Heimsótti heimili goðsins 16. október 2012 11:03 Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er nýkominn heim frá borginni Seattle þar sem hann tók þátt í tónlistarviðburðinum Reykjavík Calling. Auk hans komu þar fram Apparat Organ Quartet og Sudden Weather Change, ásamt heimasveitinni The Redwood Plan. Ásgeir Trausti notaði ferðina vel því hann fór einnig í viðtöl á útvarpsstöðinni KEXP og sjónvarpsstöðinni King 5 og tók lagið fyrir bandaríska hlustendur. Hægt er að hlusta á flutning Ásgeirs Trausta hjá KEXP með því að smella hér. Komið hefur fram að hinn sálugi Kurt Cobain úr hljómsveitinni Nirvana var í guðatölu hjá Ásgeiri Trausta þegar hann var að fikra sig áfram í tónlistinni á sínum yngri árum. Að sjálfsögðu nýtti hann tækifærið og skoðaði húsið þar sem rokkarinn bjó áður en hann lést 1994. Fyrsta plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, hefur rokið út síðan hún kom út fyrir rúmum mánuði. Hún hefur selst í um fimm þúsund eintökum en stutt er síðan Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu, spáði því í samtali við Fréttablaðið að platan færi yfir tíu þúsund eintaka múrinn fyrir jólin. Það virðist ætla að ganga eftir og rúmlega það. Hér fyrir ofan má sjá nýtt myndband þar sem Ásgeir Trausti flytur lagið Hljóða nótt. Fram undan hjá honum eru tónleikar með Snorra Helga á Græna hattinum 19. október. Í janúar heldur hann svo til Hollands þar sem hann spilar á bransahátíðinni Eurosonic. - fb Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er nýkominn heim frá borginni Seattle þar sem hann tók þátt í tónlistarviðburðinum Reykjavík Calling. Auk hans komu þar fram Apparat Organ Quartet og Sudden Weather Change, ásamt heimasveitinni The Redwood Plan. Ásgeir Trausti notaði ferðina vel því hann fór einnig í viðtöl á útvarpsstöðinni KEXP og sjónvarpsstöðinni King 5 og tók lagið fyrir bandaríska hlustendur. Hægt er að hlusta á flutning Ásgeirs Trausta hjá KEXP með því að smella hér. Komið hefur fram að hinn sálugi Kurt Cobain úr hljómsveitinni Nirvana var í guðatölu hjá Ásgeiri Trausta þegar hann var að fikra sig áfram í tónlistinni á sínum yngri árum. Að sjálfsögðu nýtti hann tækifærið og skoðaði húsið þar sem rokkarinn bjó áður en hann lést 1994. Fyrsta plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, hefur rokið út síðan hún kom út fyrir rúmum mánuði. Hún hefur selst í um fimm þúsund eintökum en stutt er síðan Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu, spáði því í samtali við Fréttablaðið að platan færi yfir tíu þúsund eintaka múrinn fyrir jólin. Það virðist ætla að ganga eftir og rúmlega það. Hér fyrir ofan má sjá nýtt myndband þar sem Ásgeir Trausti flytur lagið Hljóða nótt. Fram undan hjá honum eru tónleikar með Snorra Helga á Græna hattinum 19. október. Í janúar heldur hann svo til Hollands þar sem hann spilar á bransahátíðinni Eurosonic. - fb
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“