Viðskipti erlent

Þetta er iPad Mini

Tæknifyrirtækið Apple kynnti í gær minni útgáfu af iPad-spjaldtölvunni. Snertiskjár nýju spjaldtölvunnar er 7.9 tommur. Á stærri útgáfu iPad er skjárinn 9.7 tommur.

Þrátt fyrir þetta er upplausn snertiskjásins á iPad Mini jafn há og á fyrri útgáfum spjaldtölvunnar.

iPad Mini er jafnframt ódýrasta spjaldtölva Apple frá upphafi en hún mun kosta rúmlega 40 þúsund krónur.

Þá var einnig tilkynnt í gær að Apple hefði selt yfir 100 milljónir spjaldtölva frá því að iPad komst fyrst á markað fyrir rúmlega tveimur árum.

Allar upplýsingar um iPad Mini eru að finna á heimasíðu Apple.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×