Flautukarfa Smith tryggði Knicks sigur | Fjörutíu stig Kobe dugðu ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2012 09:25 Nordicphotos/getty J.R. Smith var hetja New York Knicks sem vann ótrúlegan tveggja stiga sigur á Phoenix Suns í NBA körfuboltanum í nótt. Fjörutíu stig Kobe Bryant í Denver dugðu Lakers ekki til sigurs. Knicks var án Carmelo Anthony og Raymond Felton þegar liðið heimsótti Phoenix Suns í Arizona í nótt. Heimamenn höfðu tveggja stiga forskot þegar skammt var til leiksloka en þá tók J.R. Smith til sinna ráða. Smith jafnaði með fallegu stökkskoti þegar rúmar tíu sekúndur lifðu leiks og endurtók leikinn í þann mund er lokaflautið gall. Lokatölurnar 99-97 gestunum frá New York í vil. „Ég veit ekki hvaða orð þú vilt nota en hann elskar þessi augnablik," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Knicks, um tilþrif liðsfélaga síns. Sigurkarfan kom eftir innkast frá Kidd eftir að Suns hafði tapað boltanum þegar sekúnda var eftir af leiktímanum. Jared Dudley skoraði 36 stig fyrir Phoenix, hans hæsta stigaskor, og kom meðal annars heimamönnum í 97-95 með tveimur vítaskotum 34 sekúndum fyrir leikslok. Caroey Brewer skoraði 27 stig fyrir Denver Nuggets sem vann góðan sigur á Los Angeles Lakers. Kobe Bryant hélt uppteknum hætti með fjörutíu stigum sem dugðu þó enn eina ferðina ekki til. Dwight Howard var rekinn af velli í þriðja fjórðungi fyrir gróft brot. Howard var ósáttur með brottvísunina en Bryant, liðsfélagi hans, taldi um réttan dóm að ræða þótt hann teldi að Howard ætti ekki að fá leikbann. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig og tók tólf fráköst í heimasigri Portland Trail Blazers á Sacramento Kings. Þá voru LeBron James (27 stig) og Dwyane Wade (29 stig) samir við sig í sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats.Öll úrslitin í nótt má sjá hér fyrir neðan. Charlotte Bobcats 92-105 Miami Heat Orlando Magic 94-97 New Orleans Hornets Washington Wizards 84-87 Cleveland CavaliersAtlanta Hawks 126-19 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 108-93 Brooklyn Nets Memphis Grizzlies 89-99 Philadelphia 76ers Minnesota Timberwolves 84-87 Houston RocketsSan Antonio Spurs 100-80 Toronto Raptors Phoenix Suns 97-99 New York KnicksDenver Nuggets 126-114 Los Angeles LakersPortland Trail Blazers 109-91 Sacramento Kings Leik Indiana Pacers og Chicago Bulls var frestað vegna snjókomu. NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
J.R. Smith var hetja New York Knicks sem vann ótrúlegan tveggja stiga sigur á Phoenix Suns í NBA körfuboltanum í nótt. Fjörutíu stig Kobe Bryant í Denver dugðu Lakers ekki til sigurs. Knicks var án Carmelo Anthony og Raymond Felton þegar liðið heimsótti Phoenix Suns í Arizona í nótt. Heimamenn höfðu tveggja stiga forskot þegar skammt var til leiksloka en þá tók J.R. Smith til sinna ráða. Smith jafnaði með fallegu stökkskoti þegar rúmar tíu sekúndur lifðu leiks og endurtók leikinn í þann mund er lokaflautið gall. Lokatölurnar 99-97 gestunum frá New York í vil. „Ég veit ekki hvaða orð þú vilt nota en hann elskar þessi augnablik," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Knicks, um tilþrif liðsfélaga síns. Sigurkarfan kom eftir innkast frá Kidd eftir að Suns hafði tapað boltanum þegar sekúnda var eftir af leiktímanum. Jared Dudley skoraði 36 stig fyrir Phoenix, hans hæsta stigaskor, og kom meðal annars heimamönnum í 97-95 með tveimur vítaskotum 34 sekúndum fyrir leikslok. Caroey Brewer skoraði 27 stig fyrir Denver Nuggets sem vann góðan sigur á Los Angeles Lakers. Kobe Bryant hélt uppteknum hætti með fjörutíu stigum sem dugðu þó enn eina ferðina ekki til. Dwight Howard var rekinn af velli í þriðja fjórðungi fyrir gróft brot. Howard var ósáttur með brottvísunina en Bryant, liðsfélagi hans, taldi um réttan dóm að ræða þótt hann teldi að Howard ætti ekki að fá leikbann. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig og tók tólf fráköst í heimasigri Portland Trail Blazers á Sacramento Kings. Þá voru LeBron James (27 stig) og Dwyane Wade (29 stig) samir við sig í sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats.Öll úrslitin í nótt má sjá hér fyrir neðan. Charlotte Bobcats 92-105 Miami Heat Orlando Magic 94-97 New Orleans Hornets Washington Wizards 84-87 Cleveland CavaliersAtlanta Hawks 126-19 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 108-93 Brooklyn Nets Memphis Grizzlies 89-99 Philadelphia 76ers Minnesota Timberwolves 84-87 Houston RocketsSan Antonio Spurs 100-80 Toronto Raptors Phoenix Suns 97-99 New York KnicksDenver Nuggets 126-114 Los Angeles LakersPortland Trail Blazers 109-91 Sacramento Kings Leik Indiana Pacers og Chicago Bulls var frestað vegna snjókomu.
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira