Handbolti

Heil umferð í N1 deild karla – HK-ingar safna fyrir Bjarka

Leikmenn HK fagna hér á góðri stund s.l. vor.
Leikmenn HK fagna hér á góðri stund s.l. vor. Stefán
Heil umferð fer fram í kvöld í N1-deild karla í handbolta og er þetta síðasta umferðin á þessu ári. Langt hlé verður gert á Íslandsmótinu vegna þátttöku Íslands á HM á Spáni sem fer fram í janúar – en keppni í N1-deildinni hefst að nýju þann 4. febrúar á næsta ári.

Haukar, sem eru í efsta sæti deildarinnar, sækja Valsmenn heim, en Hlíðarendaliðið er sem stendur í næst neðsta sæti.

Í Digranesi í Kópavogi tekur Íslandsmeistaralið HK á móti FH. Allur ágóði af miðasölu rennur til Bjarka Más Sigvaldasonar leikmanns mfl. karla í fótbolta hjá HK. Bjarki glímir við erfið veikindi eftir hafa greinst með krabbamein á dögunum. Miðaverð er 1.000 kr. en HK-ingar hvetja áhorfendur til þess að leggja söfnuninni lið með frjálsum framlögum.

Einnig hefur verið stofnaður söfnunarreikningur fyrir Bjarka kt. 630981-0269 reikn. 536-14-400171

Leikir kvöldsins eru:

Kl: 18:00 Afturelding (8.) – Akureyri (3.)

Kl: 19.30 HK (5.) – FH (2.)

kl: 19.30 ÍR (4.) – Fram (6.)

Kl: 19.30 Valur (7.) – Haukar (1.)

Staðan í deildinni að loknum 11 umferðum:

1. Haukar 21 stig

2. FH 13 stig

3. Akureyri 11 stig

4. ÍR 11 stig

5. HK 10 stig

6. Fram 9 stig

7. Valur 7 stig

8. Afturelding 6 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×