Ísland á hvíta tjaldinu - Þrjár stórmyndinu á teikniborðinu 2. janúar 2012 14:00 Miklar líkur eru á því að næsta mynd Tom Cruise, Horizon, verði tekin hér upp en þegar er byrjað að panta hótel fyrir tökuliðið og stórstjörnuna. „Þetta lítur mjög vel út, nú þegar búið er að staðfesta 20 prósenta endurgreiðsluna. Við erum bara á fullu að vinna með tölur enda snýst allt um þær í Hollywood," segir Leifur Dagfinnsson, einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins True North. Þrjár stórar Hollywood-kvikmyndir eru væntanlegar hingað til lands á árinu sem var að ganga í garð. Eins og Fréttablaðið greindi frá stendur til að taka upp nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Horizon, hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það verkefni komið á verulegan skrið og eru fulltrúar True North þegar farnir að bóka hótel fyrir tökulið og stórstjörnuna. Eftir því sem blaðið kemst næst er verkefnið af svipaðri stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta til hér á síðasta ári. Það þýðir að hátt í 250 manna tökulið mun koma að myndinni sem ætti að skilja eftir 740 milljónir króna í erlendum gjaldeyri, sé tekið mið af þeirri tölu sem Leifur nefndi nýlega í viðtali við Viðskiptablaðið. Gert er ráð fyrir að tökurnar fari fram í júní og júlí. Leifur vildi hins vegar lítið tjá sig um málið, staðfesti aðeins að umrætt verkefni liti vel út. Hinar tvær myndirnar eru ekki komnar jafn langt. Eins og Darren Aronofsky upplýsti í viðtali við Fréttablaðið hefur hann mikinn áhuga á að gera kvikmynd um Nóa og örkina hans hér á landi. Að sögn Leifs er nú verið að klára fjármögnun þess verkefnis en írsk/þýski leikarinn Michael Fassbender hefur verið orðaður við hlutverk Nóa.Ben Stiller heilsaði meðal annars upp á fólk í Stykkishólmi í sumar.Þá er verið að bíða eftir grænu ljósi frá framleiðendum fyrir kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, en heimsókn gamanleikarans hingað til lands síðasta sumar vakti mikla athygli landsmanna. Þá fór hann víða í leit að tökustöðum og þótti hinn alþýðlegasti. Árið 2011 reyndist nokkuð gjöfult hvað kvikmyndaverkefni varðar; tökulið Prometheus, stórmyndar Ridley Scott, hertók nágrenni Heklu og lokaði af Dettifoss og leikarar úr Game of Thrones undu sér vel við Svínafellsjökul og Höfðabrekkuheiði. Þá má ekki gleyma þeirri miklu kynningu sem landið fékk í sjónvarpsþættinum Man Vs. Wild en þar fékk Jake Gyllenhaal að kynnast óblíðum íslenskum veðuröflum af eigin raun. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira
„Þetta lítur mjög vel út, nú þegar búið er að staðfesta 20 prósenta endurgreiðsluna. Við erum bara á fullu að vinna með tölur enda snýst allt um þær í Hollywood," segir Leifur Dagfinnsson, einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins True North. Þrjár stórar Hollywood-kvikmyndir eru væntanlegar hingað til lands á árinu sem var að ganga í garð. Eins og Fréttablaðið greindi frá stendur til að taka upp nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Horizon, hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það verkefni komið á verulegan skrið og eru fulltrúar True North þegar farnir að bóka hótel fyrir tökulið og stórstjörnuna. Eftir því sem blaðið kemst næst er verkefnið af svipaðri stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta til hér á síðasta ári. Það þýðir að hátt í 250 manna tökulið mun koma að myndinni sem ætti að skilja eftir 740 milljónir króna í erlendum gjaldeyri, sé tekið mið af þeirri tölu sem Leifur nefndi nýlega í viðtali við Viðskiptablaðið. Gert er ráð fyrir að tökurnar fari fram í júní og júlí. Leifur vildi hins vegar lítið tjá sig um málið, staðfesti aðeins að umrætt verkefni liti vel út. Hinar tvær myndirnar eru ekki komnar jafn langt. Eins og Darren Aronofsky upplýsti í viðtali við Fréttablaðið hefur hann mikinn áhuga á að gera kvikmynd um Nóa og örkina hans hér á landi. Að sögn Leifs er nú verið að klára fjármögnun þess verkefnis en írsk/þýski leikarinn Michael Fassbender hefur verið orðaður við hlutverk Nóa.Ben Stiller heilsaði meðal annars upp á fólk í Stykkishólmi í sumar.Þá er verið að bíða eftir grænu ljósi frá framleiðendum fyrir kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, en heimsókn gamanleikarans hingað til lands síðasta sumar vakti mikla athygli landsmanna. Þá fór hann víða í leit að tökustöðum og þótti hinn alþýðlegasti. Árið 2011 reyndist nokkuð gjöfult hvað kvikmyndaverkefni varðar; tökulið Prometheus, stórmyndar Ridley Scott, hertók nágrenni Heklu og lokaði af Dettifoss og leikarar úr Game of Thrones undu sér vel við Svínafellsjökul og Höfðabrekkuheiði. Þá má ekki gleyma þeirri miklu kynningu sem landið fékk í sjónvarpsþættinum Man Vs. Wild en þar fékk Jake Gyllenhaal að kynnast óblíðum íslenskum veðuröflum af eigin raun. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira