Hvar er glæpurinn? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. október 2012 10:51 Ár kattarins Árni Þórarinsson JPV-útgáfa Ár kattarins er áttunda bók Árna Þórarinssonar um blaðamanninn Einar sem vinnur á Síðdegisblaðinu og flækist inn í glæpamál af öllum toga. Hún er þráðbeint framhald af Morgunengli, sem kom út 2010, og tekur upp þráðinn að því er virðist örfáum dögum eftir að Morgunengli lýkur. Einar er kominn aftur í borgina eftir vertíð á Akureyri, býr í sínum kjallara í Þingholtunum enn edrú og enn í veseni með kvenfólkið í lífi sínu. Nú bregður þó svo við að honum taka að berast klámfengin sms-skilaboð frá karlmanni, hann flækist inn í dauða homma og lesbíu sem í fyrstu virðist sameiginlegt sjálfsmorð og skikkar Sigurbjörgu samstarfskonu sína, sem er nýjasta konan í lífi hans, til að kanna bakgrunn árásar í biðröð við skemmtistað. Á sama tíma eru sviptingar á Síðdegisblaðinu þar sem barist er um eignarhald og ofan á allt saman flækist hann inn í átök um formannssæti í Jafnaðarbandalaginu, þar sem hver skandallinn eftir annan skýtur upp kollinum. Það er ekki auðlifað hjá honum Einsa. Árni er óragur við að velta upp þeim vandamálum sem hæst ber í samtímanum á hverjum tíma og Ár kattarins er engin undantekning frá þeirri reglu. Hér er skotið föstum skotum á spillingu í stjórnmálaflokkum, óhreint eignarhald á fjölmiðlum, yfirborðslega umfjöllun um ofbeldið í miðbænum, hómófóbíu og slúðurmiðla. Að vanda tengist meginglæpur sögunnar einnig þjóðsögulegu efni og skorturinn á einkalífi á tímum tækniundra kemur líka við sögu. Einar virðist sjálfur hafa gengið í endurnýjun lífdaga, virkar ekki lengur á skjön við samtímann og nátttröllin á ritstjórn Síðdegisblaðsins, þeir Hannes, Ásbjörn og Hermann, verða hér nánast mannlegir og tala ekki lengur í eintómum úr sér gengnum klisjum, þótt vissulega eimi eftir af þeim karaktereinkennum. Sumum mun jafnvel þykja hér of langt gengið í skothríðinni, það er að minnsta kosti dálítið nærri höggvið að krónprinsinn í formannsslag Jafnaðarbandalagsins skuli heita Smári Páll Kárason, svo dæmi sé tekið. Sagan er vel fléttuð og Árni hefur fullt vald á öllum þeim boltum sem hann fleygir á loft. Spennan liggur fyrst og fremst í samskiptum persónanna, lesandinn brennur ekkert í skinninu að komast að því hverjir frömdu glæpina, enda eitt af viðfangsefnum bókarinnar að velta upp spurningum um það hvað teljist glæpur og hvað ekki í þessu samfélagi spillingar og framapots. Þær spurningar eru margar mjög umhugsunarverðar og í heild er Ár kattarins best lukkaða bók Árna síðan Tími nornarinnar kom út. Niðurstaða: Óvægin samfélagsádeila og óþægilegar spurningar í vel fléttaðri spennusögu sem kemur við kaun lesandans. Gagnrýni Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ár kattarins Árni Þórarinsson JPV-útgáfa Ár kattarins er áttunda bók Árna Þórarinssonar um blaðamanninn Einar sem vinnur á Síðdegisblaðinu og flækist inn í glæpamál af öllum toga. Hún er þráðbeint framhald af Morgunengli, sem kom út 2010, og tekur upp þráðinn að því er virðist örfáum dögum eftir að Morgunengli lýkur. Einar er kominn aftur í borgina eftir vertíð á Akureyri, býr í sínum kjallara í Þingholtunum enn edrú og enn í veseni með kvenfólkið í lífi sínu. Nú bregður þó svo við að honum taka að berast klámfengin sms-skilaboð frá karlmanni, hann flækist inn í dauða homma og lesbíu sem í fyrstu virðist sameiginlegt sjálfsmorð og skikkar Sigurbjörgu samstarfskonu sína, sem er nýjasta konan í lífi hans, til að kanna bakgrunn árásar í biðröð við skemmtistað. Á sama tíma eru sviptingar á Síðdegisblaðinu þar sem barist er um eignarhald og ofan á allt saman flækist hann inn í átök um formannssæti í Jafnaðarbandalaginu, þar sem hver skandallinn eftir annan skýtur upp kollinum. Það er ekki auðlifað hjá honum Einsa. Árni er óragur við að velta upp þeim vandamálum sem hæst ber í samtímanum á hverjum tíma og Ár kattarins er engin undantekning frá þeirri reglu. Hér er skotið föstum skotum á spillingu í stjórnmálaflokkum, óhreint eignarhald á fjölmiðlum, yfirborðslega umfjöllun um ofbeldið í miðbænum, hómófóbíu og slúðurmiðla. Að vanda tengist meginglæpur sögunnar einnig þjóðsögulegu efni og skorturinn á einkalífi á tímum tækniundra kemur líka við sögu. Einar virðist sjálfur hafa gengið í endurnýjun lífdaga, virkar ekki lengur á skjön við samtímann og nátttröllin á ritstjórn Síðdegisblaðsins, þeir Hannes, Ásbjörn og Hermann, verða hér nánast mannlegir og tala ekki lengur í eintómum úr sér gengnum klisjum, þótt vissulega eimi eftir af þeim karaktereinkennum. Sumum mun jafnvel þykja hér of langt gengið í skothríðinni, það er að minnsta kosti dálítið nærri höggvið að krónprinsinn í formannsslag Jafnaðarbandalagsins skuli heita Smári Páll Kárason, svo dæmi sé tekið. Sagan er vel fléttuð og Árni hefur fullt vald á öllum þeim boltum sem hann fleygir á loft. Spennan liggur fyrst og fremst í samskiptum persónanna, lesandinn brennur ekkert í skinninu að komast að því hverjir frömdu glæpina, enda eitt af viðfangsefnum bókarinnar að velta upp spurningum um það hvað teljist glæpur og hvað ekki í þessu samfélagi spillingar og framapots. Þær spurningar eru margar mjög umhugsunarverðar og í heild er Ár kattarins best lukkaða bók Árna síðan Tími nornarinnar kom út. Niðurstaða: Óvægin samfélagsádeila og óþægilegar spurningar í vel fléttaðri spennusögu sem kemur við kaun lesandans.
Gagnrýni Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira