Steinþóri skipt útaf til að hann kæmist sem fyrst heim til konunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2012 09:30 Steinþór Freyr Þorsteinsson Mynd/Anton Steinþór Freyr Þorsteinsson og félagar í Sandnes Ulf unnu frábæran 4-0 útisigur á Ullensaker/Kisa í gær í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Steinþór var tekinn útaf á 82. mínútu en ástæðan var óvenjuleg. Steinþór fór í leikinn þrátt fyrir að kona hans væri komin fram yfir tímann en hún á von á öðru barni þeirra. Íslenski miðjumaðurinn fékk algjöra sérmeðferð í leiknum því hann kom seinna á leikstað en félagar sínir í liðinu og fór einnig fyrr til baka. „Það er frábært að hann gat verið með okkur í þessum leik. Hann kom með flugi klukkan fjögur og svo flaug hann til baka klukkan hálf tíu," sagði Asle Andersen, þjálfari Sandnes Ulf við VG. „Ég varð að skipta honum útaf til þess að hann myndi ná fluginu heim. Ég var búinn að samþykkja það að taka hann útaf hvernig sem staðan var. Hann náði fluginu en Steinþór og konan hans höfðu komist að samkomulagi um að hafa þetta svona," sagði Andersen. VG segir frá því að fæðingin hafi ekki verið farin af stað þegar Steinþór yfirgaf UKI Arena í gærkvöldi. Aksel Berget Skjølsvik, fyrirliði Sandnes Ulf, er meiddur og kom ekki með í leikinn. Hann var hinsvegar á vaktinni tilbúinn að láta Steinþór vita ef eitthvað væri að frétta af konunni. Andersen sagði að Steinþór hafi fengið leyfi að hringja í hálfleik til að fá nýjustu fréttirnar af konunni en það er ekki venjan að leikmenn eyði hálfleikjunum í símanum. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Steinþór Freyr Þorsteinsson og félagar í Sandnes Ulf unnu frábæran 4-0 útisigur á Ullensaker/Kisa í gær í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Steinþór var tekinn útaf á 82. mínútu en ástæðan var óvenjuleg. Steinþór fór í leikinn þrátt fyrir að kona hans væri komin fram yfir tímann en hún á von á öðru barni þeirra. Íslenski miðjumaðurinn fékk algjöra sérmeðferð í leiknum því hann kom seinna á leikstað en félagar sínir í liðinu og fór einnig fyrr til baka. „Það er frábært að hann gat verið með okkur í þessum leik. Hann kom með flugi klukkan fjögur og svo flaug hann til baka klukkan hálf tíu," sagði Asle Andersen, þjálfari Sandnes Ulf við VG. „Ég varð að skipta honum útaf til þess að hann myndi ná fluginu heim. Ég var búinn að samþykkja það að taka hann útaf hvernig sem staðan var. Hann náði fluginu en Steinþór og konan hans höfðu komist að samkomulagi um að hafa þetta svona," sagði Andersen. VG segir frá því að fæðingin hafi ekki verið farin af stað þegar Steinþór yfirgaf UKI Arena í gærkvöldi. Aksel Berget Skjølsvik, fyrirliði Sandnes Ulf, er meiddur og kom ekki með í leikinn. Hann var hinsvegar á vaktinni tilbúinn að láta Steinþór vita ef eitthvað væri að frétta af konunni. Andersen sagði að Steinþór hafi fengið leyfi að hringja í hálfleik til að fá nýjustu fréttirnar af konunni en það er ekki venjan að leikmenn eyði hálfleikjunum í símanum.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira