Körfubolti

Enn vinnur Oklahoma | Durant með 41 stig

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kevin Durant í baráttunni í nótt.
Kevin Durant í baráttunni í nótt. Nordicphotos/Getty
Kevin Durant fór á kostum og skoraði 41 stig þegar lið hans Oklahoma Thunder lagði Atlanta Hawks í NBA-körfboltanum í nótt. Þetta var tólfti sigur liðsins í röð.

Russel Westbrook skoraði 27 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir gestina frá Oklahoma. Þetta er lengsta sigurganga liðsins frá árinu 1996 þegar liðið hét Seattle Supersonics og hafði aðsetur í samnefndri borg á vesturströnd Bandaríkanna.

Oklahoma var eina liðið sem vann sigur á útivelli í gærkvöldi því hinir leikirnir tíu unnust allir á heimavelli. Oklahoma hefur besta vinningshlutfall allra liða í deildinni, 84 prósent.

Paul Pierce skoraði 40 stig þar af 25 í seinni hálfleik í heimasigri Bolton Celtics gegn Cleveland Cavaliers. Pierce hitti úr tíu af ellefu skotum sínum í hálfleiknum.

Önnur úrslit

New York Knicks 100-86 Brooklyn Nets

Orlando Magic 93-80 Washington Wizards

Toronto Raptors 97-91 Detroit Pistons

Indiana Pacers 104-84 Utah Jazz

Atlanta Hawks 92-100 Oklahoma Thunder

Boston Celtics 103-91 Cleveland Cavaliers

Houston Rockets 125-103 Philadelphia 76ers

Phoenix Suns 121-104 Charlotte Bobcats

Memphis Grizzles 90-80 Milwaukee Bucks

Sacramento Kings 131-127 Golden State Warriors

Los Angeles Clippers 93-77 New Orleans Hornets

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×