Snyrti skeggið í fyrsta sinn í átta mánuði fyrir Eurovision 17. janúar 2012 20:00 Pétur Örn byrjaði að safna skeggi fyrir söngleikinn hárið síðasta sumar. Mynd/Stefán „Þetta er eins og að vera með tvö höfuð," segir tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson, sem skartar síðu og miklu skeggi um þessar mundir. Þeir sem sáu flutninginn á Eurovision-laginu Mundu eftir mér í Sjónvarpinu áttu vafalítið erfitt með að leiða skegg bakraddasöngvarans Péturs Arnar hjá sér. Mikill skeggvöxtur hefur verið í tísku að undanförnu og tónlistarmenn á borð við Mugison, Snorra Helgason og Högna Egilsson hafa látið skegg sitt vaxa duglega. Aðspurður segist Pétur hafa byrjað að safna síðasta sumar fyrir söngleikinn Hárið. Þegar tveggja vikna hlé var gert á sýningunum ákvað hann að halda áfram að safna og enn hélt skeggvöxturinn áfram þegar hann fékk lítið hlutverk í bandarísku sjónvarpsþáttunum Game Of Thrones sem voru teknir upp hér á landi. „Ég mátti ekki raka mig eða klippa í nokkra mánuði og það óx og óx á meðan. Svo kláraði ég það og nú er skeggið bara komið með persónuleika og kennitölu," segir Pétur Örn léttur. „Ég hef ekki tímt að láta það fara. Það er eins og hluti af fjölskyldunni," segir hann. Tryggð hans við skeggið er skiljanleg því það hefur bæði tryggt honum hlutverk í söngleik og sjónvarpsþætti. „Kannski ég geti fengið mér að minnsta kosti eitt djobb í viðbót, látið það aðeins vinna fyrir kaupinu sínu." Inntur eftir því hvernig hann haldi skegginu við segir Pétur Örn að það fái sömu ást og alúð og hárið á sér. „Það var reyndar snyrt örlítið í hliðunum fyrir Eurovision, sem var fyrsta snyrtingin í átta mánuði. Það var kominn tími á það." Hann bætir við að skeggið hafi nýst honum vel sem hlýr og ódýr trefill í frosthörkunum, þar á meðal við tökurnar á Game Of Thrones, en býst alveg eins við því að það verði klippt þegar nær dregur sumri. „Ég er á leiðinni vestur um haf í heimsókn til vinar míns í Kanada. Ég ætla svo að fara á vesturströnd Bandaríkjanna. Það er hlýtt þar og ég er svo heitfengur, þannig að ég veit ekki hvort ég þoli það." Hvað segja stelpurnar um þessi ósköp? „Ein ástæðan fyrir því að ég veigra mér við því að láta þetta fara er að ég er búinn að fá hrós frá kvenþjóðinni; að þetta fari mér vel og sé flott. Maður verður að hlusta á það sem stelpurnar segja manni að gera." freyr@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
„Þetta er eins og að vera með tvö höfuð," segir tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson, sem skartar síðu og miklu skeggi um þessar mundir. Þeir sem sáu flutninginn á Eurovision-laginu Mundu eftir mér í Sjónvarpinu áttu vafalítið erfitt með að leiða skegg bakraddasöngvarans Péturs Arnar hjá sér. Mikill skeggvöxtur hefur verið í tísku að undanförnu og tónlistarmenn á borð við Mugison, Snorra Helgason og Högna Egilsson hafa látið skegg sitt vaxa duglega. Aðspurður segist Pétur hafa byrjað að safna síðasta sumar fyrir söngleikinn Hárið. Þegar tveggja vikna hlé var gert á sýningunum ákvað hann að halda áfram að safna og enn hélt skeggvöxturinn áfram þegar hann fékk lítið hlutverk í bandarísku sjónvarpsþáttunum Game Of Thrones sem voru teknir upp hér á landi. „Ég mátti ekki raka mig eða klippa í nokkra mánuði og það óx og óx á meðan. Svo kláraði ég það og nú er skeggið bara komið með persónuleika og kennitölu," segir Pétur Örn léttur. „Ég hef ekki tímt að láta það fara. Það er eins og hluti af fjölskyldunni," segir hann. Tryggð hans við skeggið er skiljanleg því það hefur bæði tryggt honum hlutverk í söngleik og sjónvarpsþætti. „Kannski ég geti fengið mér að minnsta kosti eitt djobb í viðbót, látið það aðeins vinna fyrir kaupinu sínu." Inntur eftir því hvernig hann haldi skegginu við segir Pétur Örn að það fái sömu ást og alúð og hárið á sér. „Það var reyndar snyrt örlítið í hliðunum fyrir Eurovision, sem var fyrsta snyrtingin í átta mánuði. Það var kominn tími á það." Hann bætir við að skeggið hafi nýst honum vel sem hlýr og ódýr trefill í frosthörkunum, þar á meðal við tökurnar á Game Of Thrones, en býst alveg eins við því að það verði klippt þegar nær dregur sumri. „Ég er á leiðinni vestur um haf í heimsókn til vinar míns í Kanada. Ég ætla svo að fara á vesturströnd Bandaríkjanna. Það er hlýtt þar og ég er svo heitfengur, þannig að ég veit ekki hvort ég þoli það." Hvað segja stelpurnar um þessi ósköp? „Ein ástæðan fyrir því að ég veigra mér við því að láta þetta fara er að ég er búinn að fá hrós frá kvenþjóðinni; að þetta fari mér vel og sé flott. Maður verður að hlusta á það sem stelpurnar segja manni að gera." freyr@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp