Handbolti

Guif á toppinn í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Óli Heimisson í leik með Haukum.
Heimir Óli Heimisson í leik með Haukum. Mynd/Anton
Guif frá Eskilstuna kom sér á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar að liðið vann átta marka sigur á Skövde, 35-27.

Kristján Andrésson er þjálfari Guif sem hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 18-14. Bróðir hans og fyrirliði, Haukur, skoraði tvö mörk fyrir Guif og Heimir Óli Heimisson tvö.

Guif er með níu stig af tíu mögulegum en Lugi og Hammarby koma næst með átta stig og eiga bæði leik til góða.

Í Noregi skoraði Sigurður Ari Stefánsson tvö mörk fyrir Elverum sem vann öruggan sigur á haugaland, 39-24. Liðið er á toppi deildarinnar með fimm stig að loknum þremur leikjum.

Þá skoraði Guðmundur Árni Ólafsson tvö mörk fyrir Bjerringbro/Silkeborg sem tapaði fyrir Álaborg á útivelli í kvöld, 27-20. Þetta var fyrsta tap Bjerringbro/Silkeborg á tímabilinu en Kolding er enn ósigrað á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×