Umfjöllun og viðtöl: Valur - HC Zalau 24-23 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. nóvember 2012 14:01 Mynd/Anton Valur vann frækinn sigur á HC Zalau frá Rúmeníu 24-23 í EHF-bikarnum í kvöld. Rúmenska liðið var sterkara framan af en í seinni hálfleik var Valur mun betri og hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Rúmenska liðið byrjaði öllu betur og komst fljótt tveimur mörkum yfir. Valur náði að jafna í 4-4 eftir átta mínútna leik. Þá tók Zalau góðan sprett og skoruðu 6 mörk gegn einu á sjö mínútum þar sem hægri skyttan Ibolya Szucs og línumaðurinn Crina Pintea fóru mikinn auk þess sem Adina Mueresan kom inn í markið og hreinlega lokaði því. Valur náði að bæta varnarleikinn, gengu betur út í Szucs og náðu að minnka muninn í tvö mörk fyrir hálfleik 13-11. Valur komst yfir eftir 8 mínútna leik í seinni hálfleik 16-15 en Valur skoraði þá fimm mörk í röð og komst alls fjórum mörkum yfir 19-15. Zalau jafnaði í 19-19 en Valur gafst ekki upp, komst aftur yfir og var tveimur mörkum yfir 24-23 þegar Zalau fór í sína síðustu sókn. Zalau náði að minnka muninn en Valur hélt boltanum út leikinn án þess að ná skoti á mark og eins marks sigur staðreynd. Valur bar óþarflega mikla virðingu fyrir rúmenska liðinu sem lék til úrslita í EHF-bikarnum á síðustu leiktíð. Það var ekki fyrr en um miðjan fyrri hálfleik að liðið fór að taka þá leikmönnum Zalau í vörninni og þá kom í ljós að Valur átti í fullu tré við liðið. Mætti Valur jafn ákveðið til leiks á morgun og það mætti til seinni hálfleiks í kvöld og gerir færri tæknifeila getur Valur hæglega komist áfram í keppninni. Guðný Jennú Ásmundsdóttir var frábær í marki Vals með rétt yfir 50% markvörslu en hún varði jafnt og þétt allan leikinn. Þorgerður Anna var ákveðin í sínum aðgerðum þrátt fyrir að leika meidd en fyrst og fremst var varnarleikur Vals góður. Dagný Skúladóttir lék vel á meðan hennar naut við en hún fór útaf meidd í seinni hálfleik en ekki er útilokað að hún taki þátt í leiknum á morgun. Atli: Eru með heimsklassa leikmenn„Mér fannst þetta frábært, við erum að spila við eitt af betri liðum Evrópu. Við lentum fimm undir og komum til baka. Við komumst fjórum yfir og þær jöfnuðu en við héldum áfram haus og vinnum með einu marki. Mér finnst það frábært," sagði Atli Hilmarsson aðstoðarþjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. „Auðvitað erum við ekki búnar að vinna neitt ennþá. Það er bara hálfleikur í þessu einvígi og við þurfum á öllu okkar að halda á morgun. „Baráttan og eljan og krafturinn í liðinu var góður á meðan hinar voru orðnar þreyttar. Við gátum haldið hraðanum uppi og vonandi getum við haldið áfram að pirra hitt liðið og fáum fleiri í höllina á morgun og búum til gryfju. Þá getur allt gerst," sagði Atli. Valur lék á fáum leikmönnum í kvöld og fengu lykilmenn litla hvíld. Það gæti háð liðinu þegar líður á leikinn annað kvöld. „Krafturinn var góður á meðan leiknum stóð og svo er að sjá hvernig þær koma undan leiknum. Þetta kostaði kraft og við misstum Dagnýju útaf meidda og Þorgerður er að spila meidd en hún hélt út. Okkur fannst þær vera í lagi inni á vellinum og vonandi verður það í lagi á morgun líka. „Línumaðurinn (Crina Elena Pintea) sem er í rúmenska landsliðinu og skyttan (Ibolya Gabriella Szucs) sem er í ungverska landsliðinu eru heimsklassa leikmenn. Samt gera þær sín mistök líka og þær urðu stressaðar þegar þær sáu að Valur var að berjast og Jenný tók þessi skot fyrir utan. við lögðum upp með að loka á línuspilið og tókst það vel þó hún hafi verið góð og skorað sín mörk. Það er hrikalega erfitt við hana að eiga. Okkur tókst betur að loka á þessa fyrir utan og það var mjög gott," sagði Atli að lokum. Guðný Jenný: Við viljum áfram„Þetta er gott lið og var mikil barátta. Við vorum kannski taugaspenntar í byrjun. Við fundum okkur ekki alveg í byrjun. Þær byrjuðu af krafti en svo náðum við að safna okkur saman og standa í lappirnar og berjast á móti," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður Vals í leikslok. „Þetta gekk mjög vel eftir að við náðum taki á 6-0 vörninni. Við vorum að eiga við mjög sterkt varnarlið. Þær eru fastar fyrir og líkamlega sterkar. Auðvitað er maður svekktur að missa þetta niður en við erum samt að gera góða hluti og við getum gert betur, við vitum það. „Það verður annar hörkuleikur á morgun. Þær eru ekki hættar og við erum ekki hættar. Við viljum áfram. Ef við spilum þessa góðu vörn og náum markvörslunni og þessari markagreddu í að skora mörk og ætla í gegn þá erum við í hörku möguleika á að vinna á morgun líka," sagði Guðný að lokum. Handbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Valur vann frækinn sigur á HC Zalau frá Rúmeníu 24-23 í EHF-bikarnum í kvöld. Rúmenska liðið var sterkara framan af en í seinni hálfleik var Valur mun betri og hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Rúmenska liðið byrjaði öllu betur og komst fljótt tveimur mörkum yfir. Valur náði að jafna í 4-4 eftir átta mínútna leik. Þá tók Zalau góðan sprett og skoruðu 6 mörk gegn einu á sjö mínútum þar sem hægri skyttan Ibolya Szucs og línumaðurinn Crina Pintea fóru mikinn auk þess sem Adina Mueresan kom inn í markið og hreinlega lokaði því. Valur náði að bæta varnarleikinn, gengu betur út í Szucs og náðu að minnka muninn í tvö mörk fyrir hálfleik 13-11. Valur komst yfir eftir 8 mínútna leik í seinni hálfleik 16-15 en Valur skoraði þá fimm mörk í röð og komst alls fjórum mörkum yfir 19-15. Zalau jafnaði í 19-19 en Valur gafst ekki upp, komst aftur yfir og var tveimur mörkum yfir 24-23 þegar Zalau fór í sína síðustu sókn. Zalau náði að minnka muninn en Valur hélt boltanum út leikinn án þess að ná skoti á mark og eins marks sigur staðreynd. Valur bar óþarflega mikla virðingu fyrir rúmenska liðinu sem lék til úrslita í EHF-bikarnum á síðustu leiktíð. Það var ekki fyrr en um miðjan fyrri hálfleik að liðið fór að taka þá leikmönnum Zalau í vörninni og þá kom í ljós að Valur átti í fullu tré við liðið. Mætti Valur jafn ákveðið til leiks á morgun og það mætti til seinni hálfleiks í kvöld og gerir færri tæknifeila getur Valur hæglega komist áfram í keppninni. Guðný Jennú Ásmundsdóttir var frábær í marki Vals með rétt yfir 50% markvörslu en hún varði jafnt og þétt allan leikinn. Þorgerður Anna var ákveðin í sínum aðgerðum þrátt fyrir að leika meidd en fyrst og fremst var varnarleikur Vals góður. Dagný Skúladóttir lék vel á meðan hennar naut við en hún fór útaf meidd í seinni hálfleik en ekki er útilokað að hún taki þátt í leiknum á morgun. Atli: Eru með heimsklassa leikmenn„Mér fannst þetta frábært, við erum að spila við eitt af betri liðum Evrópu. Við lentum fimm undir og komum til baka. Við komumst fjórum yfir og þær jöfnuðu en við héldum áfram haus og vinnum með einu marki. Mér finnst það frábært," sagði Atli Hilmarsson aðstoðarþjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. „Auðvitað erum við ekki búnar að vinna neitt ennþá. Það er bara hálfleikur í þessu einvígi og við þurfum á öllu okkar að halda á morgun. „Baráttan og eljan og krafturinn í liðinu var góður á meðan hinar voru orðnar þreyttar. Við gátum haldið hraðanum uppi og vonandi getum við haldið áfram að pirra hitt liðið og fáum fleiri í höllina á morgun og búum til gryfju. Þá getur allt gerst," sagði Atli. Valur lék á fáum leikmönnum í kvöld og fengu lykilmenn litla hvíld. Það gæti háð liðinu þegar líður á leikinn annað kvöld. „Krafturinn var góður á meðan leiknum stóð og svo er að sjá hvernig þær koma undan leiknum. Þetta kostaði kraft og við misstum Dagnýju útaf meidda og Þorgerður er að spila meidd en hún hélt út. Okkur fannst þær vera í lagi inni á vellinum og vonandi verður það í lagi á morgun líka. „Línumaðurinn (Crina Elena Pintea) sem er í rúmenska landsliðinu og skyttan (Ibolya Gabriella Szucs) sem er í ungverska landsliðinu eru heimsklassa leikmenn. Samt gera þær sín mistök líka og þær urðu stressaðar þegar þær sáu að Valur var að berjast og Jenný tók þessi skot fyrir utan. við lögðum upp með að loka á línuspilið og tókst það vel þó hún hafi verið góð og skorað sín mörk. Það er hrikalega erfitt við hana að eiga. Okkur tókst betur að loka á þessa fyrir utan og það var mjög gott," sagði Atli að lokum. Guðný Jenný: Við viljum áfram„Þetta er gott lið og var mikil barátta. Við vorum kannski taugaspenntar í byrjun. Við fundum okkur ekki alveg í byrjun. Þær byrjuðu af krafti en svo náðum við að safna okkur saman og standa í lappirnar og berjast á móti," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður Vals í leikslok. „Þetta gekk mjög vel eftir að við náðum taki á 6-0 vörninni. Við vorum að eiga við mjög sterkt varnarlið. Þær eru fastar fyrir og líkamlega sterkar. Auðvitað er maður svekktur að missa þetta niður en við erum samt að gera góða hluti og við getum gert betur, við vitum það. „Það verður annar hörkuleikur á morgun. Þær eru ekki hættar og við erum ekki hættar. Við viljum áfram. Ef við spilum þessa góðu vörn og náum markvörslunni og þessari markagreddu í að skora mörk og ætla í gegn þá erum við í hörku möguleika á að vinna á morgun líka," sagði Guðný að lokum.
Handbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira