Fótbolti

Alfreð: Stefnum á þrjú stig eins og við gerum alltaf

Alfreð Finnbogason sem hefur skorað mikið með félagsliði sínu Heerenveen í Hollandi og hann skoraði gegn Noregi í 2-0 sigri Íslands á Laugardalsvelli í fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni HM. Ísland mætir liði Sviss á Laugardalsvelli á morgun en Sviss er í efsta sæti riðilsins með 7 stig en Íslands er þar á eftir með 6 stig. Alfreð telur að leikurinn gegn Sviss verði sá erfiðasti fram til þessa í riðlakeppninni.

„Við getum gert okkar besta, það er það eina sem við getum gert. Við stefnum á að fá þrjú stig eins og við gerum alltaf. Þetta verður erfiðasti leikurinn í riðlinum, Sviss er með bestu leikmennina, og eru númer 15 á heimslistanum. En við erum með liðsheildina og ef við fáum stuðninginn getum við gert ótrúlega hluti," segir Alfreð Finnbogason sem hefur skorað mikið með félagsliði sínu Heerenveen í Hollandi og hann skoraði gegn Noregi í 2-0 sigri Íslands á Laugardalsvelli í fyrsta heimaleik Íslands í þessari keppni. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir að lofa mörkum en ég ætla að reyna að lofa sigri," sagði Alfreð í viðtali við Arnar Björnsson íþróttafréttamann Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×