Geir leitar til Mannréttindadómstólsins BBI skrifar 21. október 2012 12:06 Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur kært málsmeðferð í Landsdómsmálinu til Mannréttindómstóls Evrópu. Hann telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Geir segir að margt í ferlinu hafi frá byrjun verið aðfinnslu- og ámælisvert og ekki staðist þær nútímakröfur um réttarfar og vernd mannréttinda sem hann telur sig hafa átt rétt á. Geir var fundinn sekur um að brjóta íslensku stjórnarskrána í málinu. Lögmenn Geirs hafa þegar sent dómstólnum ítarlegt kæruskjal. Í málinu braut íslenska ríkið ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð fyrir dómi og reglunni um enga refsingu án laga að mati Geirs. „Ég tel mér skylt að láta reyna á málið fyrir æðsta dómstól á sviði mannréttindamála í Evrópu," segir Geir, ekki síst vegna sérstöðu málsins í íslenskri réttarsögu og þess fordæmis sem pólitísk réttarhöld af þessum toga gætu haft í heiminum í kjölfar fjármálakreppunnar. Geir var fundinn sekur um að brjóta 17. grein stjórnarskrárinnar fyrir að hafa ekki sett „mikilvæg stjórnarmálefni" með formlegum hætti á dagskrá ríkisstjórnarfunda eða „tekið þau upp" á þeim vettvangi. Hann var hins vegar ákærður í sex ákæruliðum og var ýmist sýknaður fyrir hina fimm eða þeim vísað frá dómi.Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Geirs H. Haarde í heild sinni. Um þessar mundir er hálft ár liðið frá því dómur féll í Landsdómi í máli sem Alþingi höfðaði gegn mér í september 2010 fyrir meintar misgjörðir í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Naumur meirihluti Alþingis höfðaði málið gegn mér með sex ákæruliðum og krafðist þess að ég yrði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Tveimur af veigamestu ákæruliðunum var vísað frá dómi haustið 2011 og í lokadómi Landsdóms 23. apríl sl. var ég sýknaður af öðrum þeim liðum sem beint vörðuðu bankahrunið. Fimm ákæruatriðum af sex var því ýmist vísað frá dómi eða ég sýknaður af þeim. Ég vann því málið í öllu efnislegu tilliti og það er mér mjög mikilvægt að hinum pólitíska meirihluta á Alþingi hafi ekki tekist ætlunarverk sitt að þessu leyti. Ég var hins vegar sakfelldur fyrir þann ákærulið að hafa ekki sett „mikilvæg stjórnarmálefni" með formlegum hætti á dagskrá ríkisstjórnarfunda eða „tekið þau upp" á þeim vettvangi eins og segir í dóminum. Í þessu fylgdi ég áratugalangri venju en níu dómarar af fimmtán töldu mig hafa farið gegn formreglum í 17. grein stjórnarskrárinnar um þetta efni. Sex dómarar vildu hins vegar einnig sýkna mig af þessum ákærulið. Sakfelling þessi var að mati dómaranna sjálfra svo léttvæg að hún var ekki talin kalla á refsingu og að auki var allur málsvarnarkostnaður felldur á ríkissjóð. Í máli þessu var hátt reitt til höggs en höggið geigaði. Það var hins vegar dýrkeypt því upplýst hefur verið á Alþingi að heildarkostnaður hins opinbera af málinu er ríflega 184 m. kr. ----- Í aðdraganda og við meðferð þessa einstæða dómsmáls reyndi í fyrsta skipti á ákvæði laga um Landsdóm, sem upphaflega voru sett árið 1905, og samspil þeirra við ýmsar grunnreglur hins íslenska réttarríkis eins og þær endurspeglast í nýlegum lögum um sakamál. Mjög margt í því ferli var frá byrjun aðfinnslu- og ámælisvert að mínu mati og verjanda míns og stóðst ekki þær nútímakröfur um réttarfar og vernd mannréttinda sem ég átti rétt á. Þá tel ég að sakfelling meirihluta réttarins um áðurnefnt formsatriði, þótt léttvæg sé, fái ekki staðist og sé byggð á ósönnuðum getgátum. Ég hef þess vegna ákveðið að láta reyna á rétt minn fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í Strasbourg og hefur Andri Árnason lögmaður minn þegar sent dómstólnum ítarlegt kæruskjal þar sem farið er yfir málsatvik og dæmi um stórlega aðfinnsluverð vinnubrögð Alþingis, saksóknara þess, Landsdóms og fleiri sem við sögu komu. Að mínum dómi hefur íslenska ríkið í þessu máli brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi og reglunni um enga refsingu án laga. Undir slíku á ég erfitt með að sitja en mikilvægara er þó að hafið sé yfir allan vafa að íslenskt réttarfar og meðferð ákæruvalds í máli sem þessu standist þær kröfur sem gerðar eru til mannréttinda og réttlátrar málsmeðferðar í Mannréttindasáttmálanum. ----- Mannréttindadómstóllinn er mjög ásetinn dómstóll og geri ég mér ekki grein fyrir því hverjar líkur eru á því að hann fallist á að taka þetta mál til meðferðar, fyrst ég vann það í öllu efnislegu tilliti. Sömuleiðis er óvíst hve langan tíma málsmeðferðin gæti tekið. En í ljósi hinnar miklu sérstöðu þessa máls í íslenskri réttarsögu og þess fordæmis sem pólitísk réttarhöld af þessu tagi gætu gefið annars staðar í Evrópu, sérstaklega í ljósi fjármálakreppunnar sem þar geisar, tel ég að mér sé skylt að láta á málið reyna fyrir æðsta dómstóli á sviði mannréttinda í Evrópu. Reykjavík, 21. október 2012Mynd/Anton Brink Landsdómur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur kært málsmeðferð í Landsdómsmálinu til Mannréttindómstóls Evrópu. Hann telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Geir segir að margt í ferlinu hafi frá byrjun verið aðfinnslu- og ámælisvert og ekki staðist þær nútímakröfur um réttarfar og vernd mannréttinda sem hann telur sig hafa átt rétt á. Geir var fundinn sekur um að brjóta íslensku stjórnarskrána í málinu. Lögmenn Geirs hafa þegar sent dómstólnum ítarlegt kæruskjal. Í málinu braut íslenska ríkið ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð fyrir dómi og reglunni um enga refsingu án laga að mati Geirs. „Ég tel mér skylt að láta reyna á málið fyrir æðsta dómstól á sviði mannréttindamála í Evrópu," segir Geir, ekki síst vegna sérstöðu málsins í íslenskri réttarsögu og þess fordæmis sem pólitísk réttarhöld af þessum toga gætu haft í heiminum í kjölfar fjármálakreppunnar. Geir var fundinn sekur um að brjóta 17. grein stjórnarskrárinnar fyrir að hafa ekki sett „mikilvæg stjórnarmálefni" með formlegum hætti á dagskrá ríkisstjórnarfunda eða „tekið þau upp" á þeim vettvangi. Hann var hins vegar ákærður í sex ákæruliðum og var ýmist sýknaður fyrir hina fimm eða þeim vísað frá dómi.Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Geirs H. Haarde í heild sinni. Um þessar mundir er hálft ár liðið frá því dómur féll í Landsdómi í máli sem Alþingi höfðaði gegn mér í september 2010 fyrir meintar misgjörðir í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Naumur meirihluti Alþingis höfðaði málið gegn mér með sex ákæruliðum og krafðist þess að ég yrði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Tveimur af veigamestu ákæruliðunum var vísað frá dómi haustið 2011 og í lokadómi Landsdóms 23. apríl sl. var ég sýknaður af öðrum þeim liðum sem beint vörðuðu bankahrunið. Fimm ákæruatriðum af sex var því ýmist vísað frá dómi eða ég sýknaður af þeim. Ég vann því málið í öllu efnislegu tilliti og það er mér mjög mikilvægt að hinum pólitíska meirihluta á Alþingi hafi ekki tekist ætlunarverk sitt að þessu leyti. Ég var hins vegar sakfelldur fyrir þann ákærulið að hafa ekki sett „mikilvæg stjórnarmálefni" með formlegum hætti á dagskrá ríkisstjórnarfunda eða „tekið þau upp" á þeim vettvangi eins og segir í dóminum. Í þessu fylgdi ég áratugalangri venju en níu dómarar af fimmtán töldu mig hafa farið gegn formreglum í 17. grein stjórnarskrárinnar um þetta efni. Sex dómarar vildu hins vegar einnig sýkna mig af þessum ákærulið. Sakfelling þessi var að mati dómaranna sjálfra svo léttvæg að hún var ekki talin kalla á refsingu og að auki var allur málsvarnarkostnaður felldur á ríkissjóð. Í máli þessu var hátt reitt til höggs en höggið geigaði. Það var hins vegar dýrkeypt því upplýst hefur verið á Alþingi að heildarkostnaður hins opinbera af málinu er ríflega 184 m. kr. ----- Í aðdraganda og við meðferð þessa einstæða dómsmáls reyndi í fyrsta skipti á ákvæði laga um Landsdóm, sem upphaflega voru sett árið 1905, og samspil þeirra við ýmsar grunnreglur hins íslenska réttarríkis eins og þær endurspeglast í nýlegum lögum um sakamál. Mjög margt í því ferli var frá byrjun aðfinnslu- og ámælisvert að mínu mati og verjanda míns og stóðst ekki þær nútímakröfur um réttarfar og vernd mannréttinda sem ég átti rétt á. Þá tel ég að sakfelling meirihluta réttarins um áðurnefnt formsatriði, þótt léttvæg sé, fái ekki staðist og sé byggð á ósönnuðum getgátum. Ég hef þess vegna ákveðið að láta reyna á rétt minn fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í Strasbourg og hefur Andri Árnason lögmaður minn þegar sent dómstólnum ítarlegt kæruskjal þar sem farið er yfir málsatvik og dæmi um stórlega aðfinnsluverð vinnubrögð Alþingis, saksóknara þess, Landsdóms og fleiri sem við sögu komu. Að mínum dómi hefur íslenska ríkið í þessu máli brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi og reglunni um enga refsingu án laga. Undir slíku á ég erfitt með að sitja en mikilvægara er þó að hafið sé yfir allan vafa að íslenskt réttarfar og meðferð ákæruvalds í máli sem þessu standist þær kröfur sem gerðar eru til mannréttinda og réttlátrar málsmeðferðar í Mannréttindasáttmálanum. ----- Mannréttindadómstóllinn er mjög ásetinn dómstóll og geri ég mér ekki grein fyrir því hverjar líkur eru á því að hann fallist á að taka þetta mál til meðferðar, fyrst ég vann það í öllu efnislegu tilliti. Sömuleiðis er óvíst hve langan tíma málsmeðferðin gæti tekið. En í ljósi hinnar miklu sérstöðu þessa máls í íslenskri réttarsögu og þess fordæmis sem pólitísk réttarhöld af þessu tagi gætu gefið annars staðar í Evrópu, sérstaklega í ljósi fjármálakreppunnar sem þar geisar, tel ég að mér sé skylt að láta á málið reyna fyrir æðsta dómstóli á sviði mannréttinda í Evrópu. Reykjavík, 21. október 2012Mynd/Anton Brink
Landsdómur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira