Tölvuleikjaiðnaðurinn vex gríðarlega hratt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. október 2012 19:16 Á meðan óvissa ríkir um heimsbúskapinn hefur umfang tölvuleikjaiðnaðarins haldið áfram að vaxa. Þessi tiltölulega nýi iðnaður er þó síbreytilegur og tilkoma spjaldtölvunnar og snjallsímans hefur gjörbreytt landslagi tölvuleikjanna. Einna helst eru það tólf fyrirtæki sem hafa látið að sér kveða í þróun tölvuleikja hér á landi. Frá árinu 2009 hefur heildarvelta þessara fyrirtækja aukist jafnt og þétt, frá tæplega sjö milljörðum í tæpa tíu milljarða á síðasta ári. Gert er ráð fyrir árlegum vexti tölvuleikjaiðnaðarins upp á 7,2 prósent. Þannig má gera ráð fyrir heildarveltu upp á tæpa tíu og hálfan milljarða í ár. Spjaldtölvan hefur sannarlega bylt tölvuleikjaiðnaðinum og einblínir nú stór hluti íslenskra leikjafyrirtækja á þessa nýjung. Umboðsaðili Apple hér á landi, Epli.is, áætlar að um tíu þúsund iPad spjaldtölvur hafi selst á Íslandi. Þá er gert ráð fyrir að leikjaspilun á spjaldtölvum og snjallsímum muni taka fram úr hefðbundnum borðtölvum á næsta ári. „Þetta er ungur iðnaður. Hann er ekki nema þrjátíu ára gamall. Og það eru átta ár síðan hann varð stærri en Hollywood. Hann er enn að vaxa, í tekjum, fjölda spilarar, í hvað stærð sem þú leggur niður," segir Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic. Á mánudaginn munu íslenskir tölvuleikjaframleiðendur síðan taka höndum saman við félaga sína á Norðurlöndum en samnorræn samtök leikjaframleiðenda verða þá stofnuð. Um 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum. Árleg velta þeirra er um 57 milljarðar íslenskra króna. Íslenski leikjaframleiðandinn CCP er á meðal stærstu fyrirtækja hinum norræna markaði. Árstekjur fyrirtækisins á síðasta ári námu átta milljörðum íslenskra króna. „Hvað varðar einstaklingana og hugvitið sem er að vera til, þá eru framtíðarhorfurnar bjartar svo er þetta meiraspurning um hvorg að viðgetum skapað þannig umhverfi að halda í fólk og skapa nýtt vinnuafl," segir Jónas. Tækni Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Á meðan óvissa ríkir um heimsbúskapinn hefur umfang tölvuleikjaiðnaðarins haldið áfram að vaxa. Þessi tiltölulega nýi iðnaður er þó síbreytilegur og tilkoma spjaldtölvunnar og snjallsímans hefur gjörbreytt landslagi tölvuleikjanna. Einna helst eru það tólf fyrirtæki sem hafa látið að sér kveða í þróun tölvuleikja hér á landi. Frá árinu 2009 hefur heildarvelta þessara fyrirtækja aukist jafnt og þétt, frá tæplega sjö milljörðum í tæpa tíu milljarða á síðasta ári. Gert er ráð fyrir árlegum vexti tölvuleikjaiðnaðarins upp á 7,2 prósent. Þannig má gera ráð fyrir heildarveltu upp á tæpa tíu og hálfan milljarða í ár. Spjaldtölvan hefur sannarlega bylt tölvuleikjaiðnaðinum og einblínir nú stór hluti íslenskra leikjafyrirtækja á þessa nýjung. Umboðsaðili Apple hér á landi, Epli.is, áætlar að um tíu þúsund iPad spjaldtölvur hafi selst á Íslandi. Þá er gert ráð fyrir að leikjaspilun á spjaldtölvum og snjallsímum muni taka fram úr hefðbundnum borðtölvum á næsta ári. „Þetta er ungur iðnaður. Hann er ekki nema þrjátíu ára gamall. Og það eru átta ár síðan hann varð stærri en Hollywood. Hann er enn að vaxa, í tekjum, fjölda spilarar, í hvað stærð sem þú leggur niður," segir Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic. Á mánudaginn munu íslenskir tölvuleikjaframleiðendur síðan taka höndum saman við félaga sína á Norðurlöndum en samnorræn samtök leikjaframleiðenda verða þá stofnuð. Um 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum. Árleg velta þeirra er um 57 milljarðar íslenskra króna. Íslenski leikjaframleiðandinn CCP er á meðal stærstu fyrirtækja hinum norræna markaði. Árstekjur fyrirtækisins á síðasta ári námu átta milljörðum íslenskra króna. „Hvað varðar einstaklingana og hugvitið sem er að vera til, þá eru framtíðarhorfurnar bjartar svo er þetta meiraspurning um hvorg að viðgetum skapað þannig umhverfi að halda í fólk og skapa nýtt vinnuafl," segir Jónas.
Tækni Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira