Skoða stöðu Jens eftir viðbrögð stjórnvalda 10. janúar 2012 06:15 Talið er að um 400 konur hér á landi hafi fengið sílíkonpúða frá P.I.P., sem innihéldu hættulegt iðnaðarsílíkon. Myndin er úr safni. Nordicphotos/afp Nordicphotos/afp Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækninga á Landspítalanum, að minnsta kosti um sinn. Forstjóri spítalans bíður eftir ráðuneyti og landlækni. Tæplega fjörutíu konur hyggjast lögsækja Jens vegna hættulegra sílíkonpúða. Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækningadeildar Landspítalans, að minnsta kosti þar til stjórnvöld hafa farið yfir þátt hans í máli þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir skaða af völdum P.I.P.-sílíkonpúða. Þetta segir forstjóri Landspítalans. Tæplega fjörutíu konur hafa ráðið sér lögmann og hyggja á málsókn á hendur Jens, sem flutti inn P.I.P. sílíkonpúðana og notaði þá við brjóstastækkunaraðgerðir á einkastofu sinni um árabil. Komið hefur í ljós að umræddir púðar innihéldu iðnaðarsílíkon, sem getur verið mjög skaðlegt fólki ef leki kemur að púðunum. Púðarnir, sem eru franskir að uppruna, voru teknir úr sölu í Bandaríkjunum fyrir áratug. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að enn liggi ekki fyrir staðfesting á því að slíkt mál verði höfðað og þangað til muni yfirstjórn spítalans bíða átekta. „Þetta er svo mikið moldviðri núna,“ segir Björn. „Við höfum haft hægt um okkur og sjáum svo hvað gerist í næstu skrefum.“ Björn bendir á að Jens hafi ekki sýnt af sér þá háttsemi sem honum er gefin að sök í starfi sínu á spítalanum, heldur á einkastofu sinni. „Við ætlum að bíða eftir viðbrögðum ráðuneytisins og landlæknis og svo þurfum við að meta hvaða áhrif þetta hefur á hans starf hjá okkur og ræða um þetta við hann,“ segir hann. Landlæknir hefur vegna málsins kallað eftir upplýsingum frá íslenskum lýtalæknum um allar brjóstaaðgerðir sem gerðar hafa verið hérlendis frá árinu 2000. Talið er að um 400 konur hafi fengið sílíkonpúða frá P.I.P. og er ráðgert að heilbrigðisyfirvöld verji tæpum tíu milljónum í að skima eftir þeim og fjarlægja leka púða.stigur@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækninga á Landspítalanum, að minnsta kosti um sinn. Forstjóri spítalans bíður eftir ráðuneyti og landlækni. Tæplega fjörutíu konur hyggjast lögsækja Jens vegna hættulegra sílíkonpúða. Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækningadeildar Landspítalans, að minnsta kosti þar til stjórnvöld hafa farið yfir þátt hans í máli þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir skaða af völdum P.I.P.-sílíkonpúða. Þetta segir forstjóri Landspítalans. Tæplega fjörutíu konur hafa ráðið sér lögmann og hyggja á málsókn á hendur Jens, sem flutti inn P.I.P. sílíkonpúðana og notaði þá við brjóstastækkunaraðgerðir á einkastofu sinni um árabil. Komið hefur í ljós að umræddir púðar innihéldu iðnaðarsílíkon, sem getur verið mjög skaðlegt fólki ef leki kemur að púðunum. Púðarnir, sem eru franskir að uppruna, voru teknir úr sölu í Bandaríkjunum fyrir áratug. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að enn liggi ekki fyrir staðfesting á því að slíkt mál verði höfðað og þangað til muni yfirstjórn spítalans bíða átekta. „Þetta er svo mikið moldviðri núna,“ segir Björn. „Við höfum haft hægt um okkur og sjáum svo hvað gerist í næstu skrefum.“ Björn bendir á að Jens hafi ekki sýnt af sér þá háttsemi sem honum er gefin að sök í starfi sínu á spítalanum, heldur á einkastofu sinni. „Við ætlum að bíða eftir viðbrögðum ráðuneytisins og landlæknis og svo þurfum við að meta hvaða áhrif þetta hefur á hans starf hjá okkur og ræða um þetta við hann,“ segir hann. Landlæknir hefur vegna málsins kallað eftir upplýsingum frá íslenskum lýtalæknum um allar brjóstaaðgerðir sem gerðar hafa verið hérlendis frá árinu 2000. Talið er að um 400 konur hafi fengið sílíkonpúða frá P.I.P. og er ráðgert að heilbrigðisyfirvöld verji tæpum tíu milljónum í að skima eftir þeim og fjarlægja leka púða.stigur@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira