Semur texta fyrir synina 3. október 2012 10:10 Ég hef alltaf staðið í því að yrkja, þetta er ekkert nýtt," segir Einar Georg Einarsson sem komist hefur í sviðsljósið undanfarið vegna textagerðar á plötum sona sinna Ásgeirs Trausta og Þorsteins í Hjálmum. Fyrsta plata þess fyrrnefnda, Dýrð í dauðaþögn, hefur slegið rækilega í gegn og trónað nokkrar vikur í röð á toppi Tónlistans. "Á sínum tíma gerði ég mikið af textum fyrir Óðin G. Þórarinsson og þjóðlagasveit sem kallaði sig Mýbit og fleiri. Árum saman var ég svo veislustjóri hjá ýmsum aðilum og flutti þá gjarnan frumsamið efni," segir Einar Georg og útskýrir aðspurður að sjálfur hafi hann ekkert gefið út af efni. "Nei, ekki enn. Ég var reyndar einhvern tímann búinn að taka saman efni í ljóðabók og ganga frá henni til útgáfu, en svo var ég bara ekkert ánægður með hana þannig að ég hætti við það." Við leit á Google kemur í ljós að Einar Georg var einn höfunda áramótaskaupsins í Sjónvarpinu 1979 en hann segir það þó alls ekki hafa verið einsdæmi. "Áður en það kom til hafði ég verið mjög mikið í útvarpinu og samið áramótaskaup þar ásamt Jónasi Jónassyni og fleirum í mörg ár. Það voru alveg fullkomin áramótaskaup þótt grínið sæist ekki og var löngu komin hefð fyrir því áður en sjónvarpið kom. Þeir héldu bara þessari hefð áfram." Einar Georg er íslenskukennari og hefur kennt víða um land, auk þess að vera skólastjóri á nokkrum stöðum. Hann býr nú á Laugarbakka í Miðfirði þar sem hann kenndi í sjö ár þar til hann lét af störfum fyrir þremur árum. Hefur hann einbeitt sér meira að yrkingunum síðan hann hætti að kenna? "Ég er mikið í því að skrifa og yrkja, en það fer bara ofan í skúffuna," segir hann og hlær við. "En ég stefni á að gefa út bók á næsta ári og hef undanfarið einbeitt mér að því að yrkja í hana." Spurður hvort synirnir Þorsteinn og Ásgeir Trausti hafi tónlistargáfuna frá pabba sínum telur Einar Georg aldrei gott að segja hvaðan fólk hafi hæfileika. "Ég hef auðvitað sungið eigið efni þegar ég hef verið veislustjóri og samið nokkur lög fyrir kóra, þannig að kannski á ég einhvern þátt í því hvaða braut þeir fetuðu." fridrikab@frettabladid.is Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Ég hef alltaf staðið í því að yrkja, þetta er ekkert nýtt," segir Einar Georg Einarsson sem komist hefur í sviðsljósið undanfarið vegna textagerðar á plötum sona sinna Ásgeirs Trausta og Þorsteins í Hjálmum. Fyrsta plata þess fyrrnefnda, Dýrð í dauðaþögn, hefur slegið rækilega í gegn og trónað nokkrar vikur í röð á toppi Tónlistans. "Á sínum tíma gerði ég mikið af textum fyrir Óðin G. Þórarinsson og þjóðlagasveit sem kallaði sig Mýbit og fleiri. Árum saman var ég svo veislustjóri hjá ýmsum aðilum og flutti þá gjarnan frumsamið efni," segir Einar Georg og útskýrir aðspurður að sjálfur hafi hann ekkert gefið út af efni. "Nei, ekki enn. Ég var reyndar einhvern tímann búinn að taka saman efni í ljóðabók og ganga frá henni til útgáfu, en svo var ég bara ekkert ánægður með hana þannig að ég hætti við það." Við leit á Google kemur í ljós að Einar Georg var einn höfunda áramótaskaupsins í Sjónvarpinu 1979 en hann segir það þó alls ekki hafa verið einsdæmi. "Áður en það kom til hafði ég verið mjög mikið í útvarpinu og samið áramótaskaup þar ásamt Jónasi Jónassyni og fleirum í mörg ár. Það voru alveg fullkomin áramótaskaup þótt grínið sæist ekki og var löngu komin hefð fyrir því áður en sjónvarpið kom. Þeir héldu bara þessari hefð áfram." Einar Georg er íslenskukennari og hefur kennt víða um land, auk þess að vera skólastjóri á nokkrum stöðum. Hann býr nú á Laugarbakka í Miðfirði þar sem hann kenndi í sjö ár þar til hann lét af störfum fyrir þremur árum. Hefur hann einbeitt sér meira að yrkingunum síðan hann hætti að kenna? "Ég er mikið í því að skrifa og yrkja, en það fer bara ofan í skúffuna," segir hann og hlær við. "En ég stefni á að gefa út bók á næsta ári og hef undanfarið einbeitt mér að því að yrkja í hana." Spurður hvort synirnir Þorsteinn og Ásgeir Trausti hafi tónlistargáfuna frá pabba sínum telur Einar Georg aldrei gott að segja hvaðan fólk hafi hæfileika. "Ég hef auðvitað sungið eigið efni þegar ég hef verið veislustjóri og samið nokkur lög fyrir kóra, þannig að kannski á ég einhvern þátt í því hvaða braut þeir fetuðu." fridrikab@frettabladid.is
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira