Eno lýsir upp skammdegið 29. nóvember 2012 11:41 Lux er í anda gömlu ambient platnanna. Brian Eno er einn af frumkvöðlunum í popptónlist síðustu áratuga. Hann var m.a. einn af þeim fyrstu til að búa til ambient-tónlist, sem á íslensku er yfirleitt kölluð sveimtónlist, en hefur líka verið kölluð hughrifatónlist. Fyrstu sveimtónlistarlög Enos voru á plötunum No Pussyfooting sem hann gerði með Robert Fripp og kom út 1973 og á þriðju sólóplötunni hans Another Green World (1975). Fyrsta sólóplatan hans sem eingöngu var með sveimtónlist var Discreet Music sem kom út í árslok 1975. Á henni voru fjögur verk, m.a. eitt rúmlega 30 mínútna verk á fyrri hliðinni. Eno bjó svo til röð platna sem höfðu yfirheitið Ambient. Þar á meðal voru Music for Airports (1978) og On Land (1982). Hinn 12. nóvember sl. kom út ný Eno-plata, hans fyrsta sólóplata síðan 2005. Hún heitir Lux og var unnin upp úr tónlist sem Eno gerði upphaflega fyrir myndlistarsýningu. Það er Warp-útgáfan í Sheffield sem gefur út. Tónlistin á Lux er mjög í anda gömlu sveimtónlistarplatnanna. Platan er 75 mínútur að lengd og á henni eru fjögur verk sem heita einfaldlega Lux 1-4, en það eru samt engin skil á milli þeirra. Lux er latína og þýðir ljós og það nafn hæfir tónlistinni mjög vel. Það er ótrúlega bjartur og fallegur hljómur á plötunni. Tónlistin er lágstemmd og sveimkennd og virkar á köflum tilviljanakennd. Þegar maður hlustar á hana fær umhverfið einhvern veginn annan blæ. Ég hlustaði fyrst á hana á gönguferð á myrkum nóvembermorgni og allt í einu fannst mér vera orðið bjart. Í ritdómi á Pitchforkmedia er tónlistinni á Lux m.a. lýst svona: "Hún breytir hvaða herbergi sem er í listræna innsetningu þar sem spennandi hlutir geta gerst, eða ekki??". Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Brian Eno er einn af frumkvöðlunum í popptónlist síðustu áratuga. Hann var m.a. einn af þeim fyrstu til að búa til ambient-tónlist, sem á íslensku er yfirleitt kölluð sveimtónlist, en hefur líka verið kölluð hughrifatónlist. Fyrstu sveimtónlistarlög Enos voru á plötunum No Pussyfooting sem hann gerði með Robert Fripp og kom út 1973 og á þriðju sólóplötunni hans Another Green World (1975). Fyrsta sólóplatan hans sem eingöngu var með sveimtónlist var Discreet Music sem kom út í árslok 1975. Á henni voru fjögur verk, m.a. eitt rúmlega 30 mínútna verk á fyrri hliðinni. Eno bjó svo til röð platna sem höfðu yfirheitið Ambient. Þar á meðal voru Music for Airports (1978) og On Land (1982). Hinn 12. nóvember sl. kom út ný Eno-plata, hans fyrsta sólóplata síðan 2005. Hún heitir Lux og var unnin upp úr tónlist sem Eno gerði upphaflega fyrir myndlistarsýningu. Það er Warp-útgáfan í Sheffield sem gefur út. Tónlistin á Lux er mjög í anda gömlu sveimtónlistarplatnanna. Platan er 75 mínútur að lengd og á henni eru fjögur verk sem heita einfaldlega Lux 1-4, en það eru samt engin skil á milli þeirra. Lux er latína og þýðir ljós og það nafn hæfir tónlistinni mjög vel. Það er ótrúlega bjartur og fallegur hljómur á plötunni. Tónlistin er lágstemmd og sveimkennd og virkar á köflum tilviljanakennd. Þegar maður hlustar á hana fær umhverfið einhvern veginn annan blæ. Ég hlustaði fyrst á hana á gönguferð á myrkum nóvembermorgni og allt í einu fannst mér vera orðið bjart. Í ritdómi á Pitchforkmedia er tónlistinni á Lux m.a. lýst svona: "Hún breytir hvaða herbergi sem er í listræna innsetningu þar sem spennandi hlutir geta gerst, eða ekki??".
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp