Jón Gnarr vekur hrifningu netverja - svarar spurningum um allt milli himins og jarðar 11. desember 2012 21:35 Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík. mynd/stefán karlsson Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit í kvöld. Netverjar voru augljóslega áhugasamir um starf borgarstjórans en hundruð spurninga bárust. Notendur Reddit, sem eru þúsundir talsins, forvitnuðust um það í gær hvort að Jón væri reiðubúinn að svara spurningum þeirra. Jón birti svar á Fésbókinni í gærkvöld þar sem einfaldlega stóð: „áskorun samþykkt." Reddit er ein vinsælasta vefsíða veraldar. Hún er nokkurskonar fréttasía þar sem notendur birta og dreifa ljósmyndum, myndböndum, texta eða öðru efni. Hérna fyrir neðan má sjá nokkrar spurningar og svör sem birtust í umræðunum í kvöld: TheJoePilato spyr: Hvaða ráðleggingar hefur þú fyrir helstu þjóðarleiðtoga? Jón: „Verið þið sjálf. Ekki vera ill. Sýnið hluttekningu. Ginger_breadman spyr: Hver er skoðun þín á hlýnun jarðar? Jón: „Hnattræn hitnun er staðreynd. Áhrifin á Ísland eru að mestu jákvæð. Veðrið batnar hér með hverju ári." Krattr spyr: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið? Jón: „Ég hef enga skoðun á því en ég held að mikilvægi þess séu stórlega ofmetin." Telecastah spyr: Sæll Jón. Leynivinur gaf mér flösku af Ópal. Hvernig mælirðu með að maður innbyrði það? Jón: „Ég myndi ekki gera það." Dabbistify spyr: Hvað er það sem þú sérð mest eftir? Jón: „Ég vildi að ég hefði klárað skólann og orðið taugavísindamaður." FHayek spyr: Ertu hræddur við dóttur þína? Hún er ansi sterk. Jón: „Nei. Hún myndi aldrei lemja mig. Held ég." Letterbocks spyr: Sæll Jón. Hvað segirðu um verk Hugleiks Dagssonar? Jón: „Hann er frábær. Ég er einmitt móðir hans."Hægt er að nálgast umræðurnar í heild sinni hér. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit í kvöld. Netverjar voru augljóslega áhugasamir um starf borgarstjórans en hundruð spurninga bárust. Notendur Reddit, sem eru þúsundir talsins, forvitnuðust um það í gær hvort að Jón væri reiðubúinn að svara spurningum þeirra. Jón birti svar á Fésbókinni í gærkvöld þar sem einfaldlega stóð: „áskorun samþykkt." Reddit er ein vinsælasta vefsíða veraldar. Hún er nokkurskonar fréttasía þar sem notendur birta og dreifa ljósmyndum, myndböndum, texta eða öðru efni. Hérna fyrir neðan má sjá nokkrar spurningar og svör sem birtust í umræðunum í kvöld: TheJoePilato spyr: Hvaða ráðleggingar hefur þú fyrir helstu þjóðarleiðtoga? Jón: „Verið þið sjálf. Ekki vera ill. Sýnið hluttekningu. Ginger_breadman spyr: Hver er skoðun þín á hlýnun jarðar? Jón: „Hnattræn hitnun er staðreynd. Áhrifin á Ísland eru að mestu jákvæð. Veðrið batnar hér með hverju ári." Krattr spyr: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið? Jón: „Ég hef enga skoðun á því en ég held að mikilvægi þess séu stórlega ofmetin." Telecastah spyr: Sæll Jón. Leynivinur gaf mér flösku af Ópal. Hvernig mælirðu með að maður innbyrði það? Jón: „Ég myndi ekki gera það." Dabbistify spyr: Hvað er það sem þú sérð mest eftir? Jón: „Ég vildi að ég hefði klárað skólann og orðið taugavísindamaður." FHayek spyr: Ertu hræddur við dóttur þína? Hún er ansi sterk. Jón: „Nei. Hún myndi aldrei lemja mig. Held ég." Letterbocks spyr: Sæll Jón. Hvað segirðu um verk Hugleiks Dagssonar? Jón: „Hann er frábær. Ég er einmitt móðir hans."Hægt er að nálgast umræðurnar í heild sinni hér.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira