Sölvi og Tiny frumsýna fyrsta myndband Halleluwah 2. október 2012 14:01 Tvíeykið Halleluwah, þeir Sölvi Blöndal og Tiny, frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið K2R. Sölvi og Tiny, sem heitir réttu nafni Egill Ólafur Thorarensen, eru því komnir á fullt undir merkjum Halleluwah en nú eru einmitt um níu ár síðan þeir hófu fyrst samstarf undir merkjum Quarashi. Myndbandið er virkilega vel heppnað og smellpassar við hið grípandi K2R. Því er enda leikstýrt af þaulvönum tónlistarmyndbandaleikstjóra, hinum sænska Måns Nyman, sem hefur gert myndbönd fyrir nokkra af þekktari listamönnum Svía. Hægt er að skoða Vimeo-síðu hans hér. „Myndbandið var að öllu leyti tekið í Stokkhólmi, þar sem borgarmyndin spilar stórt hlutverk. Báðir meðlimir Halleluwah hafa um langt skeið verið búsettir í Svíþjóð. Svo langt gekk þetta að annar meðlima Halleluwah fékk viðurnefnið "Íslandshesturinn". Hann hefur gengið undir því nafni síðan. Leikstjóranum kynntust strákarnir við tökur á myndinni "Pyramiden" um lögreglumanninn knáa Wallander, þar sem annar af tvíeykinu hafði fengið aukahlutverk sem lík," segir í tilkynningu frá sveitinni. Það rímar ágætlega við nýja myndbandið eins og þeir sem horfa komast að undir lokin. Lagið K2R var gefið út í netútgáfu fyrir örfáum vikum. Um miðjan október er síðan fyrirhuguð útgáfa á tíu tommu (einnig með áföstum cd) sem mun innihalda lögin "K2R" á A-hlið, og "Whiplashes" á B-hlið.Hér er hægt að sjá myndbandið á YouTube. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tvíeykið Halleluwah, þeir Sölvi Blöndal og Tiny, frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið K2R. Sölvi og Tiny, sem heitir réttu nafni Egill Ólafur Thorarensen, eru því komnir á fullt undir merkjum Halleluwah en nú eru einmitt um níu ár síðan þeir hófu fyrst samstarf undir merkjum Quarashi. Myndbandið er virkilega vel heppnað og smellpassar við hið grípandi K2R. Því er enda leikstýrt af þaulvönum tónlistarmyndbandaleikstjóra, hinum sænska Måns Nyman, sem hefur gert myndbönd fyrir nokkra af þekktari listamönnum Svía. Hægt er að skoða Vimeo-síðu hans hér. „Myndbandið var að öllu leyti tekið í Stokkhólmi, þar sem borgarmyndin spilar stórt hlutverk. Báðir meðlimir Halleluwah hafa um langt skeið verið búsettir í Svíþjóð. Svo langt gekk þetta að annar meðlima Halleluwah fékk viðurnefnið "Íslandshesturinn". Hann hefur gengið undir því nafni síðan. Leikstjóranum kynntust strákarnir við tökur á myndinni "Pyramiden" um lögreglumanninn knáa Wallander, þar sem annar af tvíeykinu hafði fengið aukahlutverk sem lík," segir í tilkynningu frá sveitinni. Það rímar ágætlega við nýja myndbandið eins og þeir sem horfa komast að undir lokin. Lagið K2R var gefið út í netútgáfu fyrir örfáum vikum. Um miðjan október er síðan fyrirhuguð útgáfa á tíu tommu (einnig með áföstum cd) sem mun innihalda lögin "K2R" á A-hlið, og "Whiplashes" á B-hlið.Hér er hægt að sjá myndbandið á YouTube.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira