Veisluborð lífsins Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 21. nóvember 2012 11:18 Brot af staðreynd Jónas Þorbjarnarson JPV-ÚTGÁFA Þau eru margvísleg umfjöllunarefnin í þessari bók sem skáldið Jónas Þorbjarnarson gekk frá til prentunar skömmu fyrir andlát sitt í fyrra. Ljúfsárar minningar frá unglingsárum, svipmyndir af ferðalögum, yfirvofandi ótti barns við móðurmissi, ánægjan að taka sjö ára utan af sínum fyrsta fótboltabúningi, leiðbeiningar um það hvernig hægt er að sigrast á kuldanum með því að stunda sjósund, minningar um ástir/kynlíf sem hugsanlega hefur borið ávöxt, bernskubrek í nálægðinni við dauðann - já, allt þetta sem maður upplifir um ævina, hvort sem hún er löng eða stutt; sumt jafn hversdagslegt og samtal við mömmu, annað ævintýralegt, eins og að synda með hákörlum í Gvatemala. Brot af staðreynd er níunda ljóðabók Jónasar Þorbjarnarsonar, en meðal fyrri bóka hans eru Á bersvæði (1994), Vasadiskó (1999) og Hliðargötur (2001). Líkt og Ástráður Eysteinsson segir í einkar greinargóðum eftirmála sem ber yfirskriftina Að finna rök fyrir fæðingunni, þá er á bókinni minninga- og játningabragur. Einkunnarorðin sem Jónas valdi bókinni eru eftir Nóbelsskáldið Derek Walcott og mjög vel viðeigandi: Take down the loveletters from the bookshelf, the photographs, the desperate notes, peel your own image from the mirror. Sit. Feast on your life. Það má með sanni segja að Jónas hafi sest að "veisluborði eigin lífs" (eins og Ástráður íslenskar þau orð úr texta Walcotts), þar sem hann fer í þessari bók fram og aftur um ævi sína og safnar minningum. Mörg ljóðanna bera með sér að skáldið hafi verið meðvitað um að endalokin nálguðust, en engu að síður er húmor eitt af megineinkennum þeirra. Þetta ber vitni þroskaðri afstöðu til lífs og dauða og þess sér víða stað í ljóðunum. Lífshvötin - líbídóið - er oft til umfjöllunar og sagt af ýmsum fortíðarkærustum, ástarævintýrum og einnar nætur skemmtunum, en þar á kómíkin sér fastan samastað, eins og í ljóðinu Næturvinna, þegar ljóðmælandi hefur hitt á háskólaballi "slíka ofurbombu að í taxanum með henni á eftir / hlakkaði ég, held ég megi fullyrða, / meira til aðvífandi stundar / en nokkru sinni fyrr og síðar um dagana," en gleymir sér í því að gera við vask heima hjá henni og funinn á milli þeirra lifir það ekki af. Ljóðin eru 23 og skiptast í þrjá kafla. Ljóðmælandi er eilítið óstýrilátur og orð eins og "en ekki hvað?" "og hana nú", "það er nú það" og "allavega" ljá ljóðunum kæruleysislegt yfirbragð. Líkingar eru hófstilltar en margar fagrar og ljóðstíllinn laus við tilgerð, hversdagslegur og hvergi upphafinn. Niðurstaða: Húmorískar æviminningar Jónasar Þorbjarnarsonar vekja til umhugsunar um lífshvötina og dauðann. Margt bæði vel unnið og skemmtilegt. Gagnrýni Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Brot af staðreynd Jónas Þorbjarnarson JPV-ÚTGÁFA Þau eru margvísleg umfjöllunarefnin í þessari bók sem skáldið Jónas Þorbjarnarson gekk frá til prentunar skömmu fyrir andlát sitt í fyrra. Ljúfsárar minningar frá unglingsárum, svipmyndir af ferðalögum, yfirvofandi ótti barns við móðurmissi, ánægjan að taka sjö ára utan af sínum fyrsta fótboltabúningi, leiðbeiningar um það hvernig hægt er að sigrast á kuldanum með því að stunda sjósund, minningar um ástir/kynlíf sem hugsanlega hefur borið ávöxt, bernskubrek í nálægðinni við dauðann - já, allt þetta sem maður upplifir um ævina, hvort sem hún er löng eða stutt; sumt jafn hversdagslegt og samtal við mömmu, annað ævintýralegt, eins og að synda með hákörlum í Gvatemala. Brot af staðreynd er níunda ljóðabók Jónasar Þorbjarnarsonar, en meðal fyrri bóka hans eru Á bersvæði (1994), Vasadiskó (1999) og Hliðargötur (2001). Líkt og Ástráður Eysteinsson segir í einkar greinargóðum eftirmála sem ber yfirskriftina Að finna rök fyrir fæðingunni, þá er á bókinni minninga- og játningabragur. Einkunnarorðin sem Jónas valdi bókinni eru eftir Nóbelsskáldið Derek Walcott og mjög vel viðeigandi: Take down the loveletters from the bookshelf, the photographs, the desperate notes, peel your own image from the mirror. Sit. Feast on your life. Það má með sanni segja að Jónas hafi sest að "veisluborði eigin lífs" (eins og Ástráður íslenskar þau orð úr texta Walcotts), þar sem hann fer í þessari bók fram og aftur um ævi sína og safnar minningum. Mörg ljóðanna bera með sér að skáldið hafi verið meðvitað um að endalokin nálguðust, en engu að síður er húmor eitt af megineinkennum þeirra. Þetta ber vitni þroskaðri afstöðu til lífs og dauða og þess sér víða stað í ljóðunum. Lífshvötin - líbídóið - er oft til umfjöllunar og sagt af ýmsum fortíðarkærustum, ástarævintýrum og einnar nætur skemmtunum, en þar á kómíkin sér fastan samastað, eins og í ljóðinu Næturvinna, þegar ljóðmælandi hefur hitt á háskólaballi "slíka ofurbombu að í taxanum með henni á eftir / hlakkaði ég, held ég megi fullyrða, / meira til aðvífandi stundar / en nokkru sinni fyrr og síðar um dagana," en gleymir sér í því að gera við vask heima hjá henni og funinn á milli þeirra lifir það ekki af. Ljóðin eru 23 og skiptast í þrjá kafla. Ljóðmælandi er eilítið óstýrilátur og orð eins og "en ekki hvað?" "og hana nú", "það er nú það" og "allavega" ljá ljóðunum kæruleysislegt yfirbragð. Líkingar eru hófstilltar en margar fagrar og ljóðstíllinn laus við tilgerð, hversdagslegur og hvergi upphafinn. Niðurstaða: Húmorískar æviminningar Jónasar Þorbjarnarsonar vekja til umhugsunar um lífshvötina og dauðann. Margt bæði vel unnið og skemmtilegt.
Gagnrýni Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira