Viðskipti innlent

Sigmundur Davíð: Draumastjórnin er miðjustjórn

Magnús Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segist sannfærður um að það verði gott fyrir flokkinn, að hann bjóði fram krafta sína fyrir Norð-Austurkjördæmi í næstu þingkosningum. Hann segist opinn fyrir samstarfi til hægri og vinstri eftir kosningar.

Sigmundur Davíð er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál og viðskipti inn á viðskiptavef Vísis. Þar ræðir hann um efnahagsstefnu Framsóknarflokksins fyrir komandi þingkosningar í apríl á næsta ári.

Hann segist sannfærður um að það verði skynsamlegt fyrir flokkinn, til lengri tíma litið, að hann bjóði sig fram fyrir NA-kjördæmi, en ekki Reykjavík, eins og hann gerði árið 2009, en hann segist hafa fengið mikla hvatningu úr NA-kjördæmi þegar hann steig fram á hið pólitíska svið í upphafi.

Sigmundur Davíð segist viss um að það verði mögulegt að mynda miðjustjórn eftir næstu kosningar, en aðalatriðið í hans hugsa sé að horfa til þess hvernig stefna Framsóknarflokksins geti náð fram að ganga. Þar skipti ekki öllu máli hvort hún verði mynduð í samstarfi við hægriflokka eða vinstriflokka.

Sjá má nýjasta þátt Klinksins hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×