Gögnin um Geir gætu endað í skjalageymslu 20. janúar 2012 06:30 Starfsmenn Hæstaréttar bera inn hluta málsgagna þegar málið var þingfest fyrir Landsdómi 7. júní í fyrra. fréttablaðið/gva Allt bendir til þess að málsgögn saksóknara Alþingis komi ekki fyrir sjónir almennings í langan tíma, fari svo að landsdómsmálið verði fellt niður. Alþingi hefur því í hendi sér hvort uppgjör stjórnmálanna við hrunið fer fram eður ei. Á það hefur verið bent að með því að draga ákæruna til baka væri Alþingi að bregðast fyrirheitum um rannsókn og uppgjör eftir hrun. Með efnislegri meðferð Landsdóms muni fást svör við fjölmörgum spurningum sem brenna á þjóðinni; því gefist aðeins þetta eina tækifæri til að greina mikið magn gagna um aðkomu stjórnmálamanna í aðdraganda hrunsins, og þá í samhengi við vitnisburð Geirs H. Haarde og annarra lykilmanna í þeirri atburðarás. Því er knýjandi spurning hvað verður gert við málsgögnin ef Alþingi fellur frá málsókninni, þar sem það virðist ekki augljóst. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segist ekki hafa íhugað það hvernig farið verði með gögnin. Að stofni til séu þau sömu gögn og rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum, enda málið grundvallað á niðurstöðu hennar. „Þetta yrði þá sakamál sem fellt væri niður og það þyrfti að skoða það hvort í gildi séu reglur um hvort aðgangur að þeim gögnum sé heimill eða hvort þau yrðu þá komin úr augsýn í ákveðinn tíma á grundvelli upplýsingalaga,“ segir Sigríður. „Ef þetta væri venjulegt mál fyrir Hæstarétti yrðu málsgögn hjá réttinum í ákveðinn tíma og svo færu þau á Þjóðskjalasafnið.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur, samkvæmt upplýsingum sem hann aflaði sér vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins, að „þau gögn sem fengist hafa til vinnslu við meðferð málsins [séu] þegar orðin opinber gögn“. Opinber gögn í hvaða skilningi? Þeirri spurningu hefur Ögmundur ekki haft svigrúm til að svara, þegar þetta er skrifað. Um 3.700 síður af gögnumÞað má teljast öruggt að öll málsgögn sem saksóknari Alþingis hefur safnað saman vegna málarekstursins fyrir Landsdómi verði lokuð almenningi í áratugi, fari svo að sakamál á hendur Geir H. Haarde verði fellt niður. Í lögum um landsdóm nr. 8/1963 segir ekkert um meðferð málsgagna sem falla til við málareksturinn. Hins vegar segir í 51. grein að lög um meðferð sakamála skuli gilda um þau atriði sem ekki eru sérstaklega skýrð í Landsdómslögunum. Um er að ræða tíu hefti með málsgögnum sem nema 3.683 blaðsíðum. Skjalaskrá gagnanna er 122 blaðsíður að lengd, eins og kemur fram á heimasíðu saksóknara Alþingis. Meðal þeirra gagna sem saksóknari aflaði, og er þá stiklað á stóru, áður en ákæra var gefin út 10. maí 2011 er tölvupóstur Geirs á tímabilinu 15. júní 2006 til 1. febrúar 2009 ásamt fundargerðum og minnisgreinum frá ráðherrafundum ríkisstjórna Geirs á sama tímabili. Eins önnur gögn úr forsætisráðuneytinu; frá rannsóknarnefnd Alþingis og þingmannanefndinni sem fjallaði um störf hennar. Upplýsingalögin gilda bara um starfsemi stjórnvalda, ekki dómstóla eða Alþingis. Gögn í landsdómsmálinu eru væntanlega gögn í samspili á milli Alþingis og dómstóla og erfitt að ímynda sér að þau teljist gögn frá stjórnvöldum. Gögn sem saksóknari Alþingis hefur fengið frá Þjóðskjalasafninu, sem eru stærsti hluti málsgagnanna, verða væntanlega hluti málsskjala hans í málinu; yrðu hluti rannsóknargagna. Þau eru svo hluti af skjalasafni saksóknara Alþingis. Hvenær þau koma til Þjóðskjalasafns er óvíst; gögnum er jafnan ekki skilað strax til Þjóðskjalasafns. Þau munu hins vegar verða vistuð þar í fyllingu tímans. Aðgangur takmarkaðurUm aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni Íslands er fjallað í 9. grein laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands. Þar segir að um aðgang að gögnum í safninu gildi ákvæði upplýsingalaga. Um aðgang að öðrum gögnum og skjölum, sem upplýsingalög og lög um upplýsingarétt um umhverfismál taka ekki til, skal mælt fyrir í reglugerð gefinni út af ráðherra mennta- og menningarmála að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Það á meðal annars við um gögn frá dómstólum. Það flækir málið hins vegar að slík reglugerð hefur ekki verið sett. Þar sem slík reglugerð er ekki fyrir hendi fer líklega um aðgang að þessum gögnum samkvæmt ákvæðum laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eins og áður segir, en í 16. grein er fjallað um aðgang að gögnum í sakamálum. Af því ákvæði verður ráðið að aðgangur að þeim gögnum sem eru í vörslu safnsins er takmarkaður við aðila máls. Rétt er að geta þess að gögn sem rannsóknarnefndin safnaði heyra undir lög um Þjóðskjalasafn, en allt sem saksóknari Alþingis aflar sjálfur fellur undir lög um meðferð sakamála. Því ber þetta allt að sama brunni. Án efnislegrar meðferðar málsins fyrir Landsdómi er þess langt að bíða að frekari upplýsingar um aðkomu stjórnmálanna að hruninu rati fyrir sjónir fólksins í landinu. Í reglum um notkun og aðgengi að opinberum skjalasöfnum kemur fram að gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti séu meðal annars fundargerðir ríkisstjórna, bréfaskipti stjórnvalda og vinnuskjöl. Almennt eru þau lokuð í 30 ár, jafnvel lengur. Landsdómur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Allt bendir til þess að málsgögn saksóknara Alþingis komi ekki fyrir sjónir almennings í langan tíma, fari svo að landsdómsmálið verði fellt niður. Alþingi hefur því í hendi sér hvort uppgjör stjórnmálanna við hrunið fer fram eður ei. Á það hefur verið bent að með því að draga ákæruna til baka væri Alþingi að bregðast fyrirheitum um rannsókn og uppgjör eftir hrun. Með efnislegri meðferð Landsdóms muni fást svör við fjölmörgum spurningum sem brenna á þjóðinni; því gefist aðeins þetta eina tækifæri til að greina mikið magn gagna um aðkomu stjórnmálamanna í aðdraganda hrunsins, og þá í samhengi við vitnisburð Geirs H. Haarde og annarra lykilmanna í þeirri atburðarás. Því er knýjandi spurning hvað verður gert við málsgögnin ef Alþingi fellur frá málsókninni, þar sem það virðist ekki augljóst. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segist ekki hafa íhugað það hvernig farið verði með gögnin. Að stofni til séu þau sömu gögn og rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum, enda málið grundvallað á niðurstöðu hennar. „Þetta yrði þá sakamál sem fellt væri niður og það þyrfti að skoða það hvort í gildi séu reglur um hvort aðgangur að þeim gögnum sé heimill eða hvort þau yrðu þá komin úr augsýn í ákveðinn tíma á grundvelli upplýsingalaga,“ segir Sigríður. „Ef þetta væri venjulegt mál fyrir Hæstarétti yrðu málsgögn hjá réttinum í ákveðinn tíma og svo færu þau á Þjóðskjalasafnið.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur, samkvæmt upplýsingum sem hann aflaði sér vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins, að „þau gögn sem fengist hafa til vinnslu við meðferð málsins [séu] þegar orðin opinber gögn“. Opinber gögn í hvaða skilningi? Þeirri spurningu hefur Ögmundur ekki haft svigrúm til að svara, þegar þetta er skrifað. Um 3.700 síður af gögnumÞað má teljast öruggt að öll málsgögn sem saksóknari Alþingis hefur safnað saman vegna málarekstursins fyrir Landsdómi verði lokuð almenningi í áratugi, fari svo að sakamál á hendur Geir H. Haarde verði fellt niður. Í lögum um landsdóm nr. 8/1963 segir ekkert um meðferð málsgagna sem falla til við málareksturinn. Hins vegar segir í 51. grein að lög um meðferð sakamála skuli gilda um þau atriði sem ekki eru sérstaklega skýrð í Landsdómslögunum. Um er að ræða tíu hefti með málsgögnum sem nema 3.683 blaðsíðum. Skjalaskrá gagnanna er 122 blaðsíður að lengd, eins og kemur fram á heimasíðu saksóknara Alþingis. Meðal þeirra gagna sem saksóknari aflaði, og er þá stiklað á stóru, áður en ákæra var gefin út 10. maí 2011 er tölvupóstur Geirs á tímabilinu 15. júní 2006 til 1. febrúar 2009 ásamt fundargerðum og minnisgreinum frá ráðherrafundum ríkisstjórna Geirs á sama tímabili. Eins önnur gögn úr forsætisráðuneytinu; frá rannsóknarnefnd Alþingis og þingmannanefndinni sem fjallaði um störf hennar. Upplýsingalögin gilda bara um starfsemi stjórnvalda, ekki dómstóla eða Alþingis. Gögn í landsdómsmálinu eru væntanlega gögn í samspili á milli Alþingis og dómstóla og erfitt að ímynda sér að þau teljist gögn frá stjórnvöldum. Gögn sem saksóknari Alþingis hefur fengið frá Þjóðskjalasafninu, sem eru stærsti hluti málsgagnanna, verða væntanlega hluti málsskjala hans í málinu; yrðu hluti rannsóknargagna. Þau eru svo hluti af skjalasafni saksóknara Alþingis. Hvenær þau koma til Þjóðskjalasafns er óvíst; gögnum er jafnan ekki skilað strax til Þjóðskjalasafns. Þau munu hins vegar verða vistuð þar í fyllingu tímans. Aðgangur takmarkaðurUm aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni Íslands er fjallað í 9. grein laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands. Þar segir að um aðgang að gögnum í safninu gildi ákvæði upplýsingalaga. Um aðgang að öðrum gögnum og skjölum, sem upplýsingalög og lög um upplýsingarétt um umhverfismál taka ekki til, skal mælt fyrir í reglugerð gefinni út af ráðherra mennta- og menningarmála að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Það á meðal annars við um gögn frá dómstólum. Það flækir málið hins vegar að slík reglugerð hefur ekki verið sett. Þar sem slík reglugerð er ekki fyrir hendi fer líklega um aðgang að þessum gögnum samkvæmt ákvæðum laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eins og áður segir, en í 16. grein er fjallað um aðgang að gögnum í sakamálum. Af því ákvæði verður ráðið að aðgangur að þeim gögnum sem eru í vörslu safnsins er takmarkaður við aðila máls. Rétt er að geta þess að gögn sem rannsóknarnefndin safnaði heyra undir lög um Þjóðskjalasafn, en allt sem saksóknari Alþingis aflar sjálfur fellur undir lög um meðferð sakamála. Því ber þetta allt að sama brunni. Án efnislegrar meðferðar málsins fyrir Landsdómi er þess langt að bíða að frekari upplýsingar um aðkomu stjórnmálanna að hruninu rati fyrir sjónir fólksins í landinu. Í reglum um notkun og aðgengi að opinberum skjalasöfnum kemur fram að gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti séu meðal annars fundargerðir ríkisstjórna, bréfaskipti stjórnvalda og vinnuskjöl. Almennt eru þau lokuð í 30 ár, jafnvel lengur.
Landsdómur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira