Handbolti

Guðmundur Árni og félagar á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Árni í leik með BSV.
Guðmundur Árni í leik með BSV.
Bjerringbro-Silkeborg varð í dag fyrsta liðið til að vinna sigur á KIF Kolding Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Bjerringbro-Silkeborg vann óvæntan stórsigur, 28-18, en Guðmundur Árni Ólafsson leikur með liðinu en skoraði ekki í leiknum.

Bæði lið eru nú jöfn á toppi deildarinnar með nítján stig eftir ellefu umferðir.

Í Svíþjóð tapaði Guif fyrir Sävehof á heimavelli, 28-24. Kristján Andrésson er þjálfari Guif en bróðir hans, Haukur, skoraði þrjú mörk fyrir liðið í kvöld. Heimir Óli Heimisson skoraði eitt.

Guif er í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með sextán stig að loknum tólf leikjum.

Þá var einnig spilað í Póllandi í kvöld. Vive Kielce vann stórsigur á Czuwaj Przemysl, 44-14, og skoraði Þórir Ólafsson fimm mörk fyrir Vive Kielce.

Vive Kielce er á toppi deildarinnar með sextán stig, rétt eins og Wisla Plock sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×