Eno lýsir upp skammdegið 29. nóvember 2012 11:41 Lux er í anda gömlu ambient platnanna. Brian Eno er einn af frumkvöðlunum í popptónlist síðustu áratuga. Hann var m.a. einn af þeim fyrstu til að búa til ambient-tónlist, sem á íslensku er yfirleitt kölluð sveimtónlist, en hefur líka verið kölluð hughrifatónlist. Fyrstu sveimtónlistarlög Enos voru á plötunum No Pussyfooting sem hann gerði með Robert Fripp og kom út 1973 og á þriðju sólóplötunni hans Another Green World (1975). Fyrsta sólóplatan hans sem eingöngu var með sveimtónlist var Discreet Music sem kom út í árslok 1975. Á henni voru fjögur verk, m.a. eitt rúmlega 30 mínútna verk á fyrri hliðinni. Eno bjó svo til röð platna sem höfðu yfirheitið Ambient. Þar á meðal voru Music for Airports (1978) og On Land (1982). Hinn 12. nóvember sl. kom út ný Eno-plata, hans fyrsta sólóplata síðan 2005. Hún heitir Lux og var unnin upp úr tónlist sem Eno gerði upphaflega fyrir myndlistarsýningu. Það er Warp-útgáfan í Sheffield sem gefur út. Tónlistin á Lux er mjög í anda gömlu sveimtónlistarplatnanna. Platan er 75 mínútur að lengd og á henni eru fjögur verk sem heita einfaldlega Lux 1-4, en það eru samt engin skil á milli þeirra. Lux er latína og þýðir ljós og það nafn hæfir tónlistinni mjög vel. Það er ótrúlega bjartur og fallegur hljómur á plötunni. Tónlistin er lágstemmd og sveimkennd og virkar á köflum tilviljanakennd. Þegar maður hlustar á hana fær umhverfið einhvern veginn annan blæ. Ég hlustaði fyrst á hana á gönguferð á myrkum nóvembermorgni og allt í einu fannst mér vera orðið bjart. Í ritdómi á Pitchforkmedia er tónlistinni á Lux m.a. lýst svona: "Hún breytir hvaða herbergi sem er í listræna innsetningu þar sem spennandi hlutir geta gerst, eða ekki??". Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Brian Eno er einn af frumkvöðlunum í popptónlist síðustu áratuga. Hann var m.a. einn af þeim fyrstu til að búa til ambient-tónlist, sem á íslensku er yfirleitt kölluð sveimtónlist, en hefur líka verið kölluð hughrifatónlist. Fyrstu sveimtónlistarlög Enos voru á plötunum No Pussyfooting sem hann gerði með Robert Fripp og kom út 1973 og á þriðju sólóplötunni hans Another Green World (1975). Fyrsta sólóplatan hans sem eingöngu var með sveimtónlist var Discreet Music sem kom út í árslok 1975. Á henni voru fjögur verk, m.a. eitt rúmlega 30 mínútna verk á fyrri hliðinni. Eno bjó svo til röð platna sem höfðu yfirheitið Ambient. Þar á meðal voru Music for Airports (1978) og On Land (1982). Hinn 12. nóvember sl. kom út ný Eno-plata, hans fyrsta sólóplata síðan 2005. Hún heitir Lux og var unnin upp úr tónlist sem Eno gerði upphaflega fyrir myndlistarsýningu. Það er Warp-útgáfan í Sheffield sem gefur út. Tónlistin á Lux er mjög í anda gömlu sveimtónlistarplatnanna. Platan er 75 mínútur að lengd og á henni eru fjögur verk sem heita einfaldlega Lux 1-4, en það eru samt engin skil á milli þeirra. Lux er latína og þýðir ljós og það nafn hæfir tónlistinni mjög vel. Það er ótrúlega bjartur og fallegur hljómur á plötunni. Tónlistin er lágstemmd og sveimkennd og virkar á köflum tilviljanakennd. Þegar maður hlustar á hana fær umhverfið einhvern veginn annan blæ. Ég hlustaði fyrst á hana á gönguferð á myrkum nóvembermorgni og allt í einu fannst mér vera orðið bjart. Í ritdómi á Pitchforkmedia er tónlistinni á Lux m.a. lýst svona: "Hún breytir hvaða herbergi sem er í listræna innsetningu þar sem spennandi hlutir geta gerst, eða ekki??".
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira