Efnahagsleg "rússíbanareið“ 17. desember 2012 08:00 Sé horft yfir áratuginn frá 2001 til og með 2010 er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið mikil „rússíbanareið". Þetta segir Björn Þór Sigbjörnsson, sem er höfundur bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 til 2010 ásamt Bergsteini Sigurðssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Björn Þór er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál- og viðskipti hér á Vísi. Fjallað er ítarlega um gang mála í viðskiptum og efnahagsmálum. Björn Þór segir að fyrrnefnt tímabil í viðskiptalífinu hafi einkennst af miklum öfgum, breytingum og endurnýjun, þar sem ungt fólk tók við stjórnartaumunum í mörgum af lykilfyrirtækjum í íslensku efnahagslífi, á meðan eldra og reynslumeira fólk steig til hliðar. Strax árið 2001 birtast Björgólfsfeðgar [Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson innsk. blm.] með fullar hendur fjár, og fljótlega þar á eftir eru bankarnir einkavæddir, segir Björn Þór, en fyrrnefndri bók er fjallað mikið um þetta uppgangstímabil í Íslandssögunni, og þá ekki síst ýmis einstök fréttamál sem ofarlega voru á baugi á hverjum tíma, svo sem einstök viðskipti, sameiningar stórfyrirtækja og í kjölfarið útrás þeirra til annarra landa. Björn Þór segir að þegar fjölmiðlaumfjöllun frá þessum tíma sé skoðuð komi ýmislegt í ljós, sem komi nokkuð á óvart. „Það voru viðvörunarljós út um allt, en það hlustaði enginn eða tók eftir því," segir Björn Þór. Þá er nokkuð bersýnilegt með hliðsjón af ýmsum fréttum fá þessum tíma, að stór hluti almennings tók virkan þátt, með kaupum á hlutabréfum m.a., segir Björn Þór. Hann segir enn fremur að á þessu tímabili hafi Íslendingar fyrst séð hálfgerða „elítu" verða til, sem var með gríðarlega há laun og lifði hátt. Nokkrir árekstrar hafi bersýnilega orðið vegna þessa, sem hafi verið til marks um að eitthvað hafi „kraumað" undir niðri. Það var stórfrétt þegar Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tók út sparnað sinn í Búnaðarbankanum, til þess að mótmæla háum launum. Það olli miklum titringi, og sýndi, eftir á að hyggja, að miklar og hraðar samfélagsbreytingar voru að eiga sér stað, segir Björn Þór. Að lokum hafi þetta síðan endað með ósköpum í hruninu, haustið 2008. „Það sem stendur upp úr er kannski það hversu gríðarlega hratt þetta gerðist, hvað útþenslan og peningaflæðið var mikið og hafði mikil áhrif á skömmum tíma." Sjá má viðtalið við Björn Þór í Klinkinu hér. Klinkið Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Sé horft yfir áratuginn frá 2001 til og með 2010 er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið mikil „rússíbanareið". Þetta segir Björn Þór Sigbjörnsson, sem er höfundur bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 til 2010 ásamt Bergsteini Sigurðssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Björn Þór er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál- og viðskipti hér á Vísi. Fjallað er ítarlega um gang mála í viðskiptum og efnahagsmálum. Björn Þór segir að fyrrnefnt tímabil í viðskiptalífinu hafi einkennst af miklum öfgum, breytingum og endurnýjun, þar sem ungt fólk tók við stjórnartaumunum í mörgum af lykilfyrirtækjum í íslensku efnahagslífi, á meðan eldra og reynslumeira fólk steig til hliðar. Strax árið 2001 birtast Björgólfsfeðgar [Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson innsk. blm.] með fullar hendur fjár, og fljótlega þar á eftir eru bankarnir einkavæddir, segir Björn Þór, en fyrrnefndri bók er fjallað mikið um þetta uppgangstímabil í Íslandssögunni, og þá ekki síst ýmis einstök fréttamál sem ofarlega voru á baugi á hverjum tíma, svo sem einstök viðskipti, sameiningar stórfyrirtækja og í kjölfarið útrás þeirra til annarra landa. Björn Þór segir að þegar fjölmiðlaumfjöllun frá þessum tíma sé skoðuð komi ýmislegt í ljós, sem komi nokkuð á óvart. „Það voru viðvörunarljós út um allt, en það hlustaði enginn eða tók eftir því," segir Björn Þór. Þá er nokkuð bersýnilegt með hliðsjón af ýmsum fréttum fá þessum tíma, að stór hluti almennings tók virkan þátt, með kaupum á hlutabréfum m.a., segir Björn Þór. Hann segir enn fremur að á þessu tímabili hafi Íslendingar fyrst séð hálfgerða „elítu" verða til, sem var með gríðarlega há laun og lifði hátt. Nokkrir árekstrar hafi bersýnilega orðið vegna þessa, sem hafi verið til marks um að eitthvað hafi „kraumað" undir niðri. Það var stórfrétt þegar Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tók út sparnað sinn í Búnaðarbankanum, til þess að mótmæla háum launum. Það olli miklum titringi, og sýndi, eftir á að hyggja, að miklar og hraðar samfélagsbreytingar voru að eiga sér stað, segir Björn Þór. Að lokum hafi þetta síðan endað með ósköpum í hruninu, haustið 2008. „Það sem stendur upp úr er kannski það hversu gríðarlega hratt þetta gerðist, hvað útþenslan og peningaflæðið var mikið og hafði mikil áhrif á skömmum tíma." Sjá má viðtalið við Björn Þór í Klinkinu hér.
Klinkið Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira