Handbolti

Óskar Bjarni stýrði Viborg til sigurs í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson. Mynd/Vilhelm
Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Viborg HK unnu 24-23 heimasigur á Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og enduðu þar með þriggja leikja taphrinu sína. Þetta var síðasti leikur liðsins fyrir HM-fríið og strákarnir hans Óskar Bjarna fara því inn í nýja árið með nauðsynlegan sigur í farteskinu.

Linus Persson átti flottan leik í marki Viborg og var valinn maður leiksins. Heino Holm skoraði sigurmark Viborg en Tvis Holstebro tókst ekki að nýta síðustu sókn sína í leiknum. Leikmenn Viborg fögnuðu sigrinum vel í lokin.

Guðmundur Árni Ólafsson var markhæstur hjá Bjerringbro-Silkeborg með fimm mörk í 31-30 sigur á SönderjyskE í Íslendingaslag. Anton Rúnarsson og Atli Ævar Ingólfsson skoruðu báðir tvö mörk fyrir SönderjyskE sem var yfir í hálfleik 13-12.

Einar Ingi Hrafnsson og félagar í Mors-Thy Håndbold töpuðu 23-28 á heimavelli á móti Skjern Håndbold en Einar Ingi skoraði ekki í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×