Miami lagði San Antonio | Popovich skildi stjörnurnar eftir heima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2012 08:59 Gregg Popovich og Dwyane Wade, ein af fjölmörgum stjörnum Miami Heat liðsins. Nordicphotos/Getty Frábær endasprettur Miami Heat tryggði liðinu fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum í nótt. Lokatölurnar urðu 105-100 en liðsmenn Heat skoruðu tólf stig gegn tveimur á síðustu mínútum leiksins og björguðu andlitinu gegn vængbrotnu liði Spurs. Gregg Popovich, þjálfari Spurs, tók þá eftirtektarverðu ákvörðun að skilja Tim Duncan, Tony Parker, Manu Ginobili og Danny Green eftir heima í Texas. Þjálfarinn sagði ákvörðunina vera í þágu liðsins en hún var harðlega gagnrýnd af David Stern, einvaldi NBA-deildarinnar. „Ákvörðunin er óásættanleg," sagði Stern. Hann bað stuðningsmenn afsökunar og sagði að gestaliðinu yrði refsað. Stjörnulaust lið Spurs leiddi með sjö stigum þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks og munurinn var enn fimm stig þegar rúmar tvær mínútur lifðu. Þá tóku stjörnurnar í Heat með Ray Allen í fararbroddi við sér og tryggðu sér sigur. LeBron James var stigahæstur heimamanna með 23 stig auk þess að taka níu fráköst. Popovich varði ákvörðun sína, um að skilja lykilmenn sína eftir heima í Texas, fyrir leikinn. „Allir þurfa að taka ákvarðarnir sem snúa að leikjaniðurröðun, hvaða leikmenn spili, leikjum dag eftir dag, ferðalögum á ferðalög ofan og þess háttar. Í okkar tilfelli höfum við spilað ellefu útileiki í mánuðinum. Við fórum í átta daga ferðalag, svo tíu daga ferðalag og törninni lýkur með fjórum leikjum á fimm kvöldum. Ég held að það sé óskynsamlegt að nota leikmennina ef litið er til (meiðsla)sögu þeirra," sagði Popovich. Í hinum leik næturinnar vann Golden State Warriors eins stigs heimasigur á Denver Nuggets, 106-105. Nuggets hafði átta stiga forskot fyrir lokafjórðunginn en frábær spilamennska í síðasta fjórðungnum tryggði Golden State sigur. Kraftframherjinn David Lee var besti maður vallarins. Lee skoraði 31 stig auk þess að hirða níu fráköst. NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Frábær endasprettur Miami Heat tryggði liðinu fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum í nótt. Lokatölurnar urðu 105-100 en liðsmenn Heat skoruðu tólf stig gegn tveimur á síðustu mínútum leiksins og björguðu andlitinu gegn vængbrotnu liði Spurs. Gregg Popovich, þjálfari Spurs, tók þá eftirtektarverðu ákvörðun að skilja Tim Duncan, Tony Parker, Manu Ginobili og Danny Green eftir heima í Texas. Þjálfarinn sagði ákvörðunina vera í þágu liðsins en hún var harðlega gagnrýnd af David Stern, einvaldi NBA-deildarinnar. „Ákvörðunin er óásættanleg," sagði Stern. Hann bað stuðningsmenn afsökunar og sagði að gestaliðinu yrði refsað. Stjörnulaust lið Spurs leiddi með sjö stigum þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks og munurinn var enn fimm stig þegar rúmar tvær mínútur lifðu. Þá tóku stjörnurnar í Heat með Ray Allen í fararbroddi við sér og tryggðu sér sigur. LeBron James var stigahæstur heimamanna með 23 stig auk þess að taka níu fráköst. Popovich varði ákvörðun sína, um að skilja lykilmenn sína eftir heima í Texas, fyrir leikinn. „Allir þurfa að taka ákvarðarnir sem snúa að leikjaniðurröðun, hvaða leikmenn spili, leikjum dag eftir dag, ferðalögum á ferðalög ofan og þess háttar. Í okkar tilfelli höfum við spilað ellefu útileiki í mánuðinum. Við fórum í átta daga ferðalag, svo tíu daga ferðalag og törninni lýkur með fjórum leikjum á fimm kvöldum. Ég held að það sé óskynsamlegt að nota leikmennina ef litið er til (meiðsla)sögu þeirra," sagði Popovich. Í hinum leik næturinnar vann Golden State Warriors eins stigs heimasigur á Denver Nuggets, 106-105. Nuggets hafði átta stiga forskot fyrir lokafjórðunginn en frábær spilamennska í síðasta fjórðungnum tryggði Golden State sigur. Kraftframherjinn David Lee var besti maður vallarins. Lee skoraði 31 stig auk þess að hirða níu fráköst.
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira