Þjálfari FCK: Það vantar upp á fagmennskuna hjá Sölva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2012 13:15 Sölvi Geir Ottesen. Mynd/Nordic Photos/Getty Landsliðsmiðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá FC Kaupamannahöfn að undanförnu og það hefur mikið breyst síðan að hann tryggði liðinu sæti í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum. Sölvi Geir hefur ekki fengið eitt einasta tækifæri í dönsku úrvalsdeildinni síðan að varnarmistök hans kostuðu liðið sigur á móti OB í byrjun september. Þjálfarinn Ariel Jacobs vill frekar nota þá Ragnar Sigurðsson og Kris Stadsgaard í miðvarðarstöðunum. „Það er ekkert endanlegt í fótbolta en undanfarnar vikur höfum við fundið rétta jafnvægið með því að spila með Kris Stadsgaard og Ragnar Sigurðsson. Ég geri mér grein fyrir því að Sölvi er svekktur og pirraður. Það er í lagi að vera svekktur en pirringur er ekki af hinu góða," sagði Ariel Jacobs við Ekstra Bladet. „Ég hef saknað meiri fagmennsku frá Sölva. Þjálfari metur leikmenn út frá því hvernig þeir æfa, hvernig þeir spila og hvernig hugarfar þeirra er. Ef að það vantar upp á í einhverju af þessum þremur þáttum þá velur maður aðra leikmenn," sagði Jacobs. Jacobs ákvað að gefa Ragnari hvíld í bikarleik í vikunni en í stað þess að gefa Sölva tækifæri þá spilaði hann með Michael Jakobsen í miðverðinum. „Sölvi var líklega svekktur yfir því en það hefði Michael einnig verið ef Sölvi hefði spilað. Ég bað danska sambandið í haust um að fá að spila með fimmtán menn í leik til þess að allir yrði ánægðir en þeir sættu sig ekki við það," sagði Jacobs í gríni. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Landsliðsmiðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá FC Kaupamannahöfn að undanförnu og það hefur mikið breyst síðan að hann tryggði liðinu sæti í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum. Sölvi Geir hefur ekki fengið eitt einasta tækifæri í dönsku úrvalsdeildinni síðan að varnarmistök hans kostuðu liðið sigur á móti OB í byrjun september. Þjálfarinn Ariel Jacobs vill frekar nota þá Ragnar Sigurðsson og Kris Stadsgaard í miðvarðarstöðunum. „Það er ekkert endanlegt í fótbolta en undanfarnar vikur höfum við fundið rétta jafnvægið með því að spila með Kris Stadsgaard og Ragnar Sigurðsson. Ég geri mér grein fyrir því að Sölvi er svekktur og pirraður. Það er í lagi að vera svekktur en pirringur er ekki af hinu góða," sagði Ariel Jacobs við Ekstra Bladet. „Ég hef saknað meiri fagmennsku frá Sölva. Þjálfari metur leikmenn út frá því hvernig þeir æfa, hvernig þeir spila og hvernig hugarfar þeirra er. Ef að það vantar upp á í einhverju af þessum þremur þáttum þá velur maður aðra leikmenn," sagði Jacobs. Jacobs ákvað að gefa Ragnari hvíld í bikarleik í vikunni en í stað þess að gefa Sölva tækifæri þá spilaði hann með Michael Jakobsen í miðverðinum. „Sölvi var líklega svekktur yfir því en það hefði Michael einnig verið ef Sölvi hefði spilað. Ég bað danska sambandið í haust um að fá að spila með fimmtán menn í leik til þess að allir yrði ánægðir en þeir sættu sig ekki við það," sagði Jacobs í gríni.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira