Handbolti

Strákarnir unnu Frakka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adam Haukur Baumruk úr Haukum.
Adam Haukur Baumruk úr Haukum. Mynd/Daníel
Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Frökkum í gær á á fjögurra landa æfingamóti í Frakklandi. Frakkar voru 15-14 yfir í hálfleik en íslensku strákarnir unnu leikinn 25-24 eftir jafnan og spennandi leik.

Leikurinn bvar mjög jafn en íslenska liðið var sterkara á lokakaflanum og fagnaði vel frábærum sigri í leikslok. Heimir Ríkarðsson þjálfar strákana en þeir töpuðu 20-27 á móti Þjóðverjum í fyrsta leik sínum á mótinu sem fer fram í París. Liðið mætir Póllandi í lokaleik sínum í dag.

Sigvaldi Guðjónsson sem spilar með Århus í Danmörku var markahæstur í sigrinum á Frökkum en hann skoraði átta mörk. Adam Haukur Baumruk úr Haukum kom næstur með sex mörk.

Íslenska 17 ára landsliðið tapaði 23-28 á móti Ungverjum á sama móti í gær eftir að staðan hafði verið 14-14 í hálfleik. Íslenska liðið endaði í 3. sæti á mótinu.



Ísland - Frakkland 25-24 (14-15)

Mörk Íslands

Sigvaldi Guðjónsson Århus - 8 mörk

Adam Haukur Baumruk Haukar - 6 mörk

Gunnar Malmquist Þórisson Valur - 4 mörk

Ólafur Ægir Ólafsson Grótta - 2 mörk

Vilhjálmur Geir Hauksson Grótta - 2 mörk

Daði Gautason Valur - 1 mark

Stefán Darri Þórsson Fram - 1 mark

Janus Daði Smárason Århus - 1 mark

Varin skot

Ágúst Elí Björgvinsson FH - 13 varin

Lárus Gunnarsson Grótta 5 - varin






Fleiri fréttir

Sjá meira


×