Þóra Björg: Það furðulegasta sem ég hef lent í á ferlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2012 19:45 Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir og samherjar hennar hjá LdB Malmö sáu á eftir sænska meistaratitlinum til Tyresö en liðin mættust í hreinum úrslitaleik um titilinn í Malmö í gær. „Við erum að reyna að jafna okkur á þessu," segir Þóra Björg í samtali við Vísi en Malmö tapaði leiknum 1-0 eins og fjallað var um á Vísi í gær. Auk Þóru leikur Sara Björk Gunnarsdóttir með sænska liðinu. „Þetta var hörkuspennandi leikur og færi á báða bóga," segir Þóra en Malmö klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik auk þess að eiga skot í slána í þeim síðari. Umrædd atvik má sjá hér. „Þær settu fínt mark á okkur á 81. mínútu og svo skoruðum við beint á eftir. Þá átti sér stað furðulegasta atvik sem ég hef upplifað á ferlinum," segir Þóra.Atvikið umrædda má sjá með því að smella hér. Leikmaður Malmö sendir fyrir markið frá hægri og markvörður Tyresö missir boltann úr höndum sér þar sem hún stendur á línunni. Hún nær þó að grípa boltann aftur þar sem hann virtist kominn inn í markið. Aðstoðardómarinn gefur til kynna að mark hafi verið skorað, heimakonur fagna en gestirnir mótmæla. „Dómarinn flautar og fer til línuvarðarins. Dómarinn ákveður að hún hafi verið í betri aðstöðu til að sjá atvikið þó svo að hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu. Dómarinn dæmir ekki mark," segir Þóra en afar erfitt er að fullyrða af sjónvarpsmyndunum, sem vísað er til hér að ofan, hvort allur boltinn hafi verið inni eða ekki. „Ég var auðvitað ótrúlega langt frá þessu en maður veltir fyrir sér hvað sé rétt í þessu fyrst línuvörðurinn hljóp tilbaka," segir Þóra en á henni er að heyra að flestir telji að markið hafi ranglega verið dæmt af Malmö. „Það eru til myndir af þessu þar sem boltinn sést inni. Myndirnar eru misgóðar og boltinn mismikið inni en það segja allir að boltinn hafi verið inni," segir Þóra. Svekkelsi Malmö er ekki minna fyrir þær sakir að liðið hafði fimm stiga forskot á toppnum þegar tvær umferðir voru eftir. Liðið mætti Umeå um síðustu helgi á útivelli og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Sigur hefði tryggt liðinu titilinn en jafnteflið gerði leikinn gegn Tyresö að hreinum úrslitaleik. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi gegn Umeå. Þá fengum við samskonar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skildi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningamerki við það," segir Þóra. Liðsmenn Malmö halda í fyrramálið til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona á miðvikudag í Meistaradeild Evrópu. Malmö vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir og samherjar hennar hjá LdB Malmö sáu á eftir sænska meistaratitlinum til Tyresö en liðin mættust í hreinum úrslitaleik um titilinn í Malmö í gær. „Við erum að reyna að jafna okkur á þessu," segir Þóra Björg í samtali við Vísi en Malmö tapaði leiknum 1-0 eins og fjallað var um á Vísi í gær. Auk Þóru leikur Sara Björk Gunnarsdóttir með sænska liðinu. „Þetta var hörkuspennandi leikur og færi á báða bóga," segir Þóra en Malmö klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik auk þess að eiga skot í slána í þeim síðari. Umrædd atvik má sjá hér. „Þær settu fínt mark á okkur á 81. mínútu og svo skoruðum við beint á eftir. Þá átti sér stað furðulegasta atvik sem ég hef upplifað á ferlinum," segir Þóra.Atvikið umrædda má sjá með því að smella hér. Leikmaður Malmö sendir fyrir markið frá hægri og markvörður Tyresö missir boltann úr höndum sér þar sem hún stendur á línunni. Hún nær þó að grípa boltann aftur þar sem hann virtist kominn inn í markið. Aðstoðardómarinn gefur til kynna að mark hafi verið skorað, heimakonur fagna en gestirnir mótmæla. „Dómarinn flautar og fer til línuvarðarins. Dómarinn ákveður að hún hafi verið í betri aðstöðu til að sjá atvikið þó svo að hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu. Dómarinn dæmir ekki mark," segir Þóra en afar erfitt er að fullyrða af sjónvarpsmyndunum, sem vísað er til hér að ofan, hvort allur boltinn hafi verið inni eða ekki. „Ég var auðvitað ótrúlega langt frá þessu en maður veltir fyrir sér hvað sé rétt í þessu fyrst línuvörðurinn hljóp tilbaka," segir Þóra en á henni er að heyra að flestir telji að markið hafi ranglega verið dæmt af Malmö. „Það eru til myndir af þessu þar sem boltinn sést inni. Myndirnar eru misgóðar og boltinn mismikið inni en það segja allir að boltinn hafi verið inni," segir Þóra. Svekkelsi Malmö er ekki minna fyrir þær sakir að liðið hafði fimm stiga forskot á toppnum þegar tvær umferðir voru eftir. Liðið mætti Umeå um síðustu helgi á útivelli og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Sigur hefði tryggt liðinu titilinn en jafnteflið gerði leikinn gegn Tyresö að hreinum úrslitaleik. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi gegn Umeå. Þá fengum við samskonar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skildi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningamerki við það," segir Þóra. Liðsmenn Malmö halda í fyrramálið til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona á miðvikudag í Meistaradeild Evrópu. Malmö vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira