Klassískt og kraftmikið Trausti Júlíusson skrifar 15. janúar 2012 20:00 Tónlist. Open a Window. Solla Soulful. Solla Soulful er söngkonan og lagahöfundurinn Sólveig Þórðardóttir. Open a Vindow er hennar fyrsta plata. Á henni eru ellefu lög, tíu þeirra eru eftir Sollu sjálfa (bæði tónlistin og textarnir), en það ellefta er Bítlalagið Oh Darling í nýrri útsetningu. Solla, sem er útskrifuð úr djass- og rokkbraut tónlistarskóla FÍH, er fín söngkona og efnilegur lagasmiður. Tónlistin á Open A Window er klassísk og á köflum kraftmikil blanda af sálartónlist og blúsuðu rokki. Það er ekki verið að kanna ný svæði tónlistarlega hér, en lögin eru mörg fín og flutningurinn er mjög góður, bæði hjá Sollu og hljómsveitinni hennar sem er skipuð gítarleikaranum Ragnari Emilssyni, bassaleikaranum Inga Birni Ingasyni, trommuleikaranum Agli Erni Rafnssyni og hljómborðsleikaranum Kjartani Valdemarssyni. Platan er ágætlega heppnuð sem heild, en einna hæst finnst mér hún samt rísa í laginu Sir x, sem er sérstaklega kraftmikið. Á heildina litið er Open A Window fín frumraun frá efnilegri söngkonu og lagasmið. Niðurstaða: Kraftmikil blanda af blúsuðu rokki og sálartónlist frá Sólveigu Þórðardóttur. Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Open a Window. Solla Soulful. Solla Soulful er söngkonan og lagahöfundurinn Sólveig Þórðardóttir. Open a Vindow er hennar fyrsta plata. Á henni eru ellefu lög, tíu þeirra eru eftir Sollu sjálfa (bæði tónlistin og textarnir), en það ellefta er Bítlalagið Oh Darling í nýrri útsetningu. Solla, sem er útskrifuð úr djass- og rokkbraut tónlistarskóla FÍH, er fín söngkona og efnilegur lagasmiður. Tónlistin á Open A Window er klassísk og á köflum kraftmikil blanda af sálartónlist og blúsuðu rokki. Það er ekki verið að kanna ný svæði tónlistarlega hér, en lögin eru mörg fín og flutningurinn er mjög góður, bæði hjá Sollu og hljómsveitinni hennar sem er skipuð gítarleikaranum Ragnari Emilssyni, bassaleikaranum Inga Birni Ingasyni, trommuleikaranum Agli Erni Rafnssyni og hljómborðsleikaranum Kjartani Valdemarssyni. Platan er ágætlega heppnuð sem heild, en einna hæst finnst mér hún samt rísa í laginu Sir x, sem er sérstaklega kraftmikið. Á heildina litið er Open A Window fín frumraun frá efnilegri söngkonu og lagasmið. Niðurstaða: Kraftmikil blanda af blúsuðu rokki og sálartónlist frá Sólveigu Þórðardóttur.
Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning