Big Band Samma kemur víða við BBI skrifar 15. desember 2012 18:28 Samúel Jón Samúelsson Big Band gefur um þessar mundir út sína fjórðu plötu sem nefnist 4 Hliðar. Af því tilefni gerði hljómsveitin upp „plötuárið sitt" á facebook og birti mynd af þeim plötum sem hljómsveitarmeðlimir hafa komið að á þessu ári. Þar eru saman kominn stór hluti af þeirri tónlist sem mesta athygli hefur vakið á árinu, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hljómsveitin skartar 18 hljóðfæraleikurum sem hafa margir verið fyrirferðarmiklir í íslensku tónlistalífi. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan koma þeir víða við og eru eftirsóttir tónlistarmenn. Samúel segir að ákveðnir einstaklingar séu mjög áberandi í tónlistarbransa landsins og komi með einum eða öðrum hætti að mörgum af þeim plötum sem slá í gegn. Þar nefnir hann sérstaklega bræðurna Óskar og Ómar Guðjónssyni og Kidda í Hjálmum sem rekur framleiðslufyrirtæki í gegnum Memfismafíuna. „Þetta er það fólk sem stendur næst mér. En svo eru aðrir hópar af fólki að gera tónlist saman," segir hann. Samúel er líklega sjálfur í þessum hópi því hann birti einnig mynd á facebook af þeim plötum sem hann hefur komið að á árinu. Myndina má sjá hér að neðan, en plöturnar þar hafa allar vakið mikla athygli. Samúel er ánægður með tónlistarárið í ár og segir að sérlega mikið af skemmtilegri tónlist hafi litið dagsins ljós. „Mér finnst ansi mikið af flottum plötum hafa komið fram," segir hann. Hann hvetur fólk til að kaupa eitthvað af þessari gæða tónlist. Nýja plata Samúels og big bands hans rataði í verslanir í gær og auk þess verða útgáfutónleikar haldnir í Gamla bíó á fimmtudaginn næsta.Plötuár Samúels gert upp. Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Samúel Jón Samúelsson Big Band gefur um þessar mundir út sína fjórðu plötu sem nefnist 4 Hliðar. Af því tilefni gerði hljómsveitin upp „plötuárið sitt" á facebook og birti mynd af þeim plötum sem hljómsveitarmeðlimir hafa komið að á þessu ári. Þar eru saman kominn stór hluti af þeirri tónlist sem mesta athygli hefur vakið á árinu, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hljómsveitin skartar 18 hljóðfæraleikurum sem hafa margir verið fyrirferðarmiklir í íslensku tónlistalífi. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan koma þeir víða við og eru eftirsóttir tónlistarmenn. Samúel segir að ákveðnir einstaklingar séu mjög áberandi í tónlistarbransa landsins og komi með einum eða öðrum hætti að mörgum af þeim plötum sem slá í gegn. Þar nefnir hann sérstaklega bræðurna Óskar og Ómar Guðjónssyni og Kidda í Hjálmum sem rekur framleiðslufyrirtæki í gegnum Memfismafíuna. „Þetta er það fólk sem stendur næst mér. En svo eru aðrir hópar af fólki að gera tónlist saman," segir hann. Samúel er líklega sjálfur í þessum hópi því hann birti einnig mynd á facebook af þeim plötum sem hann hefur komið að á árinu. Myndina má sjá hér að neðan, en plöturnar þar hafa allar vakið mikla athygli. Samúel er ánægður með tónlistarárið í ár og segir að sérlega mikið af skemmtilegri tónlist hafi litið dagsins ljós. „Mér finnst ansi mikið af flottum plötum hafa komið fram," segir hann. Hann hvetur fólk til að kaupa eitthvað af þessari gæða tónlist. Nýja plata Samúels og big bands hans rataði í verslanir í gær og auk þess verða útgáfutónleikar haldnir í Gamla bíó á fimmtudaginn næsta.Plötuár Samúels gert upp.
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“