Ætla að auka jólastemninguna í Reykjavík 23. nóvember 2012 15:19 Jólaborgin Reykjavík er afrakstur sameiginlegs átaks Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæðinu um að auka enn frekar jólastemninguna í borginni í desember. Átakið felst m.a. í að samræma og fjölga skreytingum, auka sýnileika íslensku jólavættanna og bjóða upp á fjölda viðburða, markaða og tónleika um alla borg. Þá verður boðið upp á fjölmarga ,,jólapakka" sem eru einskonar viðburðapakkar sem fela í sér upplifun, skemmtun, veitingar, handverk, markaði og tónlist fyrir alla fjölskylduna. Þar má nefna Jóladalinn í Laugardal, Jólabæinn á Ingólfstorgi, Jólaþorpið í Hafnarfirði, jóladagskrá í Þjóðminjasafninu og í Árbæjarsafni, Jóladagatal Norræna hússins, jólatónleika í Hallgrímskirkju, jóladagskrá í Hörpu, Gömlu höfnina í Reykjavík sem fer í jólabúning og margt fleira, eftir því sem fram kemur í tilkynningu vegna verkefnisins. Jólaborgin Reykjavík hefur boðið hinum íslensku jólavættum að hreiðra um sig á húsveggjum víðsvegar um borgina. Jólavættirnar, sem birtust landsmönnum fyrir síðustu jól, hafa kallað til fleiri fjölskyldumeðlimi sem byrja að koma sér fyrir víðsvegar um borgina í byrjun aðventunnar. Samhliða því verður boðið upp á spennandi ratleik fyrir alla fjölskylduna sem felst í að finna vættirnar og svara nokkrum einföldum spurningum um þær. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá sem sigrar í leiknum. Í hópi jólavættanna eru íslensku jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði, jólakötturinn og ný ógnvænleg jólavætt sem verður síðar kynnt til sögunnar. Hægt er að rifja upp Jólavættina síðan í fyrra í stuttu myndbandi hér fyrir ofan. Höfuðborgarstofa hefur að þessu tilefni opnað nýjan jólavef, visitreykjavik.is/christmas, þar sem hægt er að fræðast um hin íslensku jól, fylgjast með viðburðum og nálgast upplýsingar um það helsta sem Jólaborgin okkar býður upp á um aðventuna. Vefurinn er settur fram á íslensku og ensku. Jólaborgin Reykjavík hefur fyrir löngu hlotið fastan sess í hugum og hjörtum íbúa hennar og landsmanna allra og eru erlendir gestir farnir að sækja landið heim til að upplifa töfra íslenskra jóla. Hróður borgarinnar hefur borist víða, en bandaríski fjölmiðillinn CNN hefur tvö síðustu ár útnefnt Reykjavík sem eina af þremur eftirsóknaverðustu jólaborgum heims. Jólafréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Jólaborgin Reykjavík er afrakstur sameiginlegs átaks Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæðinu um að auka enn frekar jólastemninguna í borginni í desember. Átakið felst m.a. í að samræma og fjölga skreytingum, auka sýnileika íslensku jólavættanna og bjóða upp á fjölda viðburða, markaða og tónleika um alla borg. Þá verður boðið upp á fjölmarga ,,jólapakka" sem eru einskonar viðburðapakkar sem fela í sér upplifun, skemmtun, veitingar, handverk, markaði og tónlist fyrir alla fjölskylduna. Þar má nefna Jóladalinn í Laugardal, Jólabæinn á Ingólfstorgi, Jólaþorpið í Hafnarfirði, jóladagskrá í Þjóðminjasafninu og í Árbæjarsafni, Jóladagatal Norræna hússins, jólatónleika í Hallgrímskirkju, jóladagskrá í Hörpu, Gömlu höfnina í Reykjavík sem fer í jólabúning og margt fleira, eftir því sem fram kemur í tilkynningu vegna verkefnisins. Jólaborgin Reykjavík hefur boðið hinum íslensku jólavættum að hreiðra um sig á húsveggjum víðsvegar um borgina. Jólavættirnar, sem birtust landsmönnum fyrir síðustu jól, hafa kallað til fleiri fjölskyldumeðlimi sem byrja að koma sér fyrir víðsvegar um borgina í byrjun aðventunnar. Samhliða því verður boðið upp á spennandi ratleik fyrir alla fjölskylduna sem felst í að finna vættirnar og svara nokkrum einföldum spurningum um þær. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá sem sigrar í leiknum. Í hópi jólavættanna eru íslensku jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði, jólakötturinn og ný ógnvænleg jólavætt sem verður síðar kynnt til sögunnar. Hægt er að rifja upp Jólavættina síðan í fyrra í stuttu myndbandi hér fyrir ofan. Höfuðborgarstofa hefur að þessu tilefni opnað nýjan jólavef, visitreykjavik.is/christmas, þar sem hægt er að fræðast um hin íslensku jól, fylgjast með viðburðum og nálgast upplýsingar um það helsta sem Jólaborgin okkar býður upp á um aðventuna. Vefurinn er settur fram á íslensku og ensku. Jólaborgin Reykjavík hefur fyrir löngu hlotið fastan sess í hugum og hjörtum íbúa hennar og landsmanna allra og eru erlendir gestir farnir að sækja landið heim til að upplifa töfra íslenskra jóla. Hróður borgarinnar hefur borist víða, en bandaríski fjölmiðillinn CNN hefur tvö síðustu ár útnefnt Reykjavík sem eina af þremur eftirsóknaverðustu jólaborgum heims.
Jólafréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira