Hjaltalín ekki með á tónlistarverðlaunum 28. nóvember 2012 12:24 Enter 4 kom út of seint til að vera gjaldgeng í keppninni um bestu plötuna. "Ég held að fólk skilji að það verður einhvers staðar að draga mörkin," segir María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna. Nýjasta plata Hjaltalín, Enter 4, er ekki gjaldgeng til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verða afhent í febrúar á næsta ári. Ástæðan er sú að fresturinn til að skila inn tilnefningum hefur verið færður fram um tvær vikur, eða til 15. nóvember. Þær plötur sem koma út eftir þann tíma, þar á meðal Enter 4, koma því ekki til greina þegar verðlaunin verða afhent. Í staðinn eru þær gjaldgengar árið 2014. Þessar nýju reglur áttu að taka gildi í fyrra en vegna þess að ný stjórn tók við frekar seint, eða í október í fyrra, var því frestað um eitt ár. "Íslensku tónlistarverðlaunin snúast um að vekja athygli á því sem er vel gert og að hjálpa til við sölu fyrir jólin. Í fyrra var tilkynnt um tilnefningarnar 16. desember en það hefði verið gott að gera það fyrr," segir María Rut en í ár verða þær tilkynntar föstudaginn 30. nóvember. Hún bætir við að Samtónn, samtök tónlistarrétthafa, sem er ábyrgðaraðili verðlaunanna, hafi óskað eftir þessum breyttu reglum. "Okkur þykir þetta vel við hæfi og við munum gera slíkt hið sama að ári." Enter 4 kom óvænt út á netinu 22. nóvember, eða viku eftir að fresturinn rann út. Síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út 2009 og seldist í tíu þúsund eintökum á Íslandi. Hún var einmitt valin poppplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið eftir en hefði ekki verið gjaldgeng þá ef nýju reglurnar hefðu verið í gildi, sökum þess hve seint hún kom út. Til þess að plata sé gjaldgeng til Íslensku tónlistarverðlaunanna þarf fullkláruð útgáfa hennar að vera tilbúin áður en fresturinn rennur út á miðnætti 15. nóvember eða þá að platan sé aðgengileg til hlustunar eins og hún mun endanlega hljóma. Sú er einmitt raunin með nýjustu plötu Péturs Ben, God´s Lonely Man, sem kom út á Gogoyoko.com nokkrum dögum áður en fresturinn rann út. Fyrsta plata Péturs, Wine For My Weakness, var einmitt kjörin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2007. Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín, segir hljómsveitina ekki leiða yfir því að taka ekki þátt í Íslensku tónlistarverðlaununum á næsta ári. "Við erum alls ekkert pirruð en það hefði verið gaman að taka þátt í slagnum enda er árið í ár eitt það allra sterkasta sem maður hefur séð í langan tíma. Við vonum bara að enginn verði búinn að gleyma plötunni árið 2014." Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Enter 4 kom út of seint til að vera gjaldgeng í keppninni um bestu plötuna. "Ég held að fólk skilji að það verður einhvers staðar að draga mörkin," segir María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna. Nýjasta plata Hjaltalín, Enter 4, er ekki gjaldgeng til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verða afhent í febrúar á næsta ári. Ástæðan er sú að fresturinn til að skila inn tilnefningum hefur verið færður fram um tvær vikur, eða til 15. nóvember. Þær plötur sem koma út eftir þann tíma, þar á meðal Enter 4, koma því ekki til greina þegar verðlaunin verða afhent. Í staðinn eru þær gjaldgengar árið 2014. Þessar nýju reglur áttu að taka gildi í fyrra en vegna þess að ný stjórn tók við frekar seint, eða í október í fyrra, var því frestað um eitt ár. "Íslensku tónlistarverðlaunin snúast um að vekja athygli á því sem er vel gert og að hjálpa til við sölu fyrir jólin. Í fyrra var tilkynnt um tilnefningarnar 16. desember en það hefði verið gott að gera það fyrr," segir María Rut en í ár verða þær tilkynntar föstudaginn 30. nóvember. Hún bætir við að Samtónn, samtök tónlistarrétthafa, sem er ábyrgðaraðili verðlaunanna, hafi óskað eftir þessum breyttu reglum. "Okkur þykir þetta vel við hæfi og við munum gera slíkt hið sama að ári." Enter 4 kom óvænt út á netinu 22. nóvember, eða viku eftir að fresturinn rann út. Síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út 2009 og seldist í tíu þúsund eintökum á Íslandi. Hún var einmitt valin poppplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið eftir en hefði ekki verið gjaldgeng þá ef nýju reglurnar hefðu verið í gildi, sökum þess hve seint hún kom út. Til þess að plata sé gjaldgeng til Íslensku tónlistarverðlaunanna þarf fullkláruð útgáfa hennar að vera tilbúin áður en fresturinn rennur út á miðnætti 15. nóvember eða þá að platan sé aðgengileg til hlustunar eins og hún mun endanlega hljóma. Sú er einmitt raunin með nýjustu plötu Péturs Ben, God´s Lonely Man, sem kom út á Gogoyoko.com nokkrum dögum áður en fresturinn rann út. Fyrsta plata Péturs, Wine For My Weakness, var einmitt kjörin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2007. Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín, segir hljómsveitina ekki leiða yfir því að taka ekki þátt í Íslensku tónlistarverðlaununum á næsta ári. "Við erum alls ekkert pirruð en það hefði verið gaman að taka þátt í slagnum enda er árið í ár eitt það allra sterkasta sem maður hefur séð í langan tíma. Við vonum bara að enginn verði búinn að gleyma plötunni árið 2014."
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“