Brandarinn endist ekki í heila plötu Trausti Júlíusson skrifar 22. október 2012 12:17 Joddi's Dream Lost in Paradise Eigin útgáfa Það eru starfandi alls konar hljómsveitir. Joddi?s Dream er í flokki grínsveita. Hún mun hafa verið stofnuð árið 1993, til að "endurvekja LA-glysrokkið sem átti undir högg að sækja". Sveitin hefur verið til síðan og heldur sig við upprunalega markmiðið. Eins og sjá má á myndinni á framhlið umslagsins á nýju plötunni hennar. Lost in Paradise, þá leika spandex-buxur og hárkollur stórt hlutverk hjá meðlimum Joddi?s Dream. Þetta er alls ekki alslæm plata. Þeir félagar bregða fyrir sig ýmsum kunnuglegum riffum og töktum úr heimi glys- og þungarokksins og komast ágætlega frá lagasmíðum, söng og hljóðfæraleik. Það eru nokkrir skemmtilegir slagarar á plötunni; ég nefni Ready to Rock, Makin? Bacon, Lost in Paradise og Rockdriver. Textarnir eru í stíl við lögin. Platan nær samt ekki alveg að halda athygli manns út í gegn. Brandarinn endist ekki alveg í heila plötu og sum laganna eru frekar dapurleg. Í kynningartexta með plötunni er talað um að Joddi?s Dream sé hljóðvershljómsveit. Þetta er samt tónlist sem virkar örugglega best á pöbbnum á þriðja glasi. Á heildina litið er Lost in Paradise alveg þokkaleg grínrokkplata, en ekki meira en það. Niðurstaða: Hárkollur, spandex og nokkur ágæt lög. Gagnrýni Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Joddi's Dream Lost in Paradise Eigin útgáfa Það eru starfandi alls konar hljómsveitir. Joddi?s Dream er í flokki grínsveita. Hún mun hafa verið stofnuð árið 1993, til að "endurvekja LA-glysrokkið sem átti undir högg að sækja". Sveitin hefur verið til síðan og heldur sig við upprunalega markmiðið. Eins og sjá má á myndinni á framhlið umslagsins á nýju plötunni hennar. Lost in Paradise, þá leika spandex-buxur og hárkollur stórt hlutverk hjá meðlimum Joddi?s Dream. Þetta er alls ekki alslæm plata. Þeir félagar bregða fyrir sig ýmsum kunnuglegum riffum og töktum úr heimi glys- og þungarokksins og komast ágætlega frá lagasmíðum, söng og hljóðfæraleik. Það eru nokkrir skemmtilegir slagarar á plötunni; ég nefni Ready to Rock, Makin? Bacon, Lost in Paradise og Rockdriver. Textarnir eru í stíl við lögin. Platan nær samt ekki alveg að halda athygli manns út í gegn. Brandarinn endist ekki alveg í heila plötu og sum laganna eru frekar dapurleg. Í kynningartexta með plötunni er talað um að Joddi?s Dream sé hljóðvershljómsveit. Þetta er samt tónlist sem virkar örugglega best á pöbbnum á þriðja glasi. Á heildina litið er Lost in Paradise alveg þokkaleg grínrokkplata, en ekki meira en það. Niðurstaða: Hárkollur, spandex og nokkur ágæt lög.
Gagnrýni Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning