Handbolti

Óskar Bjarni missir lykilmann í þrjá mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson. Mynd/Stefán
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Viborg HK, fékk slæmar fréttir í dag þegar í ljós kom að einn af lykilmönnum liðsins getur ekki spilað með næstu mánuðina.

Leikstjórnandinn Rasmus Overby meiddist á liðbandi í hægri olnboga og verður frá fram í mars. Hann hefur skorað 16 mörk í fyrstu 9 leikjum liðsins og spilar mikilvægt hlutverk í sóknarleik liðsins.

Það hefur lítið gengið hjá Viborg í upphafi tímabilsins. Liðið hefur aðeins unnið einn af níu leikjum sínum og situr nú í næstneðsta sæti. Eini sigurinn kom á móti Ringsted fyrir mánuði síðan.

Viborgar-liðið hefur verið óheppið með meiðsli á þessu tímabili og það reynir því mikið á Óskar Bjarna á hans fyrstu mánuðum sem þjálfari danska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×