir var tveimur stigum yfir í hálfleik 49-47. KR mætti mjög ákveðið til leiks í þriðja leikhluta og virtist vera með leikinn í hendi sér þegar aðeins 10 mínútur voru til leikslok. Fjölnir hóf fjórða leikhluta á 15-2 sprett og náði sex stiga forystu KR náði að aldrei að vinna upp og að lokum var sanngjarn þriggja stiga sigur Fjölnis staðreynd. Heimamenn gáfust aldrei, lögðu sig alla fram og uppskáru eftir því á sama tíma og KR gaf eftir í fjórða leikhluta. KR liðið virkaði í lélegu formi en var engu að síður ekki langt frá því að fá eitthvað út úr leiknum. Christopher Matthews fór mikinn hjá Fjölni, skoraði 30 stig auk þess að leiðbeina samherjum sínum þegar á þurfti. Matthews skoraði 30 stig og Árni Ragnarsson 19 auk þess að hirða 13 fráköst. Hjá KR var Brynjar Þór Björnsson stigahæstur með 24 stig, Martin Hermannsson skoraði 21 og Danero Thomas og Finnur Atli Magnússon 15 hvor. Hjalti: Uppskárum það sem við lögðum í þetta„Við lögðum okkur vel fram, þetta var dugnaðar sigur. Menn voru virkilega tilbúnir í þetta. Við vorum búnir að fara vel yfir KR-ingana fyrir leikinn og uppskárum það sem við lögðum í þetta. Við lentum í töluverðum villu vandræðum og menn eins og Árni voru allt í einu komnir í miðherjann," sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Fjölnis. „Það var virkilega gaman að sjá hvað menn eru tilbúnir að leggja á sig. „Menn vilja auðvitað vinna liðið sem er spáð toppsætinu en við vitum að við erum með betra lið en tíunda sætið," sagði Hjalti en Fjölni var spáð tíunda sætinu í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna deildarinnar en KR spáð titlinum. „Ég vissi að Matthews væri mikill leiðtogi. Það er helsta ástæðan fyrir því að ég tók hann. Ég viss að hann væri mikill skorari líka og gæti skotið en ég var lang hrifnastur af því að hann er mikill leiðtogi á velli. Það vantaði í liðið. „Markmiðið fyrir leikinn var að vinna leikinn og markmiðið okkar fyrir tímabilið er ekki tíunda sætið, það er örlítið ofar en það," sagði Hjalti að lokum. Helgi: Vorum bara lélegir„Við vorum mjög slakir, sérstaklega varnarlega. Við náðum bara tveimur æfingaleikjum fyrir mótið og í þeim var mikið um meiðsli og menn fjarverandi af ýmsum ástæðum og það sást í dag, við erum ekki á sömu blaðsíðu," sagði Helgi Már Magnússon þjálfari KR í leikslok. „Þeir voru mjög flottir. Maður veit alveg hvað Árni og þeir geta en þessir ungu strákar hjá Fjölni voru mjög flottir og sprækir og refsuðu okkur hvað eftir annað á loka mínútunum. „Við gerðum fullt af mistökum en aðallega hef ég áhyggjur af vörninni. Þeir skora 93 stig og það er ekki það sem við ætlum okkur í vetur. Við lögum þetta á næstu æfingu, það er ekki flóknara en það. „Við eigum eftir að tapa leikjum í vetur en við ætlum að vera mjög flottir þegar mótið klárast. „Svona er staðan og við þurfum að vinna úr þessu. Við Brynjar og Finnur komum seint úr landsliðinu, Kanamál tóku lengri tíma en við ætluðum svo voru meiðsli hjá mönnum þegar æfingaleikir voru en ég ætla ekki að nota það sem afsökun. Við vorum bara lélegir og Fjölnir var betra," sagði Helgi að lokum. Leik lokið: 93-9040. mínúta: 93-88. Nú duttu vítin niður. 18 sekúndur eftir.40. mínúta: 91-86. 32 sekúndur eftir.40. mínúta: 91-86. 40 sekúndur eftir og Fjölnir með boltann.39. mínúta: 91-85. Fjölnir að fara langt með þetta. Árni Ragnarsson með mikilvægt sniðskot.38. mínúta: 89-85. Þetta verður eitthvað á lokasprettinum. Taugar leikmanna þandar til hins ítrasta.37. mínúta: 87-80. Rosalegur þristur hjá Elvari Sigurðssyni.36. mínúta: 84-78. Heimamenn fljótir að svara og munurinn kominn í sex stig á ný.35. mínúta: 80-78. Tapaðir boltar og auðveldar körfur þýða að KR er komið inn í þetta á augabragði.35. mínúta: 80-74. 15-2. Ætlar Fjölnir að halda þetta út?35. mínúta: 78-74. Jæja, 13-2.34. mínúta: 78-73. Höldum áfram að telja. 13-1.34. mínúta: 76-73. Höfum það 11-1.33. mínúta: 74-73. Ótrúleg byrjun Fjölnis á fjórða leikhluta, 9-1.32. mínúta: 69-73. KR komið á blað í fjórða leikhluta.31. mínúta: 69-72. Fjölnir byrjar fjórða leikhlutann af krafti.Þriðja leikhluta lokið: 65-72. KR í þægilegri stöðu en þurfa að hafa varan á sér því Fjölnir gefst ekki svo glatt upp.29. mínúta: 63-72. Leikurinn fer fram á vítalínunni, þá er það helst KR sem fær slík.28. mínúta: 61-68. Það vill ekki mikið niður þessa stundina.27. mínúta: 61-66. Tæknivilla og fjögur skjót stig hjá Fjölni.27. mínúta: 57-66. KR með góða stöðu en Fjölnismenn eru baráttuglaðir og það heldur þeim inni í leiknum.25. mínúta: 57-64. Fimm "heppnisstig" hjá KR í röð. Það hjálpar að fá góð skopp á körfuhringnum. Brynjar Þór með öll þessi stig.24. mínúta: 54-58. Sóknarleikur KR hefur gegnið vel í upphafi seinni hálfleiks.23. mínúta: 51-56. Höfum það níu stig hjá KR í röð.23. mínúta: 51-54. Sjö KR stig í röð.22. mínúta: 51-51. KR ekki lengi að jafna. Svona á þetta eflaust eftir að vera allan seinni hálfleikinn, líkt og þann fyrri.21. mínúta: 51-47. Fjölnir skorar fyrstu körfu seinni hálfleiks.Hálfleikur: Barátta Fjölnis endurspeglast í því að liðið hefur tekið 23 fráköst gegn 16 fráköstum KR. KR hefur aftur á móti tekið 22 vítaskot gegn 13 vítaskotum FJölnis og munar um minna.Hálfleikur: Brynjar Þór Björnsson hefur skorað 12 stig fyrir KR. Finnur Atli Magnússon hefur skorað 10 stig og tekið fimm fráköst og Danero Thomas hefur skorað 9 stig auk þess aðh hafa tekið fimm fráköst.Hálfleikur: Christopher Matthews stigahæstur Fjölnis í hálfleik með 12 stig. Árni Ragnarsson hefur skoraði 10 og tekið 8 fráköst og Jón Sverrisson hefur skorað 9 stig og tekið 7 fráköst.Hálfleikur: 49-47. Fjölnir tveimur stigum yfir í hálfleik. Heimamenn baráttuglaðir og duglegir og hafa náð að stríða meistaraefnunum í KR svo um munar.20. mínúta: 47-47. Tvær sóknir eftir af fyrri hálfleik.19. mínúta: 45-45. Jafnt sem er viðeigandi miðað við gang leiksins.18. mínúta: 43-44. Liðin skiptast á að taka spretti.18. mínúta: 38-42. KR heldur að taka við sér.17. mínúta: 36-37. Matthews kominn með þrjár villur og sestur á bekkinn.16. mínúta: 36-33. Fjölnir er á undan, öfugt við fyrsta leikhluta.15. mínúta: 33-29. Það er mikið meiri ákefð í leik Fjölnis.14. mínúta: 29-27. Fyrstu stigin í tæplega 2 mínútur.13. mínúta: 27-27. Helgi Már kominn með þrjár villur og sestur á bekkinn.12. mínúta: 27-27. Þetta er jafnt og spennandi sem fyrr.11. mínúta: 24-25. Fjölnir skorar fyrstu stig annars leikhluta.Fyrsta leikhluta lokið: 22-25. Jafn og spennandi leikur en KR hefur verið á undan nánast allan tímann.10. mínúta: 22-23. KR á síðustu sókn fjórðungsins.9. mínúta: 21-23. Fjölnismenn hafa gert vel án Matthews.8. mínúta: 19-23. Frumkvæðið er KR-inga.7. mínúta: 17-20. KR-ingar fljótir að svara fyrir sig.6. mínúta: 15-14. Kanalausir skora Fjölnismenn fimm stig í röð.5. mínúta: 10-14. Matthews kominn með tvær villur. Slæm tíðindi fyrir Fjölni.4. mínúta: 8-10. Sóknarfrákst og karfa, KR komið yfir á ný.4. mínúta: 8-8. Það rignir þristum hér í upphafi. Thomas kominn á blað hjá KR.3. mínúta: 8-5. Matthews og Brynjar skiptast á þristum.2. mínúta: 5-2. Matthews með fimm stig í röð.1. mínúta: 0-2. Finnur Atli með fyrstu körfu leiksins fyrir KR.Fyrir leik: Einhver bið er á að leikurinn hefjist, það er verið að leita að góðum bolta.Fyrir leik: Það eru fimm mínútur til leiks og enn fremur fámennt í húsinu. Vonandi rætist úr mætingunni og fólk hrúgist inn rétt fyrir leik.Fyrir leik: Fjölnir mætir til leiks í nýjum búningum en liðið leikur nú í Henson búningum.Fyrir leik: Spennandi verður að fylgjast með því hvernig Helga Má Magnússyni tekst upp sem spilandi þjálfari KR. Helgi er að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari en honum til halds og trausts er Gunnar Sverrisson.Fyrir leik: Hér mætast lið sem er spáð ólíku gengi. Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna spá KR sigri í vetur en Fjölni er spáð tíunda sæti.
Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum