Lokað á nýja reikninga í netbankanum 24. janúar 2012 08:30 heimasíða Íslandsbanka Vegna ákvæða í lögum um peningaþvætti aftengdi Íslandsbanki í janúar 2010 þann möguleika að geta stofnað nýja reikninga í gegnum netbanka. Í tvö ár hefur ekki verið hægt að stofna nýja reikninga í gegnum netbanka Íslandsbanka eins og unnt er hjá hinum tveimur stóru viðskiptabönkunum. Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að í janúar 2010 hafi sá möguleiki að stofna reikninga verið tekinn úr netbankanum. Bankinn hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um aðgerðir gegn peningaþvætti. Áður gátu viðskiptavinir sem voru með aðgang að netbankanum stofnað nýja reikninga í gegnum netið. Guðný segir að regluvarsla Íslandsbanka hafi talið að lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti væri ekki fullnægt með þáverandi tölvukerfum bankans. „Það þarf að vera á hreinu að netbankinn sé að tala við skilríkjagrunninn," útskýrir Guðný og vísar þar til þess að ganga þurfi með öruggum hætti úr skugga um áreiðanleika viðskiptavinanna. Það sé ekki unnt fyrr en netbankinn sé tengdur við persónuupplýsingar í gagnagrunni bankans. Í Landsbankanum geta viðskiptavinir hins vegar stofnað nýja reikninga í netbankanum. „Menn geta stofnað reikning ef þeir eru fyrir í viðskiptum í bankanum og ef skilríki þeirra hafa verið skönnuð í bankanum og áreiðanleikakönnun hefur verið gerð," segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans. Kristján segir Landsbankann vera með gríðarlega mikinn gagnabanka og þess vegna geti hann leyft sér þessa þjónustu. „Við tökum tillit til þessara hertu reglna um peningaþvætti." Haraldur Guðni Eiðsson hjá samskiptasviði Arion banka segir viðskiptavini bankans aðeins geta stofnað tiltekna reikninga í netbankanum, til dæmis sparnaðarreikninga. „Hvað varðar peningaþvættisathugun, þá fara allir nýir viðskiptavinir bankans í gegnum hana þegar þeir stofna til viðskipta hjá bankanum. Einnig hefur umtalsverður hluti annarra viðskiptavina lokið athuguninni og unnið er að því að aðrir ljúki henni sem allra fyrst," segir Haraldur. Guðný segir að unnið hafi verið að því hjá Íslandsbanka að koma á fyrrgreindri þjónustu að nýju. Aðspurð segir hún hins vegar að ekki hafi borist margar athugasemdir frá viðskiptavinum eftir að möguleikinn var tekinn út úr netbankanum. „Menn hafa því frekar sinnt öðrum verkefnum. Það er þó unnið að tæknilegum útfærslum en ekki er hægt að segja til um hvenær því verki lýkur." - gar Fréttir Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Í tvö ár hefur ekki verið hægt að stofna nýja reikninga í gegnum netbanka Íslandsbanka eins og unnt er hjá hinum tveimur stóru viðskiptabönkunum. Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að í janúar 2010 hafi sá möguleiki að stofna reikninga verið tekinn úr netbankanum. Bankinn hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um aðgerðir gegn peningaþvætti. Áður gátu viðskiptavinir sem voru með aðgang að netbankanum stofnað nýja reikninga í gegnum netið. Guðný segir að regluvarsla Íslandsbanka hafi talið að lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti væri ekki fullnægt með þáverandi tölvukerfum bankans. „Það þarf að vera á hreinu að netbankinn sé að tala við skilríkjagrunninn," útskýrir Guðný og vísar þar til þess að ganga þurfi með öruggum hætti úr skugga um áreiðanleika viðskiptavinanna. Það sé ekki unnt fyrr en netbankinn sé tengdur við persónuupplýsingar í gagnagrunni bankans. Í Landsbankanum geta viðskiptavinir hins vegar stofnað nýja reikninga í netbankanum. „Menn geta stofnað reikning ef þeir eru fyrir í viðskiptum í bankanum og ef skilríki þeirra hafa verið skönnuð í bankanum og áreiðanleikakönnun hefur verið gerð," segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans. Kristján segir Landsbankann vera með gríðarlega mikinn gagnabanka og þess vegna geti hann leyft sér þessa þjónustu. „Við tökum tillit til þessara hertu reglna um peningaþvætti." Haraldur Guðni Eiðsson hjá samskiptasviði Arion banka segir viðskiptavini bankans aðeins geta stofnað tiltekna reikninga í netbankanum, til dæmis sparnaðarreikninga. „Hvað varðar peningaþvættisathugun, þá fara allir nýir viðskiptavinir bankans í gegnum hana þegar þeir stofna til viðskipta hjá bankanum. Einnig hefur umtalsverður hluti annarra viðskiptavina lokið athuguninni og unnið er að því að aðrir ljúki henni sem allra fyrst," segir Haraldur. Guðný segir að unnið hafi verið að því hjá Íslandsbanka að koma á fyrrgreindri þjónustu að nýju. Aðspurð segir hún hins vegar að ekki hafi borist margar athugasemdir frá viðskiptavinum eftir að möguleikinn var tekinn út úr netbankanum. „Menn hafa því frekar sinnt öðrum verkefnum. Það er þó unnið að tæknilegum útfærslum en ekki er hægt að segja til um hvenær því verki lýkur." - gar
Fréttir Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira