NBA: "Fjögurra stiga" karfa hjá Ray Allen í blálokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2012 11:00 Ray Allen og LeBron James fagna í nótt. Mynd/AP San Antonio Spurs byrjar NBA-tímabilið vel en liðið vann þriðja sigurinn í röð. Miami Heat getur þakkað fjögurra stiga sókn frá Ray Allen fyrir nauman sigur á Denver Nuggets, Boston Celtics vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu, Brooklyn Nets vann sinn fyrsta heimasigur og sigurganga Houston Rockets endaði með tapi í framlengingu á móti Portland Trail Blazers..Tony Parker var með 24 stig og 10 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 110-100 heimasigur á Utah Jazz. Danny Green skoraði 21 stig og Tim Duncan bætti við 19 stigum og 11 fráköstum hjá San Antonio sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu. Mo Williams var stigahæstur hjá Utah með 29 stig.Ray Allen skoraði þriggja stiga körfu 6,7 sekúndum fyrir leikslok og fékk víti að auki sem hann nýtti þegar Miami Heat vann 119-116 heimasigur á Denver Nuggets. Chris Bosh átti stórleik og skoraði 40 stig, LeBron James endaði leikinn með 20 stig, 11 stoðsendingar og 9 frásköst en Allen skoraði 23 stig. Kenneth Faried og Andre Iguodala voru báðir með 22 stig hjá Denver.Paul Pierce skoraði 27 stig þegar Boston Celtics vann 89-86 sigur á Washington Wizards og fagnaði fyrsta sigrinum á tímabilinu. Kevin Garnett skoraði 15 stig og Rajon Rondo var með 12 stig og 12 stoðsendingar. Jordan Crawford var stigahæstur hjá Washington með 21 stig.Brook Lopez skoraði 27 stig og Deron Williams var með 19 stig og 9 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets fagnaði komu sinni til Brooklyn með því að vinna 107-100 sigur á Toronto Raptors í fyrsta heimaleiknum í Barclays Center. C.J. Watson var með 15 stig og Joe Johnson skoraði 14 stig. Kyle Lowry var með 28 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Raptors og DeMar DeRozan skoraði 25 stig.Nýliðinn Damian Lillard skoraði 8 af 20 stigum sínum í framlengingu þegar Portland Trail Blazers vann 95-85 útisigur á Houston Rockets og stöðvaði sigurgöngu James Harden, Jeremy Lin og félaga í Houston-liðinu. James Harden lét sér nægja að skora 24 stig í nótt eftir 82 stig í fyrstu tveimur leikjunum en Jeremy Lin var með 13 stig og 7 stoðsendingar.Stephen Curry og Carl Landry skoruðu báðir 23 stig þegar Golden State Warriors vann 114-110 útisigur á Los Angeles Clippers en þetta var fyrsta tap Clippers á tímabilinu. Chris Paul skoraði 27 stig fyrir Clippers en hann setti niður 19 af 20 vítum sínum í leiknum. Jamal Crawfor skoraði einnig 27 stig og Blake Griffin var með 19 stig og 11 fráköst.Úrslitin úr öllum leikjunum NBA deildarinnar í nótt: Washington Wizards - Boston Celtics 86-89 Indiana Pacers - Sacramento Kings 106-98 (framlenging) Brooklyn Nets - Toronto Raptors 107-100 Miami Heat - Denver Nuggets 119-116 Chicago Bulls - New Orleans Hornets 82-89 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 85-95 (framlenging) Milwaukee Bucks - Cleveland Cavaliers 105-102 Dallas Mavericks - Charlotte Bobcats 126-99 San Antonio Spurs - Utah Jazz 110-100 Los Angeles Clippers - Golden State Warriors 110-114 NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
San Antonio Spurs byrjar NBA-tímabilið vel en liðið vann þriðja sigurinn í röð. Miami Heat getur þakkað fjögurra stiga sókn frá Ray Allen fyrir nauman sigur á Denver Nuggets, Boston Celtics vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu, Brooklyn Nets vann sinn fyrsta heimasigur og sigurganga Houston Rockets endaði með tapi í framlengingu á móti Portland Trail Blazers..Tony Parker var með 24 stig og 10 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 110-100 heimasigur á Utah Jazz. Danny Green skoraði 21 stig og Tim Duncan bætti við 19 stigum og 11 fráköstum hjá San Antonio sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu. Mo Williams var stigahæstur hjá Utah með 29 stig.Ray Allen skoraði þriggja stiga körfu 6,7 sekúndum fyrir leikslok og fékk víti að auki sem hann nýtti þegar Miami Heat vann 119-116 heimasigur á Denver Nuggets. Chris Bosh átti stórleik og skoraði 40 stig, LeBron James endaði leikinn með 20 stig, 11 stoðsendingar og 9 frásköst en Allen skoraði 23 stig. Kenneth Faried og Andre Iguodala voru báðir með 22 stig hjá Denver.Paul Pierce skoraði 27 stig þegar Boston Celtics vann 89-86 sigur á Washington Wizards og fagnaði fyrsta sigrinum á tímabilinu. Kevin Garnett skoraði 15 stig og Rajon Rondo var með 12 stig og 12 stoðsendingar. Jordan Crawford var stigahæstur hjá Washington með 21 stig.Brook Lopez skoraði 27 stig og Deron Williams var með 19 stig og 9 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets fagnaði komu sinni til Brooklyn með því að vinna 107-100 sigur á Toronto Raptors í fyrsta heimaleiknum í Barclays Center. C.J. Watson var með 15 stig og Joe Johnson skoraði 14 stig. Kyle Lowry var með 28 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Raptors og DeMar DeRozan skoraði 25 stig.Nýliðinn Damian Lillard skoraði 8 af 20 stigum sínum í framlengingu þegar Portland Trail Blazers vann 95-85 útisigur á Houston Rockets og stöðvaði sigurgöngu James Harden, Jeremy Lin og félaga í Houston-liðinu. James Harden lét sér nægja að skora 24 stig í nótt eftir 82 stig í fyrstu tveimur leikjunum en Jeremy Lin var með 13 stig og 7 stoðsendingar.Stephen Curry og Carl Landry skoruðu báðir 23 stig þegar Golden State Warriors vann 114-110 útisigur á Los Angeles Clippers en þetta var fyrsta tap Clippers á tímabilinu. Chris Paul skoraði 27 stig fyrir Clippers en hann setti niður 19 af 20 vítum sínum í leiknum. Jamal Crawfor skoraði einnig 27 stig og Blake Griffin var með 19 stig og 11 fráköst.Úrslitin úr öllum leikjunum NBA deildarinnar í nótt: Washington Wizards - Boston Celtics 86-89 Indiana Pacers - Sacramento Kings 106-98 (framlenging) Brooklyn Nets - Toronto Raptors 107-100 Miami Heat - Denver Nuggets 119-116 Chicago Bulls - New Orleans Hornets 82-89 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 85-95 (framlenging) Milwaukee Bucks - Cleveland Cavaliers 105-102 Dallas Mavericks - Charlotte Bobcats 126-99 San Antonio Spurs - Utah Jazz 110-100 Los Angeles Clippers - Golden State Warriors 110-114
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira